Leik kvöldsins lauk með sigri Sporting, 29-28. Skoraði Orri Freyr Þorkelsson þrjú mörk fyrir Portúgalana. Það dugði þó ekki til þar sem Löwen vann fyrri leik liðanna með þriggja marka mun og einvígið því með tveggja marka mun, 60-58.
Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað hjá Löwen í kvöld en nældi sér í gult spjald og tvær tveggja mínútna brottvísanir. Hann fer til Göppingen í sumar en áður en það gerist gæti hann orðið Evrópudeildarmeistari með Löwen sem mætir Füchse Berlín í undanúrslitum.
Rhein-Neckar Löwen 🦁resists the Portuguese fortress 💪and the win at home is good enough for them to be in Hamburg #ehfel #elm #allin pic.twitter.com/fZBXSUPzCh
— EHF European League (@ehfel_official) April 30, 2024
Í hinni undanúrslitarimmunni mætast Flensburg og Dinamo Búkarest. Úrslitahelgi Evrópudeildarinnar fer fram í Hamburg í Þýskalandi dagana 25. og 26. maí.