Hættir eftir sautján ára starf Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2024 14:22 Kristinn hóf störf árið 2007 sem fjármálastjóri samstæðu Samskipa. Aðsend Kristinn Albertsson fjármálastjóri Samskipa samstæðunnar hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. júlí næstkomandi. Hann hefur starfað hjá Samskipum í rúm sautján ár og á þeim tíma að mestu verið staðsettur í Rotterdam. Frá þessu greinir í tilkynningu þar sem fram kemur að Kristinn hafi hafið störf árið 2007 sem fjármálastjóri samstæðu Samskipa. Hann hafi í upphafi leitt umfangsmiklar umbreytingar á félaginu, meðal annars að færa höfuðstöðvar félagsins til Rotterdam í Hollandi. Í kjölfarið hafi fjárhagsskipan félagsins verið endurskipulögð og fjármálasviði samstæðunnar breytt til þess að styðja við vöxt og framtíðaráform Samskipa. Haft er eftir Kristni að tími hans hjá Samskipum hafi verið einstaklega gefandi. Hann sé fullur þakklætis fyrir tækifærin og reynsluna sem þessi sautján ár hafi fært sér. „Ég mun sakna allra þeirra góðu vina og kollega sem ég hef eignast og fengið að starfa með á þessum tíma. Samskip munu ávallt vera ofarlega í huga mínum og ég hlakka til að fylgjast með félaginu á komandi misserum, sér í lagi næstu umbreytingu Samskipa er snýr að umhverfis- og sjálfbærnismálum, en þar eru Samskip framarlega á sínu sviði. Ég óska Samskipum, vinum og kollegum alls hins besta,“ segir Kristinn. Þá er haft eftir Kari-Pekka Laaksonen, forstjóra Samskip Group, að það verði mikill missir af Kristni sem hafi verið mikilvægur hlekkur í uppbyggingu og umbreytingum á rekstri félagsins undanfarin sautján ár. „Við þökkum Kristni góð störf fyrir Samskip og óskum honum velfarnaðar og alls hins besta í framtíðinni.“ Fram kemur að frá 2007 hafi velta Samskipa samstæðunnar nær tvöfaldast í evrum talið og sé í dag um 800 milljónir evra. „Rúmlega 75% af heildarumfangi (veltu) Samskipa samstæðunnar er utan Íslands. Samskip eru með eigin dótturfélög í yfir 20 löndum og tæplega 80 fyrirtæki eru hluti af samstæðuuppgjöri Samskipa. Á þessum tíma hefur Kristinn komið að kaupum og á fjölda fyrirtækja, sem nú eru hluti af samstæðu Samskipa, svo sem Nor Lines, ECL, SeaConnect, og fleirum, sem og fjölda skipakaupa og fjármögnun þeirra,“ segir í tilkynningunni. Samskip hf. eru alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem starfrækir 46 skrifstofur í 24 löndum í fimm heimsálfum. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 1.500 talsins. Vistaskipti Skipaflutningar Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Frá þessu greinir í tilkynningu þar sem fram kemur að Kristinn hafi hafið störf árið 2007 sem fjármálastjóri samstæðu Samskipa. Hann hafi í upphafi leitt umfangsmiklar umbreytingar á félaginu, meðal annars að færa höfuðstöðvar félagsins til Rotterdam í Hollandi. Í kjölfarið hafi fjárhagsskipan félagsins verið endurskipulögð og fjármálasviði samstæðunnar breytt til þess að styðja við vöxt og framtíðaráform Samskipa. Haft er eftir Kristni að tími hans hjá Samskipum hafi verið einstaklega gefandi. Hann sé fullur þakklætis fyrir tækifærin og reynsluna sem þessi sautján ár hafi fært sér. „Ég mun sakna allra þeirra góðu vina og kollega sem ég hef eignast og fengið að starfa með á þessum tíma. Samskip munu ávallt vera ofarlega í huga mínum og ég hlakka til að fylgjast með félaginu á komandi misserum, sér í lagi næstu umbreytingu Samskipa er snýr að umhverfis- og sjálfbærnismálum, en þar eru Samskip framarlega á sínu sviði. Ég óska Samskipum, vinum og kollegum alls hins besta,“ segir Kristinn. Þá er haft eftir Kari-Pekka Laaksonen, forstjóra Samskip Group, að það verði mikill missir af Kristni sem hafi verið mikilvægur hlekkur í uppbyggingu og umbreytingum á rekstri félagsins undanfarin sautján ár. „Við þökkum Kristni góð störf fyrir Samskip og óskum honum velfarnaðar og alls hins besta í framtíðinni.“ Fram kemur að frá 2007 hafi velta Samskipa samstæðunnar nær tvöfaldast í evrum talið og sé í dag um 800 milljónir evra. „Rúmlega 75% af heildarumfangi (veltu) Samskipa samstæðunnar er utan Íslands. Samskip eru með eigin dótturfélög í yfir 20 löndum og tæplega 80 fyrirtæki eru hluti af samstæðuuppgjöri Samskipa. Á þessum tíma hefur Kristinn komið að kaupum og á fjölda fyrirtækja, sem nú eru hluti af samstæðu Samskipa, svo sem Nor Lines, ECL, SeaConnect, og fleirum, sem og fjölda skipakaupa og fjármögnun þeirra,“ segir í tilkynningunni. Samskip hf. eru alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem starfrækir 46 skrifstofur í 24 löndum í fimm heimsálfum. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 1.500 talsins.
Vistaskipti Skipaflutningar Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira