Æfðu víti með hátalara á vellinum og Glódís beðin um að taka það síðasta Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2024 15:30 Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins og stórliðs Bayern München. vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir er sannur leiðtogi og fyrirliði bæði Bayern München og íslenska landsliðsins, sem á morgun mætir Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM í fótbolta. Glódís sýndi leiðtogaeiginleika sína á sunnudaginn, á páskadag, þegar hún var beðin um að taka mögulegt úrslitavíti fyrir Bayern í leik við Frankfurt, eftir 1-1 jafntefli liðanna í undanúrslitum þýska bikarsins. Mikið var í húfi fyrir Bayern sem þrátt fyrir að vera Þýskalandsmeistari hefur lengi beðið eftir því að spila til úrslita í þýska bikarnum. Glódís var hins vegar ekki í vafa um að samþykkja það að taka fimmtu spyrnu Bayern, sem hún þurfti þó á endanum ekki að taka því Bayern hafði þegar tryggt sér sigur áður en að henni kom. „Það eru sex ár síðan að Bayern fór síðast í bikarúrslit svo þetta var risastórt fyrir klúbbinn og eitt af markmiðum okkar í ár. Ég átti að taka fimmta vítið, þannig að ég var gríðarlega ánægð að við kláruðum þetta fyrir það,“ sagði Glódís hlæjandi á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn mikilvæga við Pólland á Kópavogsvelli á morgun. Glódís segir að leikmenn hafi verið vel undir það búnir að þurfa mögulega að fara í vítaspyrnukeppni gegn Frankfurt, og vítin voru æfð undir upptöku af látum í stuðningsmönnum. „Við vorum ótrúlega vel undirbúnar fyrir þetta. Það tóku allar víti fyrir leik og við vorum með hátalara úti á velli með látum. Þeir [þjálfararnir] voru því búnir að sjá okkur allar taka víti og þegar kom að þessu þá gengu þeir um og spurðu. Þeir spurðu hvort ég vildi taka fimmta vítið og ég sagði bara: „já, já, ekkert mál“,“ segir Glódís sem mætir kunnuglegum andstæðingi, Wolfsburg, í bikarúrslitaleiknum. Klippa: Glódís samþykkti að taka lokavíti Bayern Uppselt og hörkustríð gegn Sveindísi í uppsiglingu „Þetta verður gríðarlega skemmtilegur úrslitaleikur. Uppselt, 50.000 manns að fara að mæta, og þetta verður hörkustríð á milli okkar og Wolfsburg, sem er ótrúlega skemmtilegt.“ Glódís og samherjar hennar eru í dauðafæri á að vinna tvöfalt í Þýskalandi í ár, eftir 4-0 stórsigur gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðasta deildarleik. Bayern er sjö stigum fyrir ofan Wolfsburg þegar fimm umferðir eru eftir af þýsku deildinni. „Við erum búnar að vera að spila mikið af mjög mikilvægum leikjum undanfarið og náðum í gríðarlega mikilvægan sigur á útivelli gegn Wolfsburg sem kom okkur í góða stöðu í deildinni. Það er samt nóg eftir ennþá og við erum ekkert búnar að missa haus eða komnar fram úr okkur. Við þurfum að passa okkur.“ Leikur Íslands og Póllands er á Kópavogsvelli á morgun klukkan 16:45. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Íslenski boltinn Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Real Oviedo - Barcelona | Vilja ekki missa Real of langt frá sér Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Sjá meira
Glódís sýndi leiðtogaeiginleika sína á sunnudaginn, á páskadag, þegar hún var beðin um að taka mögulegt úrslitavíti fyrir Bayern í leik við Frankfurt, eftir 1-1 jafntefli liðanna í undanúrslitum þýska bikarsins. Mikið var í húfi fyrir Bayern sem þrátt fyrir að vera Þýskalandsmeistari hefur lengi beðið eftir því að spila til úrslita í þýska bikarnum. Glódís var hins vegar ekki í vafa um að samþykkja það að taka fimmtu spyrnu Bayern, sem hún þurfti þó á endanum ekki að taka því Bayern hafði þegar tryggt sér sigur áður en að henni kom. „Það eru sex ár síðan að Bayern fór síðast í bikarúrslit svo þetta var risastórt fyrir klúbbinn og eitt af markmiðum okkar í ár. Ég átti að taka fimmta vítið, þannig að ég var gríðarlega ánægð að við kláruðum þetta fyrir það,“ sagði Glódís hlæjandi á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn mikilvæga við Pólland á Kópavogsvelli á morgun. Glódís segir að leikmenn hafi verið vel undir það búnir að þurfa mögulega að fara í vítaspyrnukeppni gegn Frankfurt, og vítin voru æfð undir upptöku af látum í stuðningsmönnum. „Við vorum ótrúlega vel undirbúnar fyrir þetta. Það tóku allar víti fyrir leik og við vorum með hátalara úti á velli með látum. Þeir [þjálfararnir] voru því búnir að sjá okkur allar taka víti og þegar kom að þessu þá gengu þeir um og spurðu. Þeir spurðu hvort ég vildi taka fimmta vítið og ég sagði bara: „já, já, ekkert mál“,“ segir Glódís sem mætir kunnuglegum andstæðingi, Wolfsburg, í bikarúrslitaleiknum. Klippa: Glódís samþykkti að taka lokavíti Bayern Uppselt og hörkustríð gegn Sveindísi í uppsiglingu „Þetta verður gríðarlega skemmtilegur úrslitaleikur. Uppselt, 50.000 manns að fara að mæta, og þetta verður hörkustríð á milli okkar og Wolfsburg, sem er ótrúlega skemmtilegt.“ Glódís og samherjar hennar eru í dauðafæri á að vinna tvöfalt í Þýskalandi í ár, eftir 4-0 stórsigur gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðasta deildarleik. Bayern er sjö stigum fyrir ofan Wolfsburg þegar fimm umferðir eru eftir af þýsku deildinni. „Við erum búnar að vera að spila mikið af mjög mikilvægum leikjum undanfarið og náðum í gríðarlega mikilvægan sigur á útivelli gegn Wolfsburg sem kom okkur í góða stöðu í deildinni. Það er samt nóg eftir ennþá og við erum ekkert búnar að missa haus eða komnar fram úr okkur. Við þurfum að passa okkur.“ Leikur Íslands og Póllands er á Kópavogsvelli á morgun klukkan 16:45. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Íslenski boltinn Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Real Oviedo - Barcelona | Vilja ekki missa Real of langt frá sér Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Sjá meira
Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00