Forseti Frakklands setur pressu á Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 15:30 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vill sjá Kylian Mbappe spila á Ólympíuleikunum í París í sumar. Getty/Visionhaus Kylian Mbappé er enn leikmaður franska liðsins Paris Saint Germain en engu að síður hefur spænska félagið Real Madrid fengið ákall frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands vegna franska landsliðsframherjans. Það lítur allt út fyrir því að Mbappé yfirgefi PSG í sumar og semji við draumaliðið sitt sem er Real Madrid. Mbappé verður því væntanlega orðinn leikmaður Real Madrid þegar Ólympíuleikarnir í París byrja í lok júlí. Knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna er fyrir leikmenn 23 ára og yngri en hver þjóð má taka með sér þrjá eldri leikmenn. Vandamálið er að Ólympíuleikarnir eru ekki inn í landsleikjaglugga FIFA og félögin eru því ekki skyldug að sleppa leikmönnum á leikana. Evrópumótið í knattspyrnu fer líka fram í Þýskalandi í sumar og þar verður Mbappé upptekinn með franska landsliðinu. Forseti Frakklands vill líka sjá sinn mann spila á Ólympíuleikunum á heimavelli. „Mér finnst að evrópsku félögin eigi að koma til móts við okkur svo við getum sett á svið alvöru sýningu,“ sagði Emmanuel Macron við RMC Sport. Hann var spurður hvort hann væri að beina orðum sínum til Real Madrid. „Einmitt. Þegar ég sagði evrópsk félög þá var það sem ég var að meina. Leikmenn þurfa að hugsa sig um vegna undirbúningstímabilsins og auðvitað þar sem EM er fyrr um sumarið. Ég vona að við [Frakkar] verðum að spila 14. júlí [Úrslitaleikurinn],“ sagði Macron. Macron calls on Madrid to release Mbappé for Olympic Games https://t.co/KUEx4eC54D— ESPN (@espnvipweb) April 17, 2024 „Ég hef ekki talað við hann [Mbappé] en ég vona að félagið hans á þeim tímapunkti leyfi honum að koma á Ólympíuleikana,“ sagði Macron. Mbappé talaði um það sjálfur í landsliðsverkefni í mars að hann vilji spila á Ólympíuleikunum en tók það jafnframt fram að það væri ekki undir honum komið. Heimildarmenn ESPN segja að Real Madrid muni ekki leyfa sínum leikmönnum að spila bæði á EM og ÓL. Mbappé, Eduardo Camavinga og Aurélien Tchouaméni þurfa því væntanlega að velja á milli. Antoine Griezmann, leikmaður Atlético Madrid, vill ólmur spila á Ólympíuleikunum og sagði í viðtali við Le Parisien að hann myndi gera allt sem hann geti til þess að komast þangað. Knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna hefst tíu dögum eftir úrslitaleik EM. Spænski boltinn Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Það lítur allt út fyrir því að Mbappé yfirgefi PSG í sumar og semji við draumaliðið sitt sem er Real Madrid. Mbappé verður því væntanlega orðinn leikmaður Real Madrid þegar Ólympíuleikarnir í París byrja í lok júlí. Knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna er fyrir leikmenn 23 ára og yngri en hver þjóð má taka með sér þrjá eldri leikmenn. Vandamálið er að Ólympíuleikarnir eru ekki inn í landsleikjaglugga FIFA og félögin eru því ekki skyldug að sleppa leikmönnum á leikana. Evrópumótið í knattspyrnu fer líka fram í Þýskalandi í sumar og þar verður Mbappé upptekinn með franska landsliðinu. Forseti Frakklands vill líka sjá sinn mann spila á Ólympíuleikunum á heimavelli. „Mér finnst að evrópsku félögin eigi að koma til móts við okkur svo við getum sett á svið alvöru sýningu,“ sagði Emmanuel Macron við RMC Sport. Hann var spurður hvort hann væri að beina orðum sínum til Real Madrid. „Einmitt. Þegar ég sagði evrópsk félög þá var það sem ég var að meina. Leikmenn þurfa að hugsa sig um vegna undirbúningstímabilsins og auðvitað þar sem EM er fyrr um sumarið. Ég vona að við [Frakkar] verðum að spila 14. júlí [Úrslitaleikurinn],“ sagði Macron. Macron calls on Madrid to release Mbappé for Olympic Games https://t.co/KUEx4eC54D— ESPN (@espnvipweb) April 17, 2024 „Ég hef ekki talað við hann [Mbappé] en ég vona að félagið hans á þeim tímapunkti leyfi honum að koma á Ólympíuleikana,“ sagði Macron. Mbappé talaði um það sjálfur í landsliðsverkefni í mars að hann vilji spila á Ólympíuleikunum en tók það jafnframt fram að það væri ekki undir honum komið. Heimildarmenn ESPN segja að Real Madrid muni ekki leyfa sínum leikmönnum að spila bæði á EM og ÓL. Mbappé, Eduardo Camavinga og Aurélien Tchouaméni þurfa því væntanlega að velja á milli. Antoine Griezmann, leikmaður Atlético Madrid, vill ólmur spila á Ólympíuleikunum og sagði í viðtali við Le Parisien að hann myndi gera allt sem hann geti til þess að komast þangað. Knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna hefst tíu dögum eftir úrslitaleik EM.
Spænski boltinn Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira