Hvað viltu meira? „Góð aðventa með handbolta og skíðum“ Valur Páll Eiríksson og Runólfur Trausti Þórhallsson skrifa 19. apríl 2024 07:00 Þórey Rósa vill að Íslendingar slái tvær flugur í einu höggi þegar EM kvenna í handbolta fer fram síðar á þessu ári. EPA-EFE/Beate Oma Í gær varð ljóst hvaða liðum Ísland mætir á Evrópumóti kvenna í handbolta sem hefst í lok nóvember. Spennan er mikil á meðal landsliðskvenna enda eru tólf ár síðan liðið komst síðan þangað. Í gær varð ljóst hvaða liðum Ísland mætir á Evrópumóti kvenna í handbolta sem hefst í lok nóvember. Spennan er mikil á meðal landsliðskvenna enda eru tólf ár síðan liðið komst síðan þangað. Þrír leikmenn Fram eru í landsliðinu en þær gátu misvel fylgst með drætti dagsins. Vísir og Stöð 2 ræddu við þær þrjár á æfingu Fram nú eftir að ljóst var með hvaða liðum Ísland yrði í riðli. Steinunn Björnsdóttir náði „aðeins að hlusta á þetta í eyrunum í umferðinni á leiðinni hingað upp eftir svo það var flott,“ enda með einn nýfæddan í bílnum. „Þetta var langdregið en ég var furðu róleg í dag, svo þegar maður byrjaði að fylgjast með þessu þá fór hjartað að slá og er enn aðeins að ná mér niður,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir, sem sést vel stressuð á myndunum sem fylgja. Ísland dróst í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu. Þær þýsku eru líklega eitt sterkasta liðið úr öðrum styrkleikaflokki. Það hefði því getað dregist betur. Raunverulega er þetta á meðal verri riðla sem landsliðið hefði getað ímyndað sér, en stelpunar standa keikar. „Við verðum að vera hreinskilin, við hefðum alveg getað verið heppnari en við tökum þessu. Vissulega voru önnur lið þarna sem maður hefði frekar viljað mæta en þessum,“ sagði Steinunn. Hægt að slá tvær flugur í einu höggi Drátturinn snerist ekki einungis um andstæðinga heldur einnig staðsetningu. Ísland slapp við Debrecen í Ungverjalandi og Basel í Sviss. Stelpurnar eru sáttar að vera á leið til Innsbruck í Austurríki, það sem Þórey var að vonast eftir frekar en hitt: „Mér líst bara vel á það. Fyrir þá Íslendinga sem ætla að koma er hægt að taka skíðin með sér. Það er mikil skíðamenning hér á Íslandi svo ég trúi ekki öðru en allir flykkist til okkar,“ segir Steinunn. „Ég hvet fólk til að fara plana góða aðventu með handbolta og skíðum, blanda því saman. Íslendingar geta ekki beðið um meira,“ sagði Þórey Rósa jafnframt og glott við tönn. Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Um er að ræða fyrsta Evrópumótið í 12 ár en íslenska liðið var á HM í fyrra og munu yngri leikmenn njóta reynslunnar sem fékkst á því móti. „Við náðum náttúrulega að þjappa okkur vel saman, náðum mörgum vikum og myndi segja að við þekkjum hvor aðra betur og kunnum að spila betur saman þannig að það hjálpaði okkur helling,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir að endingu. Handbolti Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Í gær varð ljóst hvaða liðum Ísland mætir á Evrópumóti kvenna í handbolta sem hefst í lok nóvember. Spennan er mikil á meðal landsliðskvenna enda eru tólf ár síðan liðið komst síðan þangað. Þrír leikmenn Fram eru í landsliðinu en þær gátu misvel fylgst með drætti dagsins. Vísir og Stöð 2 ræddu við þær þrjár á æfingu Fram nú eftir að ljóst var með hvaða liðum Ísland yrði í riðli. Steinunn Björnsdóttir náði „aðeins að hlusta á þetta í eyrunum í umferðinni á leiðinni hingað upp eftir svo það var flott,“ enda með einn nýfæddan í bílnum. „Þetta var langdregið en ég var furðu róleg í dag, svo þegar maður byrjaði að fylgjast með þessu þá fór hjartað að slá og er enn aðeins að ná mér niður,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir, sem sést vel stressuð á myndunum sem fylgja. Ísland dróst í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu. Þær þýsku eru líklega eitt sterkasta liðið úr öðrum styrkleikaflokki. Það hefði því getað dregist betur. Raunverulega er þetta á meðal verri riðla sem landsliðið hefði getað ímyndað sér, en stelpunar standa keikar. „Við verðum að vera hreinskilin, við hefðum alveg getað verið heppnari en við tökum þessu. Vissulega voru önnur lið þarna sem maður hefði frekar viljað mæta en þessum,“ sagði Steinunn. Hægt að slá tvær flugur í einu höggi Drátturinn snerist ekki einungis um andstæðinga heldur einnig staðsetningu. Ísland slapp við Debrecen í Ungverjalandi og Basel í Sviss. Stelpurnar eru sáttar að vera á leið til Innsbruck í Austurríki, það sem Þórey var að vonast eftir frekar en hitt: „Mér líst bara vel á það. Fyrir þá Íslendinga sem ætla að koma er hægt að taka skíðin með sér. Það er mikil skíðamenning hér á Íslandi svo ég trúi ekki öðru en allir flykkist til okkar,“ segir Steinunn. „Ég hvet fólk til að fara plana góða aðventu með handbolta og skíðum, blanda því saman. Íslendingar geta ekki beðið um meira,“ sagði Þórey Rósa jafnframt og glott við tönn. Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Um er að ræða fyrsta Evrópumótið í 12 ár en íslenska liðið var á HM í fyrra og munu yngri leikmenn njóta reynslunnar sem fékkst á því móti. „Við náðum náttúrulega að þjappa okkur vel saman, náðum mörgum vikum og myndi segja að við þekkjum hvor aðra betur og kunnum að spila betur saman þannig að það hjálpaði okkur helling,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir að endingu.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira