Dregið var í Búdapest fyrr í dag en úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu kvenna megin fer þar fram 1. og 2. júní. Í undanúrslitum mætast fimmföldu meistararnir Györi og Esbjerg frá Danmörku og Metz frá Frakklandi mætir SG Bietigheim frá Þýskalandi.
Final4 karla megin fer fram í Köln helgina 8. og 9. júní. Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Janus Daði Smárason og félagar mæta Álaborg á meðan Kiel mætir Barcelona.