Einn besti framherji heims í Kópavogi í dag: „Þeirra langbesti leikmaður“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2024 10:30 Ewa Pajor er algjör markamaskína eins og hún hefur sýnt í búningi Póllands og Wolfsburg. EPA-EFE/Marcin Gadomski Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta byrjar nýja undankeppni fyrir EM á Kópavogsvelli í dag, með leik við Pólland. Í pólska liðinu er markadrottningin Ewa Pajor langþekktasta nafnið. Pajor hefur raðað inn mörkum fyrir Wolfsburg og pólska landsliðið undanfarin ár og varð til að mynda markahæst í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Hún hefur undanfarið verið orðuð við metsölu til Manchester United. Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir þekkir Pajor vel og hrósaði henni í hástert á blaðamannafundi í gær. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir hins vegar ekki ástæðu til að einblína á Pajor. „Hún er náttúrulega einn af betri framherjum heimsins í dag,“ segir Glódís og bætir við: „Hún er fljót, hún er klár, hún er gríðarlega vinnusöm og gerir mikla vinnu bæði með og án bolta. Hún er klárlega þeirra langbesti leikmaður og við þurfum alltaf að hafa auga á henni. Það er alltaf gaman að spila á móti þannig leikmönnum þannig að þetta verður skemmtilegt verkefni.“ Þorsteinn skaut á blaðamenn þegar nafn Pajor bar á góma á blaðamannafundinum í gær. „ÞIÐ eruð reyndar að tala mikið um Ewu Pajor,“ sagði Þorsteinn þegar nefnt var að Pajor hefði verið mikið í umræðunni í aðdraganda leiksins. „Ég held að ég hafi nefnt hana einu sinni á fundi og sýnt kannski þrjár klippur af henni,“ sagði Þorsteinn og bætti við: „Við erum ekkert að horfa á eitthvað „ding, ding, hún er þetta“. Við erum að horfa í það frekar að hún geti náð því, og þá þurfum við að horfa á hina leikmennina og hvað þær eru að gera. Við vitum að ef við stoppum ekki hina leikmennina, í að spila í rétt „moment“ fyrir hana, þá erum við í vandræðum.“ Ewa Pajor skoraði gegn Íslandi í 3-1 sigri Íslands, þegar liðin mættust í vináttulandsleik í aðdraganda EM sumarið 2022. Hér er Guðrún Arnardóttir til varnar gegn henni.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Pajor skoraði eina mark Póllands og kom liðinu yfir, í 3-1 tapi gegn Íslandi í vináttulandsleik sumarið 2022. Leikurinn við Pólland í dag, sem hefst klukkan 16:45, er fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM sem spiluð verður á næstu þremur mánuðum. Ísland er í riðli með Póllandi, Þýskalandi og Austurríki, og komast tvö þessara liða beint á EM en hin tvö fara í umspil, því Ísland spilar í A-deild keppninnar sem er sú sterkasta. „Þetta eru sex leikir og efstu tvö liðin tryggja sæti beint á EM. Það er markmiðið sem við setjum okkur fyrir þessa riðlakeppni, og við teljum okkur eiga möguleika á því. En hver leikur er jafnmikilvægur og annar, og við þurfum að gefa allt í þetta og sjá hverju það skilar fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Æfðu víti með hátalara á vellinum og Glódís beðin um að taka það síðasta Glódís Perla Viggósdóttir er sannur leiðtogi og fyrirliði bæði Bayern München og íslenska landsliðsins, sem á morgun mætir Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM í fótbolta. 4. apríl 2024 15:30 Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira
Pajor hefur raðað inn mörkum fyrir Wolfsburg og pólska landsliðið undanfarin ár og varð til að mynda markahæst í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Hún hefur undanfarið verið orðuð við metsölu til Manchester United. Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir þekkir Pajor vel og hrósaði henni í hástert á blaðamannafundi í gær. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir hins vegar ekki ástæðu til að einblína á Pajor. „Hún er náttúrulega einn af betri framherjum heimsins í dag,“ segir Glódís og bætir við: „Hún er fljót, hún er klár, hún er gríðarlega vinnusöm og gerir mikla vinnu bæði með og án bolta. Hún er klárlega þeirra langbesti leikmaður og við þurfum alltaf að hafa auga á henni. Það er alltaf gaman að spila á móti þannig leikmönnum þannig að þetta verður skemmtilegt verkefni.“ Þorsteinn skaut á blaðamenn þegar nafn Pajor bar á góma á blaðamannafundinum í gær. „ÞIÐ eruð reyndar að tala mikið um Ewu Pajor,“ sagði Þorsteinn þegar nefnt var að Pajor hefði verið mikið í umræðunni í aðdraganda leiksins. „Ég held að ég hafi nefnt hana einu sinni á fundi og sýnt kannski þrjár klippur af henni,“ sagði Þorsteinn og bætti við: „Við erum ekkert að horfa á eitthvað „ding, ding, hún er þetta“. Við erum að horfa í það frekar að hún geti náð því, og þá þurfum við að horfa á hina leikmennina og hvað þær eru að gera. Við vitum að ef við stoppum ekki hina leikmennina, í að spila í rétt „moment“ fyrir hana, þá erum við í vandræðum.“ Ewa Pajor skoraði gegn Íslandi í 3-1 sigri Íslands, þegar liðin mættust í vináttulandsleik í aðdraganda EM sumarið 2022. Hér er Guðrún Arnardóttir til varnar gegn henni.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Pajor skoraði eina mark Póllands og kom liðinu yfir, í 3-1 tapi gegn Íslandi í vináttulandsleik sumarið 2022. Leikurinn við Pólland í dag, sem hefst klukkan 16:45, er fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM sem spiluð verður á næstu þremur mánuðum. Ísland er í riðli með Póllandi, Þýskalandi og Austurríki, og komast tvö þessara liða beint á EM en hin tvö fara í umspil, því Ísland spilar í A-deild keppninnar sem er sú sterkasta. „Þetta eru sex leikir og efstu tvö liðin tryggja sæti beint á EM. Það er markmiðið sem við setjum okkur fyrir þessa riðlakeppni, og við teljum okkur eiga möguleika á því. En hver leikur er jafnmikilvægur og annar, og við þurfum að gefa allt í þetta og sjá hverju það skilar fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Æfðu víti með hátalara á vellinum og Glódís beðin um að taka það síðasta Glódís Perla Viggósdóttir er sannur leiðtogi og fyrirliði bæði Bayern München og íslenska landsliðsins, sem á morgun mætir Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM í fótbolta. 4. apríl 2024 15:30 Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira
Æfðu víti með hátalara á vellinum og Glódís beðin um að taka það síðasta Glódís Perla Viggósdóttir er sannur leiðtogi og fyrirliði bæði Bayern München og íslenska landsliðsins, sem á morgun mætir Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM í fótbolta. 4. apríl 2024 15:30
Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00