Handbolti

Teitur Örn öflugur og Flens­burg í góðri stöðu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Teitur Örn Einarsson átti góðan leik.
Teitur Örn Einarsson átti góðan leik. Getty Images/Marius Becker

Flensburg í góðri stöðu eftir fyrri leik liðsins gegn Sävehof í 8-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta. Teitur Örn Einarsson átti mjög fínan leik í liði Flensburg.

Liðin mættust í Svíþjóð í kvöld, þriðjudag, og reyndust gestirnir frá Þýskalandi mun sterkari aðilinn. Fór það svo að Flensburg vann 11 marka sigur, lokatölur 30-41.

Fjölmargir leikmenn gestanna áttu stórleik í kvöld. Jim Gottfridsson skoraði 6 mörk og gaf 9 stoðsendingar, Lasse Möller skoraði 7 mörk og gaf jafn margar stoðsendingar. Þá skoraði Emil Jakobsen 9 mörk og Johannes Golla 8 mörk. Teitur Örn skoraði svo 4 mörk og gaf eina stoðsendingu.

Liðin mætast aftur að viku liðinni, þann 30. apríl næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×