Logi kom heimamönnum í Strømsgodset yfir á 62. mínútu og reyndist það eina mark leiksins. Niðurstaðan því 1-0 sigur heimamanna sem nú eru með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðir deildarinnar, en liðið mátti þola 4-0 tap gegn Molde í fyrstu umferð.
Á sama tíma vann Molde einmitt 0-1 sigur gegn Íslendingaliði HamKam þar sem Brynjar Bjarnason var í byrjunarliði HamKam. Þá máttu Óskar Hrafn Þorvaldsson og lærisveinar hans í Haugesund þola 0-1 tap gegn Lillestrøm.
Í dönsku deildinni skoraði Orri Steinn Óskarsson eina mark FCK er liðið mátti þola 2-1 tap gegn Nordsjælland, en tapið þýðir að Kaupmannahafnarliðið er svo gott sem búið að stimpla sig úr titilbaráttunni.