Þórsarar enn ósigraðir á tímabilinu Arnar Gauti Bjarkason skrifar 10. apríl 2024 17:02 Leiklýsendurnir kvöldsins voru félagarnir Steingrímur Viðar Karlsson eða ,,Fenrisúlfur” og Kristófer Óli Birkisson eða ,,Coca_Kroli" GR Verk deildin í Rocket League hóf göngu sína á ný í gær með byrjun 3. umferðar þar sem þrjár viðureignir voru spilaðar. OMON áttu fyrstu viðureign kvöldsins gegn 354 en sú viðureign hófst með tæpum 2-1 sigri, 354 í vil. OMON svöruðu andstæðingum sínum þó af mikilli hörku í leik tvö sem fór 2-0 fyrir OMON en 354 voru greinilega gráir fyrir járnum í þessari viðureign þar sem næstu tveir leikir fóru 4-2 og síðan 7-2, 354 í vil. Lauk þeirri viðureign þar af leiðandi 3-1 fyrir 354. Mikil eftirvænting var fyrir toppbaráttu DUSTY og OGV en þó tókst DUSTY-mönnum að gjörsigra viðureignina. Fyrsti leikurinn fór 2-0 fyrir DUSTY og reyndu OGV að leita hefnda í öðrum leiknum sem gekk þó ekki upp þar sem DUSTY skoruðu lokamarkið í 8 sekúndna framlengingu. Sá leikur endaði með 6-5 sigri DUSTY-manna. OGV létu þó ekki deigan síga í þriðja leik viðureignarinnar og börðust af miklum krafti en það dugði ekki til þar sem DUSTY náði yfirhöndinni að lokum og skoruðu lokamark viðureignarinnar í framlengingu sem stóð í 1 mínútu og 43 sekúndur. Lokatölur þessa leiks voru 2-1 fyrir DUSTY og þar af leiðandi 3-0 í viðureigninni sjálfri. Þórsarar og Quick Esports mættust í síðustu viðureign kvöldsins en Quick Esports höfðu ekki roð við Þórsum þar sem að þeir náðu aðeins að skora 1 mark í allri viðureigninni. Fyrsti leikurinn fór 6-0, annar leikurinn 5-1 og sá þriðji 5-0 þar sem Þórsarar fóru með sigur af hólmi í viðureign sinni gegn Quick Esports. Þórsarar eru efstir í deildinni og hafa enn ekki tapað leik. Stutt á eftir koma DUSTY sem hafa einnig unnið allar viðureignir sínar en þó tapað einum leik gegn OMON í síðustu viku. Á eftir DUSTY koma síðan OGV sem hafa aðeins tapað einni viðureign. Síðan koma 354 Esports með stigaskorið 1-2 og þar á eftir OMON og Quick Esports sem eiga enn eftir að sigra viðureign. Nálgast má stöðu deildarinnar á Liquipedia síðu deildarinnar. Á Liquipedia síðu deildarinnar má sjá að Þórsar hafa ekki tapað 1 leik í viðureignum sínum Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu næstu umferðar á morgun þann 11. apríl kl. 19:40 á streymisrás íslenska Rocket League samfélagsins. Rafíþróttir Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti
OMON áttu fyrstu viðureign kvöldsins gegn 354 en sú viðureign hófst með tæpum 2-1 sigri, 354 í vil. OMON svöruðu andstæðingum sínum þó af mikilli hörku í leik tvö sem fór 2-0 fyrir OMON en 354 voru greinilega gráir fyrir járnum í þessari viðureign þar sem næstu tveir leikir fóru 4-2 og síðan 7-2, 354 í vil. Lauk þeirri viðureign þar af leiðandi 3-1 fyrir 354. Mikil eftirvænting var fyrir toppbaráttu DUSTY og OGV en þó tókst DUSTY-mönnum að gjörsigra viðureignina. Fyrsti leikurinn fór 2-0 fyrir DUSTY og reyndu OGV að leita hefnda í öðrum leiknum sem gekk þó ekki upp þar sem DUSTY skoruðu lokamarkið í 8 sekúndna framlengingu. Sá leikur endaði með 6-5 sigri DUSTY-manna. OGV létu þó ekki deigan síga í þriðja leik viðureignarinnar og börðust af miklum krafti en það dugði ekki til þar sem DUSTY náði yfirhöndinni að lokum og skoruðu lokamark viðureignarinnar í framlengingu sem stóð í 1 mínútu og 43 sekúndur. Lokatölur þessa leiks voru 2-1 fyrir DUSTY og þar af leiðandi 3-0 í viðureigninni sjálfri. Þórsarar og Quick Esports mættust í síðustu viðureign kvöldsins en Quick Esports höfðu ekki roð við Þórsum þar sem að þeir náðu aðeins að skora 1 mark í allri viðureigninni. Fyrsti leikurinn fór 6-0, annar leikurinn 5-1 og sá þriðji 5-0 þar sem Þórsarar fóru með sigur af hólmi í viðureign sinni gegn Quick Esports. Þórsarar eru efstir í deildinni og hafa enn ekki tapað leik. Stutt á eftir koma DUSTY sem hafa einnig unnið allar viðureignir sínar en þó tapað einum leik gegn OMON í síðustu viku. Á eftir DUSTY koma síðan OGV sem hafa aðeins tapað einni viðureign. Síðan koma 354 Esports með stigaskorið 1-2 og þar á eftir OMON og Quick Esports sem eiga enn eftir að sigra viðureign. Nálgast má stöðu deildarinnar á Liquipedia síðu deildarinnar. Á Liquipedia síðu deildarinnar má sjá að Þórsar hafa ekki tapað 1 leik í viðureignum sínum Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu næstu umferðar á morgun þann 11. apríl kl. 19:40 á streymisrás íslenska Rocket League samfélagsins.
Rafíþróttir Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti