Bridget Jones 4 kemur út á næsta ári Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. apríl 2024 10:16 Renee Zellweger og Hugh Grant sem þau Bridget Jones og Daniel Cleaver í annarri myndinni um hina seinheppnu Jones Universal Fjórða myndin um hina seinheppnu en elskulegu Bridget Jones fer brátt í framleiðslu. Áætlað er að myndin verði sýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum á sjálfan Valentínusardag strax á næsta ári. Myndin mun bera heitið Bridget Jones: Mad About the Boy og mun Renee Zellweger auðvitað fara með hlutverk Bridget að nýju. Þá munu þau Emma Thompson og Hugh Grant einnig mæta aftur í gömlum hlutverkum. Nýja myndin byggir á nýjustu bókinni um Bridget eftir höfundinn Helen Fielding sem ber einmitt sama nafnið. Bókin kom út árið 2013. Fyrsta myndin með Renee Zellweger í aðalhlutverki og þeim Colin Firth og Hugh Grant kom út árið 2001 og sló í gegn á heimsvísu. Árið 2004 kom svo út framhald, Bridget Jones: The Edge of Reason. Árin liðu og það var ekki fyrr en árið 2016 sem þriðja myndin um þessa seinheppnu fréttakonu kom út. Við það tilefni eignaðist hún barn líkt og fram kemur í titli myndarinnar: Bridget Jones's Baby. Í nýju myndinni sem kemur út á næsta ári er Bridget orðin tveggja barna móðir á sextugsaldri. Hún er í þokkabót orðin ekkja þar sem elskhugi hennar Mark Darcy, leikinn af Colin Firth, er látinn. Sérstaka athygli vekur að Hugh Grant mun spila stærri rullu í fjórðu myndinni sem Daniel Cleaver en hann kom svo gott sem ekkert við sögu í þeirri þriðju. Stikluna fyrir þriðju myndina má horfa hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Myndin mun bera heitið Bridget Jones: Mad About the Boy og mun Renee Zellweger auðvitað fara með hlutverk Bridget að nýju. Þá munu þau Emma Thompson og Hugh Grant einnig mæta aftur í gömlum hlutverkum. Nýja myndin byggir á nýjustu bókinni um Bridget eftir höfundinn Helen Fielding sem ber einmitt sama nafnið. Bókin kom út árið 2013. Fyrsta myndin með Renee Zellweger í aðalhlutverki og þeim Colin Firth og Hugh Grant kom út árið 2001 og sló í gegn á heimsvísu. Árið 2004 kom svo út framhald, Bridget Jones: The Edge of Reason. Árin liðu og það var ekki fyrr en árið 2016 sem þriðja myndin um þessa seinheppnu fréttakonu kom út. Við það tilefni eignaðist hún barn líkt og fram kemur í titli myndarinnar: Bridget Jones's Baby. Í nýju myndinni sem kemur út á næsta ári er Bridget orðin tveggja barna móðir á sextugsaldri. Hún er í þokkabót orðin ekkja þar sem elskhugi hennar Mark Darcy, leikinn af Colin Firth, er látinn. Sérstaka athygli vekur að Hugh Grant mun spila stærri rullu í fjórðu myndinni sem Daniel Cleaver en hann kom svo gott sem ekkert við sögu í þeirri þriðju. Stikluna fyrir þriðju myndina má horfa hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira