Hafa tryggt útgáfu íslenska tölvuleiksins Island of Winds Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2024 11:22 Úr tölvuleiknum Island of Winds. Parity Íslenski tölvuleikurinn Island of Winds (Eyja vindanna) sem framleiddur er af Parity Games hefur tryggt sér útgáfu. Útgefandinn er fyrirtækið ESDigital Games. Mun leikurinn koma út á heimsvísu samtímis á PC, PlayStation 5 og Xbox X/S á fyrsta árshluta 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Parity. Þar segir að fyrirtækið leggi áherslu á jafnrétti og fjölbreytni. Aðalpersóna leiksins sé verndarvætturinn Brynhildur Hansdóttir, fjölkunnug sveitakona á miðjum aldri. Sögusviðið er svonefnd „eyja vindanna,“ en um er að ræða ævintýraheim sem svipar til Íslands á 17. öld. Parity sækir innblástur til íslenskrar náttúru, þjóðsagna og þjóðhátta. Leikurinn er einspilunarleikur og fjallar um söguhetjuna Brynhildi og hvernig hún rís upp til að vernda eyjuna sína og takast á við áskoranir lífsins þó vindar blási á móti. Parity hefur hlotið styrk frá Tækniþróunarsjóði og fjármögnun frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Þar að auki hefur endurgreiðsla rannsóknar- og þróunarkostnaðar reynst verkefninu vel og gert fyrirtækið samkeppnishæft við erlend fyrirtæki. Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt frá því að vinna við leikinn hófst og Eyja vindanna stækkað að sama skapi svo um munar síðustu ár. Í leiknum má finna sjö ólík landsvæði og fjöldan allan af furðuverum sem allar byggja á íslenskum þjóðsögum. Leikmenn geta galdrað og leyst þrautir, kynnst sögu eyjunnar og íbúum hennar, og leitað leiða til að berjast gegn dularfullum seiðskratta sem raskað hefur ró landsins og komið umhverfinu úr jafnvægi. Bardagakerfið er sér á parti og byggir á samkennd umfram fjandsemi, þar sem markmið leiksins er frekar að hjálpa og lækna heldur en að meiða og deyða. „Þetta er risastór áfangi fyrir okkur og þýðir að leikurinn mun sannarlega koma út og það á enn stærri markað en við sáum fyrir í upphafi. Þetta eru spennandi tímar fyrir ungt, lítið leikjafyrirtæki þar sem áhersla hefur alltaf verið lögð á framlag kvenna til tölvuleikjagerðar. Parity er eitt fárra tölvuleikjafyrirtækja í heiminum þar sem konur og karlar eru í jöfnu hlutfalli og skapar sér þar með sérstöðu bæði hér á landi og erlendis svo eftir hefur verið tekið,“ segir María Guðmundsdóttir, forstjóri og stofnandi Parity Games. Leikjavísir Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Parity. Þar segir að fyrirtækið leggi áherslu á jafnrétti og fjölbreytni. Aðalpersóna leiksins sé verndarvætturinn Brynhildur Hansdóttir, fjölkunnug sveitakona á miðjum aldri. Sögusviðið er svonefnd „eyja vindanna,“ en um er að ræða ævintýraheim sem svipar til Íslands á 17. öld. Parity sækir innblástur til íslenskrar náttúru, þjóðsagna og þjóðhátta. Leikurinn er einspilunarleikur og fjallar um söguhetjuna Brynhildi og hvernig hún rís upp til að vernda eyjuna sína og takast á við áskoranir lífsins þó vindar blási á móti. Parity hefur hlotið styrk frá Tækniþróunarsjóði og fjármögnun frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Þar að auki hefur endurgreiðsla rannsóknar- og þróunarkostnaðar reynst verkefninu vel og gert fyrirtækið samkeppnishæft við erlend fyrirtæki. Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt frá því að vinna við leikinn hófst og Eyja vindanna stækkað að sama skapi svo um munar síðustu ár. Í leiknum má finna sjö ólík landsvæði og fjöldan allan af furðuverum sem allar byggja á íslenskum þjóðsögum. Leikmenn geta galdrað og leyst þrautir, kynnst sögu eyjunnar og íbúum hennar, og leitað leiða til að berjast gegn dularfullum seiðskratta sem raskað hefur ró landsins og komið umhverfinu úr jafnvægi. Bardagakerfið er sér á parti og byggir á samkennd umfram fjandsemi, þar sem markmið leiksins er frekar að hjálpa og lækna heldur en að meiða og deyða. „Þetta er risastór áfangi fyrir okkur og þýðir að leikurinn mun sannarlega koma út og það á enn stærri markað en við sáum fyrir í upphafi. Þetta eru spennandi tímar fyrir ungt, lítið leikjafyrirtæki þar sem áhersla hefur alltaf verið lögð á framlag kvenna til tölvuleikjagerðar. Parity er eitt fárra tölvuleikjafyrirtækja í heiminum þar sem konur og karlar eru í jöfnu hlutfalli og skapar sér þar með sérstöðu bæði hér á landi og erlendis svo eftir hefur verið tekið,“ segir María Guðmundsdóttir, forstjóri og stofnandi Parity Games.
Leikjavísir Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira