Metið innan seilingar hjá Tiger Woods Siggeir Ævarsson skrifar 12. apríl 2024 19:45 Tiger Woods er með augun á boltanum Vísir/EPA-EFE/JUSTIN LANE Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Tiger Woods skrifi nafn sitt í sögubækur Masters mótaraðarinnar í kvöld og komist í gegnum niðurskurð á 24. mótinu í röð. 50 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn í dag og er Tiger sem stendur í 27. sæti eftir 16 holur. Það hefur verið nóg að gera hjá Tiger í dag þar sem hann náði ekki að ljúka hring sínum í gær og þurfti því að leika 23 holur í dag. Það væri kannski bæði létt verk og löðurmannlegt fyrir kylfing á besta aldri í topp formi en Tiger hefur verið að glíma við þrálát og erfið meiðsli síðustu ár og er þetta í fyrsta sinn síðan 2019 sem hann leikur fleiri en 18 holur á einum degi í keppni. Tiger er sem stendur einum yfir pari og aðeins stórslys á síðustu tveimur holunum gæti komið í veg fyrir að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Augu flestra áhorfenda eru á Tiger þrátt fyrir að hann sé langt frá toppnum og hafa nokkur tilþrif frá honum í dag glatt augu áhorfenda. Stopped on a dime. Tiger Woods gets one back on No. 8. #themasters pic.twitter.com/UZ708iiy1q— The Masters (@TheMasters) April 12, 2024 Golf Masters-mótið Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
50 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn í dag og er Tiger sem stendur í 27. sæti eftir 16 holur. Það hefur verið nóg að gera hjá Tiger í dag þar sem hann náði ekki að ljúka hring sínum í gær og þurfti því að leika 23 holur í dag. Það væri kannski bæði létt verk og löðurmannlegt fyrir kylfing á besta aldri í topp formi en Tiger hefur verið að glíma við þrálát og erfið meiðsli síðustu ár og er þetta í fyrsta sinn síðan 2019 sem hann leikur fleiri en 18 holur á einum degi í keppni. Tiger er sem stendur einum yfir pari og aðeins stórslys á síðustu tveimur holunum gæti komið í veg fyrir að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Augu flestra áhorfenda eru á Tiger þrátt fyrir að hann sé langt frá toppnum og hafa nokkur tilþrif frá honum í dag glatt augu áhorfenda. Stopped on a dime. Tiger Woods gets one back on No. 8. #themasters pic.twitter.com/UZ708iiy1q— The Masters (@TheMasters) April 12, 2024
Golf Masters-mótið Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira