Fenerbahce áfram í deildarkeppninni en Trabzonspor fær refsingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2024 10:00 Trabzonspor v Fenerbahce - Turkish Super Lig TRABZON, TURKIYE - MARCH 17: An aerial view of supporters entering on the pitch after the Turkish Super Lig week 30 football match between Trabzonspor and Fenerbahce at Papara Park in Trabzon, Turkiye on March 17, 2024. (Photo by Enes Sansar/Anadolu via Getty Images) Tyrkneska liðið Trabzonspor þarf að leika sex leiki fyrir luktum dyrum í refsingarskyni eftir að áhorfendur ruddust inn á völlinn í leik liðsins gegn Fenerbahce í síðasta mánuði. Óeirðir brutust út eftir 3-2 sigur Fenerbahce þegar stuðningsmenn Trabzonspor ruddust inn á völlinn og réðust á öryggisverði og leikmenn Fenerbahce. Í kjölfarið var tekin ákvörðun innan Fenerbahce um að félagið myndi ákveða með atkvæðagreiðslu hvort liðið yrði dregið úr deildarkeppninni í Tyrklandi. Sú tillaga var hins vegar felld og munu nítjánfaldir meistarar Fenerbache því halda keppni áfram í tyrknesku deildinni. „Á öllum okkar fundum var það að draga liðið úr keppni sá möguleiki sem okkur leist verst á,“ sagði Ali Koc, stjórnarformaður Fenerbahce. Leika fyrir luktum dyrum Trabzonspor hefur hins vegar fengið refsingu fyrir óeirðir sinna stuðningsmanna þetta kvöld og mun liðið þurfa að leika sex leiki fyrir luktum dyrum. Þá hefur félaginu einnig verið gert að greiða sekt upp á þrjár milljónir líra, sem samsvarar um rúmlega þrettán milljónum króna. Eins og áður segir brutust óeirðirnar út að leik loknum eftir 3-2 sigur Fenerbahce. Mikill hiti var í fólki og hófust lætin í raun á 87. mínútu leiksins þegar Michy Batshuayi skoraði sigurmark gestanna og áhorfendur grýttu hlutum í átt að honum er hann fagnaði markinu. Að leik loknum nýttu leikmenn Fenerbahce svo tækifærið til að strá salti í sár stuðningsmanna Trabzonspor með því að fagna vel og lengi inni á miðjum vellinum. Tyrkneski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Óeirðir brutust út eftir 3-2 sigur Fenerbahce þegar stuðningsmenn Trabzonspor ruddust inn á völlinn og réðust á öryggisverði og leikmenn Fenerbahce. Í kjölfarið var tekin ákvörðun innan Fenerbahce um að félagið myndi ákveða með atkvæðagreiðslu hvort liðið yrði dregið úr deildarkeppninni í Tyrklandi. Sú tillaga var hins vegar felld og munu nítjánfaldir meistarar Fenerbache því halda keppni áfram í tyrknesku deildinni. „Á öllum okkar fundum var það að draga liðið úr keppni sá möguleiki sem okkur leist verst á,“ sagði Ali Koc, stjórnarformaður Fenerbahce. Leika fyrir luktum dyrum Trabzonspor hefur hins vegar fengið refsingu fyrir óeirðir sinna stuðningsmanna þetta kvöld og mun liðið þurfa að leika sex leiki fyrir luktum dyrum. Þá hefur félaginu einnig verið gert að greiða sekt upp á þrjár milljónir líra, sem samsvarar um rúmlega þrettán milljónum króna. Eins og áður segir brutust óeirðirnar út að leik loknum eftir 3-2 sigur Fenerbahce. Mikill hiti var í fólki og hófust lætin í raun á 87. mínútu leiksins þegar Michy Batshuayi skoraði sigurmark gestanna og áhorfendur grýttu hlutum í átt að honum er hann fagnaði markinu. Að leik loknum nýttu leikmenn Fenerbahce svo tækifærið til að strá salti í sár stuðningsmanna Trabzonspor með því að fagna vel og lengi inni á miðjum vellinum.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira