Sagan á bak við djarft listaverk Ásdísar Ránar Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2024 10:00 Ásdís Rán virðir fyrir sér myndina sem hangir á gangi íbúðar hennar. Stöð 2 Heimili Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur forsetaframbjóðanda er hlaðið listaverkum eftir hana sjálfa. Myndirnar sem prýða veggina eru þó ekki allar úr smiðju Ísdrottningarinnar; eitt tiltekið verk fékk hún að gjöf úr áhugaverðri átt. Við fórum í morgunkaffi til Ásdísar Ránar í Íslandi í dag nú í vikunni. Þar ræddi hún meðal annars forsetaframboð sitt, fegurðina, öryggisgæslu á Bessastöðum og raunveruleikaþáttinn sem aldrei varð. Þá leiddi hún okkur í skoðunarferð um íbúð sína og það fyrsta sem greip augað voru listaverkin sem héngu upp um alla veggi. Flestar myndirnar gerði Ásdís Rán sjálf, hún viðurkennir að hún hafi „listræna tendensa“, en ekki allar. Verk sem hangir á gangi íbúðarinnar vekur athygli. Myndin er eins og úr teiknimyndasögu, sýnir ljóshærða, spengilega konu í efnislitlum búningi, og fyrir framan hana mara karlkyns fígúrur í hálfu kafi. „Þessa fékk ég í afmælisgjöf fyrir mörgum árum síðan. Þetta á að vera ég hérna og þetta eru karlmennirnir í mínu lífi. Þannig að þið kannski skiljið af hverju karlmenn eru hræddir við mig. Þetta var túlkun hjá einum fyrrverandi sem gaf mér myndina,“ segir Ásdís Rán. Innt eftir því hvort þau hafi enn verið í sambandi þegar hún fékk myndina að gjöf segir hún svo ekki vera. „Við vorum hætt saman,“ segir hún kímin. Þá minnir hana að sami fyrrverandi hafi gefið henni forláta kaffibolla sem spyrill dreypti á kaffi sínu úr; fíngerður með gyllingu og áletruninni „BITCH“ í hástöfum. Innslagið má horfa á í heild í spilaranum fyrir neðan. Skoðunarferðin um íbúðina hefst um það bil á mínútu 8:50. Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Myndlist Morgunkaffi í Íslandi í dag Tengdar fréttir „Ísdrottningin myndi bráðna ef hér kæmi kjarnorkusprengja“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi. 26. apríl 2024 14:37 „Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti með undirskriftir sínar nú í morgun og var tekin tali af fréttamanni fréttastofunnar við það tækifæri. 26. apríl 2024 10:57 Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Mest lesið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Við fórum í morgunkaffi til Ásdísar Ránar í Íslandi í dag nú í vikunni. Þar ræddi hún meðal annars forsetaframboð sitt, fegurðina, öryggisgæslu á Bessastöðum og raunveruleikaþáttinn sem aldrei varð. Þá leiddi hún okkur í skoðunarferð um íbúð sína og það fyrsta sem greip augað voru listaverkin sem héngu upp um alla veggi. Flestar myndirnar gerði Ásdís Rán sjálf, hún viðurkennir að hún hafi „listræna tendensa“, en ekki allar. Verk sem hangir á gangi íbúðarinnar vekur athygli. Myndin er eins og úr teiknimyndasögu, sýnir ljóshærða, spengilega konu í efnislitlum búningi, og fyrir framan hana mara karlkyns fígúrur í hálfu kafi. „Þessa fékk ég í afmælisgjöf fyrir mörgum árum síðan. Þetta á að vera ég hérna og þetta eru karlmennirnir í mínu lífi. Þannig að þið kannski skiljið af hverju karlmenn eru hræddir við mig. Þetta var túlkun hjá einum fyrrverandi sem gaf mér myndina,“ segir Ásdís Rán. Innt eftir því hvort þau hafi enn verið í sambandi þegar hún fékk myndina að gjöf segir hún svo ekki vera. „Við vorum hætt saman,“ segir hún kímin. Þá minnir hana að sami fyrrverandi hafi gefið henni forláta kaffibolla sem spyrill dreypti á kaffi sínu úr; fíngerður með gyllingu og áletruninni „BITCH“ í hástöfum. Innslagið má horfa á í heild í spilaranum fyrir neðan. Skoðunarferðin um íbúðina hefst um það bil á mínútu 8:50.
Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Myndlist Morgunkaffi í Íslandi í dag Tengdar fréttir „Ísdrottningin myndi bráðna ef hér kæmi kjarnorkusprengja“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi. 26. apríl 2024 14:37 „Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti með undirskriftir sínar nú í morgun og var tekin tali af fréttamanni fréttastofunnar við það tækifæri. 26. apríl 2024 10:57 Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Mest lesið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
„Ísdrottningin myndi bráðna ef hér kæmi kjarnorkusprengja“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi. 26. apríl 2024 14:37
„Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti með undirskriftir sínar nú í morgun og var tekin tali af fréttamanni fréttastofunnar við það tækifæri. 26. apríl 2024 10:57
Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47