Þar fá Edda Andrésdóttir og Páll Magnússon til sín gesti sem tengdust atburðum eða fréttum valinna ára og kryfja málin í léttri sex þátta fréttatengdri mannlífs- og skemmtiþáttaseríu. Í þættinum á sunnudaginn var farið yfir árið 2007, ár vellystingar, eyðslu og lántöku.
„Ég skammast mín, ég sé hérna einn félaga úr gildinu, þeir hefðu aldrei átt að hleypa mér inn, allavega ekki mér, ég allavega er þarna á fölskum forsendum,“ segir Katrín meðal annars hlæjandi í þættinum.
Þar vísar hún til þess að hún er meðlimur í Hinu íslenska töframannagildi, sem er félagsskapur töframanna hér á landi. Hún hefur lengi haft áhuga á töfrabrögðum og sýnt töfrabrögð við vel valin tækifæri.
„Þetta töfrabragð er ekki ætlað fyrir áhorfendur fyrir bak við mann, en þið takið eftir því að ég er með tvo fætur,“ segir Katrín áður en hún lætur til skarar skríða.