Þórsarar og Dusty enn jafnir á toppnum Arnar Gauti Bjarkason skrifar 12. apríl 2024 18:09 Paxole, leikmaður Dusty skorar Fjórða umferðin í GR Verk deildinni í Rocket League fór fram í gærkvöldi þar sem þrjár viðureignir voru spilaðar líkt og tíðkast á tímabilinu. Fyrst mættust DUSTY og 354 Esports, leikur 1 og 2 fóru 3-1 og 5-0, Dusty í vil. Tókst 354 að sigra DUSTY 2-1 í framhaldi af örskömmu hlé en DUSTY svaraði með látum í síðasta leik viðureignarinnar með 6-1 sigri og fór þá viðureignin 3-1 fyrir DUSTY. Mikil spenna lá í loftinu fyrir næsta leik, Þór ósigraðir og OGV í 3. sæti. Fyrsti leikur byrjaði mjög jafn þar sem OGV skoruðu fyrsta markið og byrja með yfirhöndina. Þórsarar jöfnuðu metin 1-1 og skoruðu að lokum sigurmarkið til að vinna fyrsta leik 2-1. Annar leikur viðureignarinnar vafðist ekki mikið fyrir Þórsurum en sá leikurinn fór 4-1 fyrir Þór. Þriðji leikurinn fór 10-1 fyrir Þór en þó svo að þetta hafi markað ákveðna sögu í heimi Rocket League deildarinnar á Íslandi, sem eitt stærsta tap sem hefur sést í deildinni hingað til, var það einkum vegna þess að netþjónar leiksins fóru í ólag í miðri útsendingu og fóru allir leikmenn OGV að hökta. Einnig datt 1 leikmaður út í liði Þórsara. Svo óheppilega vildi þó til að búið var að skora mark í leiknum og þurfti því leikurinn að halda áfram samkvæmt reglum RLÍS deildarinnar. Seinasta viðureign kvöldsins var OMON gegn Quick Esports. Bæði liðin voru glorsoltin í sinn fyrsta sigur. Fyrsti leikurinn byrjaði hnífjafn en endaði 5-4 fyrir OMON. Leikur tvö var einnig mjög jafn en endaði loks 4-3 fyrir OMON. Quick esports voru 0-2 undir og því brýnt fyrir liðið að örstutt hlé. Eftir hléið vinna Quick 8-2 í þriðja leik og 2-1 í þeim fjórða. Fimmti og síðasti leikur viðureignarinnar var einkar spennandi en OMON ná að vinna leikinn 2-1 og sigra þar af leiðandi viðureignina 3-2. 5. umferð deildarinnar hefst næstkomandi þriðjudag þann 16. apríl kl. 19:40 á streymisrás íslenska Rocket League samfélagsins Hér má sjá stöðu deildarinnar eftir 4. umferðina en hægt verður að fylgjast með næstu umferð keppnistímabilsins næstkomandi þriðjudag, 16. apríl Leiklýsendur kvöldsins voru Emelía "MSA" Grétarsdóttir og Kristófer Óli "Coca_Kroli" Birkisson Rafíþróttir Mest lesið Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Fyrst mættust DUSTY og 354 Esports, leikur 1 og 2 fóru 3-1 og 5-0, Dusty í vil. Tókst 354 að sigra DUSTY 2-1 í framhaldi af örskömmu hlé en DUSTY svaraði með látum í síðasta leik viðureignarinnar með 6-1 sigri og fór þá viðureignin 3-1 fyrir DUSTY. Mikil spenna lá í loftinu fyrir næsta leik, Þór ósigraðir og OGV í 3. sæti. Fyrsti leikur byrjaði mjög jafn þar sem OGV skoruðu fyrsta markið og byrja með yfirhöndina. Þórsarar jöfnuðu metin 1-1 og skoruðu að lokum sigurmarkið til að vinna fyrsta leik 2-1. Annar leikur viðureignarinnar vafðist ekki mikið fyrir Þórsurum en sá leikurinn fór 4-1 fyrir Þór. Þriðji leikurinn fór 10-1 fyrir Þór en þó svo að þetta hafi markað ákveðna sögu í heimi Rocket League deildarinnar á Íslandi, sem eitt stærsta tap sem hefur sést í deildinni hingað til, var það einkum vegna þess að netþjónar leiksins fóru í ólag í miðri útsendingu og fóru allir leikmenn OGV að hökta. Einnig datt 1 leikmaður út í liði Þórsara. Svo óheppilega vildi þó til að búið var að skora mark í leiknum og þurfti því leikurinn að halda áfram samkvæmt reglum RLÍS deildarinnar. Seinasta viðureign kvöldsins var OMON gegn Quick Esports. Bæði liðin voru glorsoltin í sinn fyrsta sigur. Fyrsti leikurinn byrjaði hnífjafn en endaði 5-4 fyrir OMON. Leikur tvö var einnig mjög jafn en endaði loks 4-3 fyrir OMON. Quick esports voru 0-2 undir og því brýnt fyrir liðið að örstutt hlé. Eftir hléið vinna Quick 8-2 í þriðja leik og 2-1 í þeim fjórða. Fimmti og síðasti leikur viðureignarinnar var einkar spennandi en OMON ná að vinna leikinn 2-1 og sigra þar af leiðandi viðureignina 3-2. 5. umferð deildarinnar hefst næstkomandi þriðjudag þann 16. apríl kl. 19:40 á streymisrás íslenska Rocket League samfélagsins Hér má sjá stöðu deildarinnar eftir 4. umferðina en hægt verður að fylgjast með næstu umferð keppnistímabilsins næstkomandi þriðjudag, 16. apríl Leiklýsendur kvöldsins voru Emelía "MSA" Grétarsdóttir og Kristófer Óli "Coca_Kroli" Birkisson
Rafíþróttir Mest lesið Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira