Spá því að verðbólga hjaðni Jón Þór Stefánsson skrifar 12. apríl 2024 11:27 Bankinn telur að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,6 prósent í apríl frá fyrri mánuði. Vísir/Vilhelm Ársverðbólga mun hjaðna á ný í apríl og á næstu fjórðungum eftir nokkuð óvænta hækkun síðasta mánaðar, þessu spáir Íslandsbanki í verðbólguspá sinni „Verðbólga heldur áfram að hjaðna næstu mánuði en mun þó ekki vera við markmið Seðlabankans á spátímanum þó hún verði komin ansi nálægt því árið 2026,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Bankinn telur að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,6 prósent í apríl frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir muni ársverðbólga hjaðna nokkuð, og fara úr 6,8 prósentum í 6,1 prósent. Þessi spá Íslandsbanka rýmar við spá Landsbankans frá því í gær. Báðir bankarnir minnast sérstaklega á að reiknuð húsaleiga muni hafa mikið að segja um þetta, sem og flugfargjöld. Íslandsbanki „Húsnæðisliðurinn vegur þyngst til hækkunar í spá okkar fyrir aprílmánuð. Reiknuð húsaleiga hækkar um 1,3% (0,25% áhrif á VNV). Þessi hækkun kemur m.a. til vegna eftirspurnarþrýstings sem stafar af íbúðarkaupum Grindvíkinga. Að öllum líkindum mun þó draga úr eftirspurnarþrýstingi á ný eftir því sem líður á árið. Við teljum að vaxtaþáttur hækki um 0,5% og íbúðaverð um 0,8% í aprílmælingu VNV,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Þar segir að breytt aðferðafræði við útreikning á reiknuðu húsaleigunni muni trúlega koma til með að minnka sveiflur á henni. Þar af leiðandi muni verðbólga að bati Íslandsbanka mælast heldur minni. „Nýja aðferðin, sem byggir á gögnum um þróun leiguverðs í stað verðs í fasteignaviðskiptum auk vaxtaþáttar, verður tekin í notkun í júní.“ Íslandsbanki Í verðbólguspá Íslandsbanka er tekið fram að árviss hækkun flugfargjalda í vetrarlok hafi komið í mars þar sem páskahátíðin var snemma þetta árið. Hækkunin var þó minni en bankinn hafði spáð. „Þess vegna teljum við að hluti hækkunar flugfargjalda sem tíðkast í kringum páska eigi eftir að koma fram í apríl. Við spáum því að flugfargjöld hækki um 7% í mánuðinum.“ Íslandsbanki Bent er á að apríl í fyrra hafi verið stór hækkunarmánuður í vísitölu neysluverðs. „Sá mánuður dettur nú út úr 12 mánaða tímabilinu sem verðbólga er reiknuð út frá. Það veldur því að ársverðbólga hjaðnar jafn mikið og raun ber vitni í okkar spá.“ En spá fyrir næstu mánuði er eftirfarandi: Maí - 0,3% hækkun VNV (ársverðbólga 6,0 %) Júní - 0,5% hækkun VNV (ársverðbólga 5,6 %) Júlí - 0,2% hækkun VNV (ársverðbólga 5,8 %) Íslandsbanki Íslandsbankinn segir helstu óvissuþætti vera áhrif breyttrar aðferðafræði við útreikning á reiknaðri húsaleigu og verðþróun á íbúðarmarkaði. Það sé vegna þess að enn ríki nokkur óvissa um áhrif íbúðakaupa Grindvíkinga á fasteignaverð. „Þá á einnig eftir að koma í ljós hvernig sumar verður í ferðaþjónustu þetta árið, en nokkur óvissa ríkir um það.“ Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Íslenska krónan Verðlag Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
„Verðbólga heldur áfram að hjaðna næstu mánuði en mun þó ekki vera við markmið Seðlabankans á spátímanum þó hún verði komin ansi nálægt því árið 2026,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Bankinn telur að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,6 prósent í apríl frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir muni ársverðbólga hjaðna nokkuð, og fara úr 6,8 prósentum í 6,1 prósent. Þessi spá Íslandsbanka rýmar við spá Landsbankans frá því í gær. Báðir bankarnir minnast sérstaklega á að reiknuð húsaleiga muni hafa mikið að segja um þetta, sem og flugfargjöld. Íslandsbanki „Húsnæðisliðurinn vegur þyngst til hækkunar í spá okkar fyrir aprílmánuð. Reiknuð húsaleiga hækkar um 1,3% (0,25% áhrif á VNV). Þessi hækkun kemur m.a. til vegna eftirspurnarþrýstings sem stafar af íbúðarkaupum Grindvíkinga. Að öllum líkindum mun þó draga úr eftirspurnarþrýstingi á ný eftir því sem líður á árið. Við teljum að vaxtaþáttur hækki um 0,5% og íbúðaverð um 0,8% í aprílmælingu VNV,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Þar segir að breytt aðferðafræði við útreikning á reiknuðu húsaleigunni muni trúlega koma til með að minnka sveiflur á henni. Þar af leiðandi muni verðbólga að bati Íslandsbanka mælast heldur minni. „Nýja aðferðin, sem byggir á gögnum um þróun leiguverðs í stað verðs í fasteignaviðskiptum auk vaxtaþáttar, verður tekin í notkun í júní.“ Íslandsbanki Í verðbólguspá Íslandsbanka er tekið fram að árviss hækkun flugfargjalda í vetrarlok hafi komið í mars þar sem páskahátíðin var snemma þetta árið. Hækkunin var þó minni en bankinn hafði spáð. „Þess vegna teljum við að hluti hækkunar flugfargjalda sem tíðkast í kringum páska eigi eftir að koma fram í apríl. Við spáum því að flugfargjöld hækki um 7% í mánuðinum.“ Íslandsbanki Bent er á að apríl í fyrra hafi verið stór hækkunarmánuður í vísitölu neysluverðs. „Sá mánuður dettur nú út úr 12 mánaða tímabilinu sem verðbólga er reiknuð út frá. Það veldur því að ársverðbólga hjaðnar jafn mikið og raun ber vitni í okkar spá.“ En spá fyrir næstu mánuði er eftirfarandi: Maí - 0,3% hækkun VNV (ársverðbólga 6,0 %) Júní - 0,5% hækkun VNV (ársverðbólga 5,6 %) Júlí - 0,2% hækkun VNV (ársverðbólga 5,8 %) Íslandsbanki Íslandsbankinn segir helstu óvissuþætti vera áhrif breyttrar aðferðafræði við útreikning á reiknaðri húsaleigu og verðþróun á íbúðarmarkaði. Það sé vegna þess að enn ríki nokkur óvissa um áhrif íbúðakaupa Grindvíkinga á fasteignaverð. „Þá á einnig eftir að koma í ljós hvernig sumar verður í ferðaþjónustu þetta árið, en nokkur óvissa ríkir um það.“
Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Íslenska krónan Verðlag Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira