„Hefðum þegið betri markvörslu“ Hjörvar Ólafsson skrifar 21. apríl 2024 20:09 Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var sáttur við spilamennsku sinna manna þrátt fyrir tapið. Vísir/Hulda Margrét Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var heilt yfir ánægður með frammistöðu leikmanna sinna þó svo að liðið hafi lotið í lægra haldi fyrir FH í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. „Ég myndi ekki breyta neinu hvað varðar hvernig ég setti upp leikinn eða leikmennirnir framkvæmdu það sem lagt var upp með. Mér fannst sóknaleikurinn ganga smurt og vel og varnarleikurinn bara lengstum flottur,“ sagði Magnúst eftir að flautað var af. „Það sem skildi kannski að þegar á hólminn var komið var að við fengum litla markvörslu í þessum leik. Við þurfum að fá þá í betra stuð í næstu leikjum og kannski getum við gert eitthvað til þess að hjálpa þeim betur við að klukka fleiri bolta. Við þurfum að skoða það fram að næsta leik,“ sagði Magnús þar að auki. „Eins og við var að búast var þetta bara hörkuleikur þar sem liðin skiptust á að hafa yfirhöndina. Það er lítið sem skilur þessi lið að og við megum búast við sams konar bardögum í næstu viðureignum liðanna. Nú bara setjumst við yfir þessa spilamennsku og búum okkur vel undir næsta leik í Eyjum. Mér skilst að það eiga að gera dag úr þeim leikdegi og ég býst við alvöru Eyjastemmingu á fimmtudaginn kemur,“ sagði Eyjamaðurinn um næstu rimmu liðanna. Magnús og aðrir Eyjamenn voru ekki alls kostar sáttur við dómaraparið á köflum í leiknum en þjálfarinn sagði dómarana hins vegar heilt yfir hafa dæmt leikinn vel: „Eins og gengur og gerist í handboltaleikjum þar sem mikið er tekist á þá er maður ekki sammála öllum ákvörðunum sem teknar eru af dómaraparinu. Í hita leiksins blæs maður aðeins út og dómarar gerðu mistök í þessum leik bara eins og leikmenn og þjálfararnir. Þeir höfðu ekki áhirif á úrslit leiksins,“ sagði Magnús um frammistöðu Árna Snæs Magnússonar og Þorvars Bjarma Harðarsonar. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
„Ég myndi ekki breyta neinu hvað varðar hvernig ég setti upp leikinn eða leikmennirnir framkvæmdu það sem lagt var upp með. Mér fannst sóknaleikurinn ganga smurt og vel og varnarleikurinn bara lengstum flottur,“ sagði Magnúst eftir að flautað var af. „Það sem skildi kannski að þegar á hólminn var komið var að við fengum litla markvörslu í þessum leik. Við þurfum að fá þá í betra stuð í næstu leikjum og kannski getum við gert eitthvað til þess að hjálpa þeim betur við að klukka fleiri bolta. Við þurfum að skoða það fram að næsta leik,“ sagði Magnús þar að auki. „Eins og við var að búast var þetta bara hörkuleikur þar sem liðin skiptust á að hafa yfirhöndina. Það er lítið sem skilur þessi lið að og við megum búast við sams konar bardögum í næstu viðureignum liðanna. Nú bara setjumst við yfir þessa spilamennsku og búum okkur vel undir næsta leik í Eyjum. Mér skilst að það eiga að gera dag úr þeim leikdegi og ég býst við alvöru Eyjastemmingu á fimmtudaginn kemur,“ sagði Eyjamaðurinn um næstu rimmu liðanna. Magnús og aðrir Eyjamenn voru ekki alls kostar sáttur við dómaraparið á köflum í leiknum en þjálfarinn sagði dómarana hins vegar heilt yfir hafa dæmt leikinn vel: „Eins og gengur og gerist í handboltaleikjum þar sem mikið er tekist á þá er maður ekki sammála öllum ákvörðunum sem teknar eru af dómaraparinu. Í hita leiksins blæs maður aðeins út og dómarar gerðu mistök í þessum leik bara eins og leikmenn og þjálfararnir. Þeir höfðu ekki áhirif á úrslit leiksins,“ sagði Magnús um frammistöðu Árna Snæs Magnússonar og Þorvars Bjarma Harðarsonar.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira