Aðeins einum leik frá ótrúlegu meti Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 07:28 Það gengur vel hjá Xabi Alonso. Getty/Alex Grimm Xabi Alonso og lærisveinar hans í Leverkusen hafa enn ekki tapað leik á leiktíðinni og eru aðeins einum leik frá því að slá ótrúlegt met. Leverkusen tapaði síðast leik í maí á síðasta ári og hefur nú spilað 48 leiki í röð, í öllum keppnum, án þess að þurfa að sætta sig við tap. Þessu hefur svo sannarlega fylgt árangur því liðið varð þýskur meistari í fyrsta sinn um miðjan apríl, er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar og mætir Kaiserslautern í úrslitaleik þýska bikarsins 25. maí. En ætli Leverkusen að slá 59 ára gamalt Evrópumet Benfica, með því að spila 49 leiki í röð án taps, þá þarf liðið að forðast tap gegn Roma á fimmtudaginn. Það er seinni leikur liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, og er Leverkusen 2-0 yfir eftir góðan útisigur í fyrri leiknum. Xabi Alonso's Bayer Leverkusen are one game away from breaking Benfica's 59-year record for longest undefeated run in European football 🧠 pic.twitter.com/V3unrH23Zj— B/R Football (@brfootball) May 5, 2024 Liðið á svo eftir tvo leiki í þýsku deildinni, þar sem aðeins Bochum og Augsburg geta komið í veg fyrri að Leverkusen klári deildina án þess að tapa. Liðið er fimmtán stigum á undan næsta liði, Bayern München. Leikmenn Leverkusen virðast síst farnir að lýjast því þeir unnu 5-1 stórsigur gegn Frankfurt á útivelli í gær, í 48. leik sínum í röð án taps. Granit Xhaka skoraði fyrsta markið með góðu skoti utan teigs á 12. mínútu. Hugo Ekitike náði að jafna fyrir Frankfurt en Patrick Schick kom Leverkusen yfir á nýjan leik, með skalla, rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik bætti Exequiel Palacios við marki úr víti, Jeremie Frimpong skoraði sem varamaður og Victor Boniface skoraði lokamarkið úr annarri vítaspyrnu. Þýski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Sjá meira
Leverkusen tapaði síðast leik í maí á síðasta ári og hefur nú spilað 48 leiki í röð, í öllum keppnum, án þess að þurfa að sætta sig við tap. Þessu hefur svo sannarlega fylgt árangur því liðið varð þýskur meistari í fyrsta sinn um miðjan apríl, er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar og mætir Kaiserslautern í úrslitaleik þýska bikarsins 25. maí. En ætli Leverkusen að slá 59 ára gamalt Evrópumet Benfica, með því að spila 49 leiki í röð án taps, þá þarf liðið að forðast tap gegn Roma á fimmtudaginn. Það er seinni leikur liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, og er Leverkusen 2-0 yfir eftir góðan útisigur í fyrri leiknum. Xabi Alonso's Bayer Leverkusen are one game away from breaking Benfica's 59-year record for longest undefeated run in European football 🧠 pic.twitter.com/V3unrH23Zj— B/R Football (@brfootball) May 5, 2024 Liðið á svo eftir tvo leiki í þýsku deildinni, þar sem aðeins Bochum og Augsburg geta komið í veg fyrri að Leverkusen klári deildina án þess að tapa. Liðið er fimmtán stigum á undan næsta liði, Bayern München. Leikmenn Leverkusen virðast síst farnir að lýjast því þeir unnu 5-1 stórsigur gegn Frankfurt á útivelli í gær, í 48. leik sínum í röð án taps. Granit Xhaka skoraði fyrsta markið með góðu skoti utan teigs á 12. mínútu. Hugo Ekitike náði að jafna fyrir Frankfurt en Patrick Schick kom Leverkusen yfir á nýjan leik, með skalla, rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik bætti Exequiel Palacios við marki úr víti, Jeremie Frimpong skoraði sem varamaður og Victor Boniface skoraði lokamarkið úr annarri vítaspyrnu.
Þýski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Sjá meira