Jóhanna Margrét og Skara tryggðu sér sæti í undanúrslitum með því að slá út lið Höör í 8-liða úrslitum. Leikurinn gegn Sävehof í kvöld var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum og var leikið á heimavelli Sävehof.
Jóhanna Margrét átti heldur betur frábært kvöld fyrir Skara. Hún var markahæst í liðinu með 8 mörk þegar Skara vann 24-23 sigur. Hún skoraði mikilvæg mörk á lokakafla leiksins og var sú sem sá til þess að Skara stal heimavallaréttinum með sigri í þessum fyrsta leik.
Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði eitt mark fyrir Skara í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að fara í úrslitaeinvígið.