Töpuðu þremur milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2024 17:51 Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play og einn stærsti einstaki hlutahafi þess. Vísir/Einar Tekjur PLAY á fyrsta fjórðungi ársins voru 7,6 milljarðar króna. Það er aukning um 66 prósent, borið saman við sama fjórðung í fyrra, þegar tekjurnar voru 4,6 milljarðar króna. Rekstarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og skatta var þó neikvæð um 2,9 milljarða á árshlutanum. Í yfirlýsingu frá PLAY segir að ónákvæmur fréttaflutningu erlendis um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafi haft neikvæð áhrif á eftirspurn eftir flugi til Íslands og þar með á rekstarniðurstöðu félagsins. Lausafjárstaða PLAY var 2,4 milljarðar króna í lok ársfjórðungsins. Síðan þá lauk PLAY hlutafjáraukningu þar sem söfnuðust um 4,5 milljarðar. Áhugasamir geta séð frekari upplýsingar hér í yfirlýsingu PLAY til Kauphallarinnar. Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY, segir í yfirlýsingunni að rekstrarniðurstaðan hafi verið í takt við áætlanir og niðurstaðan sé mörkuð af áðurnefndum fréttaflutningi. „En þrátt fyrir rekstrarniðurstöðuna sáum við jákvæð merki bæði í flugrekstri og sölu. Eftirspurnin tók hraustlega við sér í janúar og við slógum eigin sölumet á fyrsta ársfjórðungi sem hefur leitt af sér góða bókunarstöðu fram í tímann,“ segir Einar. „Við reynum eftir fremsta megni að halda kostnaði lágum svo við getum boðið samkeppnishæf verð til neytenda. Á fyrsta ársfjórðungi 2024 lækkaði kostnaður við hvern framboðinn sætiskílómetra (CASK) um 8%, samanborið við fyrsta ársfjórðung 2023, og þá þróaðist kostnaður að undanskildu eldsneyti einnig í rétta átt. Áherslur okkur munu áfram snúast um að sýna ráðdeild í rekstri.“ Hann segir fyrsta ársfjórðung hvers árs geta verið afar krefjandi í flugrekstri vegna veðurástæðna á Íslandi og því sé ánægjulegt að stundvísi PLAY hafi mælst 87,8 prósent á tímabilinu. „Þessi árangur er alfarið afrakstur þrotlausrar vinnu samstarfsfólks míns hjá PLAY sem á allt hrós skilið fyrir frábær störf. Við lukum einnig hlutafjárútboði í fyrsta ársfjórðungi þar sem söfnuðust 32 milljónir bandaríkjadollara, sem jafngildir um 4,6 milljörðum íslenskra króna. PLAY státar því af góðri fjárhagsstöðu sem gerir félaginu kleift að ná markmiðum sínum. Fyrir höndum er sumarvertíðin sem öllu máli skiptir í rekstri flugfélaga og ég hlakka virkilega til þess annasama tíma þar sem við hjá PLAY munum kappkosta við að veita farþegum okkar framúrskarandi þjónustu.“ Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fljúga til Wales í haust í tengslum við landsleikina Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á ferðum til borgarinnar Cardiff í Wales næsta haust. Þetta er gert vegna mikils áhuga stuðningsmanna á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram í október og nóvember. 18. apríl 2024 13:33 Tveir stjórnarmenn og forstjóri lögðu til milljarð Tveir stjórnarmenn í Play og forstjóri félagsins lögðu félaginu til 986 milljónir króna í nýlokinni fjármögnunarlotu félagsins. Alls söfnuðust um 4,6 milljarðar króna og því lögðu þeir til 22 prósent aukins hlutafjár. 15. apríl 2024 23:26 Fyrrverandi forstjóri Bláfugls stýrir nýju sviði hjá Play Flugfélagið PLAY hefur ráðið Sigurð Örn Ágústsson, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins en Sigurður Örn mun hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert á öll svið flugfélagsins. 14. apríl 2024 21:34 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Í yfirlýsingu frá PLAY segir að ónákvæmur fréttaflutningu erlendis um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafi haft neikvæð áhrif á eftirspurn eftir flugi til Íslands og þar með á rekstarniðurstöðu félagsins. Lausafjárstaða PLAY var 2,4 milljarðar króna í lok ársfjórðungsins. Síðan þá lauk PLAY hlutafjáraukningu þar sem söfnuðust um 4,5 milljarðar. Áhugasamir geta séð frekari upplýsingar hér í yfirlýsingu PLAY til Kauphallarinnar. Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY, segir í yfirlýsingunni að rekstrarniðurstaðan hafi verið í takt við áætlanir og niðurstaðan sé mörkuð af áðurnefndum fréttaflutningi. „En þrátt fyrir rekstrarniðurstöðuna sáum við jákvæð merki bæði í flugrekstri og sölu. Eftirspurnin tók hraustlega við sér í janúar og við slógum eigin sölumet á fyrsta ársfjórðungi sem hefur leitt af sér góða bókunarstöðu fram í tímann,“ segir Einar. „Við reynum eftir fremsta megni að halda kostnaði lágum svo við getum boðið samkeppnishæf verð til neytenda. Á fyrsta ársfjórðungi 2024 lækkaði kostnaður við hvern framboðinn sætiskílómetra (CASK) um 8%, samanborið við fyrsta ársfjórðung 2023, og þá þróaðist kostnaður að undanskildu eldsneyti einnig í rétta átt. Áherslur okkur munu áfram snúast um að sýna ráðdeild í rekstri.“ Hann segir fyrsta ársfjórðung hvers árs geta verið afar krefjandi í flugrekstri vegna veðurástæðna á Íslandi og því sé ánægjulegt að stundvísi PLAY hafi mælst 87,8 prósent á tímabilinu. „Þessi árangur er alfarið afrakstur þrotlausrar vinnu samstarfsfólks míns hjá PLAY sem á allt hrós skilið fyrir frábær störf. Við lukum einnig hlutafjárútboði í fyrsta ársfjórðungi þar sem söfnuðust 32 milljónir bandaríkjadollara, sem jafngildir um 4,6 milljörðum íslenskra króna. PLAY státar því af góðri fjárhagsstöðu sem gerir félaginu kleift að ná markmiðum sínum. Fyrir höndum er sumarvertíðin sem öllu máli skiptir í rekstri flugfélaga og ég hlakka virkilega til þess annasama tíma þar sem við hjá PLAY munum kappkosta við að veita farþegum okkar framúrskarandi þjónustu.“
Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fljúga til Wales í haust í tengslum við landsleikina Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á ferðum til borgarinnar Cardiff í Wales næsta haust. Þetta er gert vegna mikils áhuga stuðningsmanna á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram í október og nóvember. 18. apríl 2024 13:33 Tveir stjórnarmenn og forstjóri lögðu til milljarð Tveir stjórnarmenn í Play og forstjóri félagsins lögðu félaginu til 986 milljónir króna í nýlokinni fjármögnunarlotu félagsins. Alls söfnuðust um 4,6 milljarðar króna og því lögðu þeir til 22 prósent aukins hlutafjár. 15. apríl 2024 23:26 Fyrrverandi forstjóri Bláfugls stýrir nýju sviði hjá Play Flugfélagið PLAY hefur ráðið Sigurð Örn Ágústsson, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins en Sigurður Örn mun hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert á öll svið flugfélagsins. 14. apríl 2024 21:34 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Fljúga til Wales í haust í tengslum við landsleikina Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á ferðum til borgarinnar Cardiff í Wales næsta haust. Þetta er gert vegna mikils áhuga stuðningsmanna á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram í október og nóvember. 18. apríl 2024 13:33
Tveir stjórnarmenn og forstjóri lögðu til milljarð Tveir stjórnarmenn í Play og forstjóri félagsins lögðu félaginu til 986 milljónir króna í nýlokinni fjármögnunarlotu félagsins. Alls söfnuðust um 4,6 milljarðar króna og því lögðu þeir til 22 prósent aukins hlutafjár. 15. apríl 2024 23:26
Fyrrverandi forstjóri Bláfugls stýrir nýju sviði hjá Play Flugfélagið PLAY hefur ráðið Sigurð Örn Ágústsson, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins en Sigurður Örn mun hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert á öll svið flugfélagsins. 14. apríl 2024 21:34