Stolni gullhnöttur Maradona boðinn upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 12:32 Diego Maradona með verðlaun sín sem besti leikmaður HM í Mexíkó 1986. Þessi gullhnöttur verður nú boðinn upp. Getty/Jean-Jacques BERNIER Það er í tísku að bjóða upp muni sem eru tengdir knattspyrnugoðinu Diego Armando Maradona og nú berast fréttir af öðru slíku uppboði. Maradona átti magnað heimsmeistaramót í Mexíkó sumarið 1986 og það er erfitt að halda öðru fram en þetta sé besta heimsmeistarakeppni eins leikmanns í fótboltasögunni. Maradona skoraði fimm mörk og gaf fimm stoðsendingar í sjö leikjum Argentínu á mótinu, skoraði bæði mörkin í átta liða úrslitunum og undanúrslitunum auk þess að leggja upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að Maradona fékk gullhnöttinn fyrir að vera valinn besti leikmaður keppninnar. Þetta var í annað skiptið sem slík verðlaun voru afhent en Paolo Rossi fékk þau fyrst fjórum árum fyrr. Maradona's 'stolen' Golden Ball to be auctioned off https://t.co/WhhbW07Wb6— BBC News (UK) (@BBCNews) May 7, 2024 Það vissu hins vegar færri af því að þessum gullhnetti var stolið úr verðlaunasafni Maradona á sínum tíma. Gullhnötturinn hefur nú dúkkað upp og verður boðinn upp á uppboði á vegum Aguttes uppboðshússins. Uppboðið fer fram í Frakklandi 7. júní næstkomandi. Maradona lést árið 2020. Þetta er langt frá því að vera fyrsta uppboðið á munum Maradona frá þessari eftirminnilegu heimsmeistarakeppni. Keppnistreyjan og keppnisboltinn frá leik Argentínu í átta liða úrslitunum á móti Englandi voru bæði boðin upp á dögunum. Maradona skoraði tvívegis í leiknum á móti Englendingunum, fyrst með hendi guðs og svo með því að leika á hálft enska landsliðið frá miðju vallarins. Franska blaðið L'Equipe sagði frá því að gullhnetti Maradona hafi verið stolið en hann svo komið aftur í leitirnar. Það hefur nú verið staðfest að þetta sé hinn rétti gullhnöttur frá HM 1986. Það á eftir að koma í ljós hvað safnarar eru tilbúnir að greiða fyrir þennan sögulega verðlaunagrip en það er ljóst að Aguttes uppboðshúsið býst við að hann seljist á hundruð milljóna íslenskra króna. Maradona's World Cup Golden Ball trophy had mysteriously disappeared. It will be auctioned in Paris https://t.co/eJTwTA8CtA pic.twitter.com/TPJZNdMCZs— The Independent (@Independent) May 7, 2024 Andlát Diegos Maradona Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
Maradona átti magnað heimsmeistaramót í Mexíkó sumarið 1986 og það er erfitt að halda öðru fram en þetta sé besta heimsmeistarakeppni eins leikmanns í fótboltasögunni. Maradona skoraði fimm mörk og gaf fimm stoðsendingar í sjö leikjum Argentínu á mótinu, skoraði bæði mörkin í átta liða úrslitunum og undanúrslitunum auk þess að leggja upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að Maradona fékk gullhnöttinn fyrir að vera valinn besti leikmaður keppninnar. Þetta var í annað skiptið sem slík verðlaun voru afhent en Paolo Rossi fékk þau fyrst fjórum árum fyrr. Maradona's 'stolen' Golden Ball to be auctioned off https://t.co/WhhbW07Wb6— BBC News (UK) (@BBCNews) May 7, 2024 Það vissu hins vegar færri af því að þessum gullhnetti var stolið úr verðlaunasafni Maradona á sínum tíma. Gullhnötturinn hefur nú dúkkað upp og verður boðinn upp á uppboði á vegum Aguttes uppboðshússins. Uppboðið fer fram í Frakklandi 7. júní næstkomandi. Maradona lést árið 2020. Þetta er langt frá því að vera fyrsta uppboðið á munum Maradona frá þessari eftirminnilegu heimsmeistarakeppni. Keppnistreyjan og keppnisboltinn frá leik Argentínu í átta liða úrslitunum á móti Englandi voru bæði boðin upp á dögunum. Maradona skoraði tvívegis í leiknum á móti Englendingunum, fyrst með hendi guðs og svo með því að leika á hálft enska landsliðið frá miðju vallarins. Franska blaðið L'Equipe sagði frá því að gullhnetti Maradona hafi verið stolið en hann svo komið aftur í leitirnar. Það hefur nú verið staðfest að þetta sé hinn rétti gullhnöttur frá HM 1986. Það á eftir að koma í ljós hvað safnarar eru tilbúnir að greiða fyrir þennan sögulega verðlaunagrip en það er ljóst að Aguttes uppboðshúsið býst við að hann seljist á hundruð milljóna íslenskra króna. Maradona's World Cup Golden Ball trophy had mysteriously disappeared. It will be auctioned in Paris https://t.co/eJTwTA8CtA pic.twitter.com/TPJZNdMCZs— The Independent (@Independent) May 7, 2024
Andlát Diegos Maradona Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira