Hagnaðardrifin leigufélög umsvifamest í nágrenni höfuðborgarsvæðis Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. apríl 2024 19:17 Um 27 prósent allra gildra leigusamninga í leiguskránni eru vegna íbúða sem eru leigðar út af einstaklingum, en 27 prósent þeirra eru vegna íbúða sem eru leigðar út af leigufélögum sem eru rekin í hagnaðarskyni. Vísir/Vilhelm Hlutfall leiguíbúða sem reknar eru af hagnaðardrifnum leigufélögum er hærra í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en í öðrum landshlutum samkvæmt upplýsingum úr leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Í frétt á vef HMS segir að leiguskráin telji nú um 23 þúsund samninga, þar af séu 20 þúsund í gildi þessa stundina. Fram kemur að alls hafi um 855 samningar tekið gildi í marsmánuði, en að jafnaði hafi um þúsund samningar bæst við leiguskrána í hverjum mánuði síðan í október í fyrra. Á myndinni hér að neðan sést þróun gildra samninga í leiguskrá, en nokkur munur er á nýskráningum samninga eftir mánuðum. Það má rekja til þess að flestir samningar taki gildi í kringum byrjun skólaársins í ágúst. Þá segir að um 27 prósent allra gildra leigusamninga í leiguskránni séu vegna íbúða sem eru leigðar út af einstaklingum, en 27 prósent þeirra séu vegna íbúða sem eru leigðar út af leigufélögum sem eru rekin í hagnaðarskyni. Tæpur helmingur leigusamninga í leiguskrá séu hjá leiguíbúðum sem reknar eru á félagslegum forsendum, en þar eru íbúðir í eigu ríkis, sveitarfélaga, og húsnæðissjálfseignarstofnana. Fram kemur að tegund leigusala sé breytileg eftir landshlutum, en samkvæmt leiguskránni hafa hagnaðardrifin leigufélög mun sterkari ítök í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins heldur en annars staðar á landinu. Líkt og myndin hér að neðan sýnir er meirihluti leiguíbúða í leiguskrá í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í eigu hagnaðardrifinna leigufélaga, á meðan slíkar íbúðir eru aðeins fimmtungur af íbúðum í leiguskrá á höfuðborgarsvæðinu. Lok segir að leiguskrá HMS bendi til þess að félagslegar leiguíbúðir séu hlutfallslega fáar í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, en hlutfall slíkra íbúða er helmingi minna þar en í öðrum landshlutum. Minni munur sé hins vegar á hlutfalli leiguíbúða í eigu einstaklinga, en það nær 23 prósentum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, 29 prósentum á höfuðborgarsvæðinu og 30 prósentum á landsbyggðinni. Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Í frétt á vef HMS segir að leiguskráin telji nú um 23 þúsund samninga, þar af séu 20 þúsund í gildi þessa stundina. Fram kemur að alls hafi um 855 samningar tekið gildi í marsmánuði, en að jafnaði hafi um þúsund samningar bæst við leiguskrána í hverjum mánuði síðan í október í fyrra. Á myndinni hér að neðan sést þróun gildra samninga í leiguskrá, en nokkur munur er á nýskráningum samninga eftir mánuðum. Það má rekja til þess að flestir samningar taki gildi í kringum byrjun skólaársins í ágúst. Þá segir að um 27 prósent allra gildra leigusamninga í leiguskránni séu vegna íbúða sem eru leigðar út af einstaklingum, en 27 prósent þeirra séu vegna íbúða sem eru leigðar út af leigufélögum sem eru rekin í hagnaðarskyni. Tæpur helmingur leigusamninga í leiguskrá séu hjá leiguíbúðum sem reknar eru á félagslegum forsendum, en þar eru íbúðir í eigu ríkis, sveitarfélaga, og húsnæðissjálfseignarstofnana. Fram kemur að tegund leigusala sé breytileg eftir landshlutum, en samkvæmt leiguskránni hafa hagnaðardrifin leigufélög mun sterkari ítök í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins heldur en annars staðar á landinu. Líkt og myndin hér að neðan sýnir er meirihluti leiguíbúða í leiguskrá í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í eigu hagnaðardrifinna leigufélaga, á meðan slíkar íbúðir eru aðeins fimmtungur af íbúðum í leiguskrá á höfuðborgarsvæðinu. Lok segir að leiguskrá HMS bendi til þess að félagslegar leiguíbúðir séu hlutfallslega fáar í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, en hlutfall slíkra íbúða er helmingi minna þar en í öðrum landshlutum. Minni munur sé hins vegar á hlutfalli leiguíbúða í eigu einstaklinga, en það nær 23 prósentum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, 29 prósentum á höfuðborgarsvæðinu og 30 prósentum á landsbyggðinni.
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira