Aðeins einum leik frá ótrúlegu meti Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 07:28 Það gengur vel hjá Xabi Alonso. Getty/Alex Grimm Xabi Alonso og lærisveinar hans í Leverkusen hafa enn ekki tapað leik á leiktíðinni og eru aðeins einum leik frá því að slá ótrúlegt met. Leverkusen tapaði síðast leik í maí á síðasta ári og hefur nú spilað 48 leiki í röð, í öllum keppnum, án þess að þurfa að sætta sig við tap. Þessu hefur svo sannarlega fylgt árangur því liðið varð þýskur meistari í fyrsta sinn um miðjan apríl, er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar og mætir Kaiserslautern í úrslitaleik þýska bikarsins 25. maí. En ætli Leverkusen að slá 59 ára gamalt Evrópumet Benfica, með því að spila 49 leiki í röð án taps, þá þarf liðið að forðast tap gegn Roma á fimmtudaginn. Það er seinni leikur liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, og er Leverkusen 2-0 yfir eftir góðan útisigur í fyrri leiknum. Xabi Alonso's Bayer Leverkusen are one game away from breaking Benfica's 59-year record for longest undefeated run in European football 🧠 pic.twitter.com/V3unrH23Zj— B/R Football (@brfootball) May 5, 2024 Liðið á svo eftir tvo leiki í þýsku deildinni, þar sem aðeins Bochum og Augsburg geta komið í veg fyrri að Leverkusen klári deildina án þess að tapa. Liðið er fimmtán stigum á undan næsta liði, Bayern München. Leikmenn Leverkusen virðast síst farnir að lýjast því þeir unnu 5-1 stórsigur gegn Frankfurt á útivelli í gær, í 48. leik sínum í röð án taps. Granit Xhaka skoraði fyrsta markið með góðu skoti utan teigs á 12. mínútu. Hugo Ekitike náði að jafna fyrir Frankfurt en Patrick Schick kom Leverkusen yfir á nýjan leik, með skalla, rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik bætti Exequiel Palacios við marki úr víti, Jeremie Frimpong skoraði sem varamaður og Victor Boniface skoraði lokamarkið úr annarri vítaspyrnu. Þýski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira
Leverkusen tapaði síðast leik í maí á síðasta ári og hefur nú spilað 48 leiki í röð, í öllum keppnum, án þess að þurfa að sætta sig við tap. Þessu hefur svo sannarlega fylgt árangur því liðið varð þýskur meistari í fyrsta sinn um miðjan apríl, er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar og mætir Kaiserslautern í úrslitaleik þýska bikarsins 25. maí. En ætli Leverkusen að slá 59 ára gamalt Evrópumet Benfica, með því að spila 49 leiki í röð án taps, þá þarf liðið að forðast tap gegn Roma á fimmtudaginn. Það er seinni leikur liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, og er Leverkusen 2-0 yfir eftir góðan útisigur í fyrri leiknum. Xabi Alonso's Bayer Leverkusen are one game away from breaking Benfica's 59-year record for longest undefeated run in European football 🧠 pic.twitter.com/V3unrH23Zj— B/R Football (@brfootball) May 5, 2024 Liðið á svo eftir tvo leiki í þýsku deildinni, þar sem aðeins Bochum og Augsburg geta komið í veg fyrri að Leverkusen klári deildina án þess að tapa. Liðið er fimmtán stigum á undan næsta liði, Bayern München. Leikmenn Leverkusen virðast síst farnir að lýjast því þeir unnu 5-1 stórsigur gegn Frankfurt á útivelli í gær, í 48. leik sínum í röð án taps. Granit Xhaka skoraði fyrsta markið með góðu skoti utan teigs á 12. mínútu. Hugo Ekitike náði að jafna fyrir Frankfurt en Patrick Schick kom Leverkusen yfir á nýjan leik, með skalla, rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik bætti Exequiel Palacios við marki úr víti, Jeremie Frimpong skoraði sem varamaður og Victor Boniface skoraði lokamarkið úr annarri vítaspyrnu.
Þýski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira