El Clasico fer í kvöld klukkan 19:00. Barcelona er átta stigum á eftir Real Madrid þegar sjö umferðir eru eftir óspilaðar. Vinni Börsungar í dag minnkar forskotið í fimm stig.
„Við fáum tækifæri til að blanda okkur aftur í baráttuna í deildinni. Þetta er einn mikilvægast leikur tímabilsins. Sterkt Madrídarlið sem sló út besta lið heims, City.“
Barcelona datt sjálft úr leik í Meistaradeildinni á sama tíma og Real Madrid sló út City. Xavi fékk rautt spjald í leiknum.
„Við þurfum að nýta okkur þessa reiði, pirringinn og vanmáttinn sem við fundum fyrir um daginn. Þetta er tækifæri til að sýna persónuleika liðsins, við erum vel undirbúnir. Fyrstu mínúturnar verða mikilvægar, róum leikinn niður og pressum á þá,“ sagði Xavi að lokum.