„Við fórum mögulega smá í svona krúskontról á slæman hátt“ Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2024 22:59 Atli Sigurjónsson fær hjálp frá liðsfélögum sínum eftir að hafa skorað fyrir KR. Vísir/Anton Brink Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, var að vonum sáttur eftir dramatískan 4-3 sigur KR gegn Fylki í Árbænum nú í kvöld. „Fyrstu viðbrögð eru svona smá svekkelsi með það hvernig við enduðum leikinn en þegar maður er búinn að jafna sig á því þá er þetta bara góður sigur.“ Sagði Atli strax að leik loknum. Atli hefur verið einn af mikilvægustu mönnum KR á undanförnum árum en hefur því miður ekki geta leikið mikið með KR á undirbúningstímabilinu. Atli kom inn á í upphafi seinni hálfleiks eftir að Hrafn Tómasson þurfti að fara meiddur af velli en hann hafði komið inn á í fyrri hálfleik fyrir Aron Sigurðarson. Atli var því þriðji maðurinn í dag til að leika á vinstri vængnum fyrir KR og tókst heldur betur að setja mark sitt á leikinn. En hvernig er að vera kominn aftur á völlinn? „Það var auðvitað mjög gaman. Það er búið að vera frekar leiðinlegt að spila engan fótbolta í sirka hálft ár en þetta var bara geggjað. Góð mæting í stúkuna hörkuleikur auðvitað. Ég er kominn í fínt form, kem ábyggilega inn af bekknum í einn eða tvo leiki í viðbót, mesta lagi þrjá og svo er ég klár í 90 mínútur.“ Atli skoraði glæsilegt mark eftir að hafa tekið ábyggilega 50 metra sprett þegar hann slapp einn í gegn eftir að KR-ingar náðu að hreinsa boltann fram. Atli lá aðeins eftir sprettinn en tókst þó að klára leikinn. „Hann (Ólafur Kristófer, markvörður Fylkis) lenti svolítið illa ofan á öxlinni á mér en það jafnar sig fljótt hugsa ég.“ Atli kom svo KR 4-1 yfir þegar um það bil 10 mínútur voru eftir af leiknum en við slökuðu KR-ingar full mikið á og það mátti ekki miklu muna að heimamenn jöfnuðu undir lok leiksins. „Við verðum smá kærulausir. Við fórum mögulega smá í svona krúskontról á slæman hátt eftir að við komumst 4-1 yfir. Mér fannst við verða værukærir og já þetta var bara alls ekki gott og eitthvað sem við þurfum að skoða og passa að þetta gerist ekki aftur.“ Besta deild karla KR Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR vann sterkan 3-4 sigur er liðið heimsótti Fylki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þrjú mörk á tíu mínútna kafla kláruðu dæmið fyrir gestina. 7. apríl 2024 18:31 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru svona smá svekkelsi með það hvernig við enduðum leikinn en þegar maður er búinn að jafna sig á því þá er þetta bara góður sigur.“ Sagði Atli strax að leik loknum. Atli hefur verið einn af mikilvægustu mönnum KR á undanförnum árum en hefur því miður ekki geta leikið mikið með KR á undirbúningstímabilinu. Atli kom inn á í upphafi seinni hálfleiks eftir að Hrafn Tómasson þurfti að fara meiddur af velli en hann hafði komið inn á í fyrri hálfleik fyrir Aron Sigurðarson. Atli var því þriðji maðurinn í dag til að leika á vinstri vængnum fyrir KR og tókst heldur betur að setja mark sitt á leikinn. En hvernig er að vera kominn aftur á völlinn? „Það var auðvitað mjög gaman. Það er búið að vera frekar leiðinlegt að spila engan fótbolta í sirka hálft ár en þetta var bara geggjað. Góð mæting í stúkuna hörkuleikur auðvitað. Ég er kominn í fínt form, kem ábyggilega inn af bekknum í einn eða tvo leiki í viðbót, mesta lagi þrjá og svo er ég klár í 90 mínútur.“ Atli skoraði glæsilegt mark eftir að hafa tekið ábyggilega 50 metra sprett þegar hann slapp einn í gegn eftir að KR-ingar náðu að hreinsa boltann fram. Atli lá aðeins eftir sprettinn en tókst þó að klára leikinn. „Hann (Ólafur Kristófer, markvörður Fylkis) lenti svolítið illa ofan á öxlinni á mér en það jafnar sig fljótt hugsa ég.“ Atli kom svo KR 4-1 yfir þegar um það bil 10 mínútur voru eftir af leiknum en við slökuðu KR-ingar full mikið á og það mátti ekki miklu muna að heimamenn jöfnuðu undir lok leiksins. „Við verðum smá kærulausir. Við fórum mögulega smá í svona krúskontról á slæman hátt eftir að við komumst 4-1 yfir. Mér fannst við verða værukærir og já þetta var bara alls ekki gott og eitthvað sem við þurfum að skoða og passa að þetta gerist ekki aftur.“
Besta deild karla KR Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR vann sterkan 3-4 sigur er liðið heimsótti Fylki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þrjú mörk á tíu mínútna kafla kláruðu dæmið fyrir gestina. 7. apríl 2024 18:31 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR vann sterkan 3-4 sigur er liðið heimsótti Fylki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þrjú mörk á tíu mínútna kafla kláruðu dæmið fyrir gestina. 7. apríl 2024 18:31
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti