„Þetta þarf Kjartan að taka af Keflvíkingum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2024 11:01 Remy Martin er illviðráðanlegur þegar hann kemst á flug og það verður krefjandi verkefni fyrir Álftanesliðið að stoppa hann. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar unnu sinn fyrsta titil í tólf ár þegar þeir urðu bikarmeistarar á dögunum og í kvöld hefst vegferð þeirra að reyna að enda líka sextán ára bið eftir Íslandsmeistaratitlinum. Úrslitakeppni karlakörfuboltans hófst í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld. Í kvöld hefst meðal annars einvígi Keflavíkur og nýliða frá Álftanesi en Álftanesliðið er í úrslitakeppni í fyrsta skiptið. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Hafa verið mjög góðir að undanförnu „Keflvíkingarnir hafa verið mjög góðir að undanförnu og unnu báða leikina á móti Álftanesi á þessu tímabili. Þeir unnu í Forsetahöllinni án Remy Martin í framlengdum leik. Þeir unnu fyrri leikinn síðan sannfærandi,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það er mjög mikilvægt á móti Keflavík að þú mátt helst ekki missa boltann í lifandi leik því þá færðu þá beint í andlitið,“ sagði Teitur. „Þetta er kannski bara styrkleikurinn hjá Keflavík og svo eru þeir með þennan mann (Remy Martin) sem getur búið til mikið úr engu. Hann breytir leikjum,“ sagði Teitur. „Álftanes er líka ekki hraðasta liðið í deildinni. Að eiga við þennan hraða, Helgi, getur verið mjög erfitt fyrir Kjartan Atla (Kjartansson) og hans menn,“ sagði Stefán. Mun snúast um tempó „Þetta einvígi mun snúast um tempó. Hver nær að stýra því, stjórna tempóinu, eða hver nær að hægja á leiknum. Pétur vill hlaupa, hlaupa, hlaupa,“ sagði Helgi. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Keflavíkur og Álftaness „Það mun mikið mæða á Herði að stýra tempóinu. Ég ímynda mér að hann byrji í því hlutverki að hamast í Remy. Burt séð frá því hvað Hörður gerir sóknarlega þá snýst þetta aðallega um það hjá honum að hægja á leiknum, róa þetta niður og fá þetta á hálfan völl. Finna (Norbertas) Giga, (Douglas) Wilson og Hauk (Helga Pálsson) í góðum stöðum og reyna að gera þetta bara eins erfitt fyrir Keflavík og hægt er,“ sagði Helgi. „Álftanes vill fara í fimm á fimm leik af því að þar er styrkleiki Álftaness. Þeir eru gott varnarlið fimm á móti fimm. Þeir eru mjög sterkir þar og þeir eru með stóra menn og góða varnarmenn undir körfunni,“ sagði Teitur. Ókeypis körfur „Síðan þurfa þeir bara að vera skynsamir, klára sínar sóknir vel með skotum og verjast vel þegar boltinn er að skipta um hendur. Vera alltaf í góðu jafnvægi þannig að þeir fái ekki mikið af sniðskotum á móti sér. Þar sem Keflavík skorar það sem ég kalla ókeypis körfur. Þar sem þú færð ekki einu sinni tækifæri til að spila vörn,“ sagði Teitur. „Þetta þarf Kjartan að taka af Keflvíkingum. Besta aðferðin til að hægja á þeim er að skora í körfuna þeirra og þeir þurfa að taka boltann inn,“ sagði Teitur. Leikur Keflavíkur og Álftaness hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Grindavíkur og Tindastóls hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Keflavíkur og Álftaness og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphitunina í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF UMF Álftanes Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Úrslitakeppni karlakörfuboltans hófst í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld. Í kvöld hefst meðal annars einvígi Keflavíkur og nýliða frá Álftanesi en Álftanesliðið er í úrslitakeppni í fyrsta skiptið. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Hafa verið mjög góðir að undanförnu „Keflvíkingarnir hafa verið mjög góðir að undanförnu og unnu báða leikina á móti Álftanesi á þessu tímabili. Þeir unnu í Forsetahöllinni án Remy Martin í framlengdum leik. Þeir unnu fyrri leikinn síðan sannfærandi,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það er mjög mikilvægt á móti Keflavík að þú mátt helst ekki missa boltann í lifandi leik því þá færðu þá beint í andlitið,“ sagði Teitur. „Þetta er kannski bara styrkleikurinn hjá Keflavík og svo eru þeir með þennan mann (Remy Martin) sem getur búið til mikið úr engu. Hann breytir leikjum,“ sagði Teitur. „Álftanes er líka ekki hraðasta liðið í deildinni. Að eiga við þennan hraða, Helgi, getur verið mjög erfitt fyrir Kjartan Atla (Kjartansson) og hans menn,“ sagði Stefán. Mun snúast um tempó „Þetta einvígi mun snúast um tempó. Hver nær að stýra því, stjórna tempóinu, eða hver nær að hægja á leiknum. Pétur vill hlaupa, hlaupa, hlaupa,“ sagði Helgi. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Keflavíkur og Álftaness „Það mun mikið mæða á Herði að stýra tempóinu. Ég ímynda mér að hann byrji í því hlutverki að hamast í Remy. Burt séð frá því hvað Hörður gerir sóknarlega þá snýst þetta aðallega um það hjá honum að hægja á leiknum, róa þetta niður og fá þetta á hálfan völl. Finna (Norbertas) Giga, (Douglas) Wilson og Hauk (Helga Pálsson) í góðum stöðum og reyna að gera þetta bara eins erfitt fyrir Keflavík og hægt er,“ sagði Helgi. „Álftanes vill fara í fimm á fimm leik af því að þar er styrkleiki Álftaness. Þeir eru gott varnarlið fimm á móti fimm. Þeir eru mjög sterkir þar og þeir eru með stóra menn og góða varnarmenn undir körfunni,“ sagði Teitur. Ókeypis körfur „Síðan þurfa þeir bara að vera skynsamir, klára sínar sóknir vel með skotum og verjast vel þegar boltinn er að skipta um hendur. Vera alltaf í góðu jafnvægi þannig að þeir fái ekki mikið af sniðskotum á móti sér. Þar sem Keflavík skorar það sem ég kalla ókeypis körfur. Þar sem þú færð ekki einu sinni tækifæri til að spila vörn,“ sagði Teitur. „Þetta þarf Kjartan að taka af Keflvíkingum. Besta aðferðin til að hægja á þeim er að skora í körfuna þeirra og þeir þurfa að taka boltann inn,“ sagði Teitur. Leikur Keflavíkur og Álftaness hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Grindavíkur og Tindastóls hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Keflavíkur og Álftaness og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphitunina í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF UMF Álftanes Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins