Keppt verður í leikjunum Fortnite, Valorant, Minecraft og Fall Guys. Mótið hófst á laugardagsmorgni og spilað var til 16:00.

Seinni hluti mótsins byrjar síðan á morgun, sunnudaginn 28. apríl. Mun mótinu ljúka um 13:00. Allt mótið verður spilað á Arena, þjóðarleikvangi rafíþrótta á Íslandi, en Arena er staðsett á Smáratorgi 3, 201 Kópavogi.
