Bleyjur og klósettpappír áhorfenda kostuðu ÍBV Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2024 11:31 Stuðningsmenn ÍBV voru að vanda öflugir í úrslitakeppninni en einhverjir þeirra fóru yfir strikið að mati aganefndar HSÍ. Myndin tengist greininni óbeint. vísir/Hulda Margrét Hegðun stuðningsmanna ÍBV í Kaplakrika á dögunum hefur nú leitt til þess að handknattleiksdeild félagsins hefur verið sektuð af aganefnd HSÍ. Hluti stuðningsmanna ÍBV tók sig til og kastaði bæði bleyjum og klósettpappír inn á völlinn í Kaplakrika, í þriðja leik einvígis FH og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla. Leik sem Íslandsmeistararnir unnu, eftir tvö töp í fyrstu leikjunum við FH. Þetta gerðu stuðningsmennirnir í fyrstu sókn FH, eftir að ÍBV hafði byrjað leikinn í sókn, og þurfti að stöðva leikinn til að sópa pappír og bleyjum af velinum. Málið fór inn á borð aganefndar HSÍ sem nú hefur sektað ÍBV um 25.000 krónur. Í niðurstöðu aganefndar segir: „Í 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál kemur fram að „ef áhorfendur, þar með taldir forystumenn félaga, gerast sekir um vítaverða eða hættulega framkomu gagnvart leikmönnum, dómurum eða starfsmönnum leiks, er aganefnd heimilt að sekta viðkomandi félag þar sem leikurinn fer fram sem og gestaliðið í sérstökum tilvikum.“ Aganefnd telur ljóst að umrætt atvik uppfylli öll skilyrði 1. mgr. 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.“ „Engin vanvirðing og enginn meiddi sig“ Þetta var ekki í fyrsta sinn sem að stuðningsmenn ÍBV kasta klósettpappír inn á völlinn í upphafi leiks, því það gerðu þeir að minnsta kosti einnig á Ásvöllum í leik við Hauka í 8-liða úrslitum. Í þeim leik áttu Haukar fyrstu sóknina, og var leikurinn því alveg nýhafinn þegar klósettpappírnum var kastað. Stuðningsmenn ÍBV eiga í góðu sambandi við leikmenn og hafa ósjaldan fagnað með þeim síðustu ár, enda liðið ríkjandi Íslandsmeistari.vísir/Hulda Margrét Eyjamönnum var ekki refsað fyrir þetta og eftir leikinn við Hauka sagði þjálfari ÍBV, Magnús Stefánsson, að hafa mætti gaman af uppátækinu: „Þetta var engin vanvirðing og það var enginn sem meiddi sig og enginn sem var særður eftir þetta. Eftir á getum við hlegið að þessu og gerir þetta ekki gott sjónvarp ennþá betra? Haukar skutu líka einhverju inn á í seinni hálfleik og það þurfti að sópa og þetta er alveg fyndið. Það má hafa gaman af þessu á meðan það er ekki verið að kasta hlutum í fólk,“ sagði Magnús, ánægður með þann frábæra stuðning sem Eyjamenn fengu almennt í úrslitakeppninni. „Að fólk skuli mæta eldsnemma í Herjólf til þess að fara á einn handboltaleik er ótrúlegt og þvílíkt styrkleikamerki fyrir okkur og þetta sýnir hvað við eigum gott fólk sem er tilbúið að leggja þetta á sig og menn finna fyrir ábyrgð og verða að vera með góða sýningu. Þetta eru áhorfendurnir okkar og við erum bara leikararnir. Það er ekki annað hægt en að hrífast með og hafa gaman,“ sagði Magnús eftir leikinn við Hauka. Eyjamenn slógu út Hauka og áttu í hörkueinvígi við FH en töpuðu að lokum í oddaleik og eru því farnir í sumarfrí. FH spilar hins vegar til úrslita við sigurliðið úr einvígi Aftureldingar og Vals. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Sjá meira
Hluti stuðningsmanna ÍBV tók sig til og kastaði bæði bleyjum og klósettpappír inn á völlinn í Kaplakrika, í þriðja leik einvígis FH og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla. Leik sem Íslandsmeistararnir unnu, eftir tvö töp í fyrstu leikjunum við FH. Þetta gerðu stuðningsmennirnir í fyrstu sókn FH, eftir að ÍBV hafði byrjað leikinn í sókn, og þurfti að stöðva leikinn til að sópa pappír og bleyjum af velinum. Málið fór inn á borð aganefndar HSÍ sem nú hefur sektað ÍBV um 25.000 krónur. Í niðurstöðu aganefndar segir: „Í 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál kemur fram að „ef áhorfendur, þar með taldir forystumenn félaga, gerast sekir um vítaverða eða hættulega framkomu gagnvart leikmönnum, dómurum eða starfsmönnum leiks, er aganefnd heimilt að sekta viðkomandi félag þar sem leikurinn fer fram sem og gestaliðið í sérstökum tilvikum.“ Aganefnd telur ljóst að umrætt atvik uppfylli öll skilyrði 1. mgr. 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.“ „Engin vanvirðing og enginn meiddi sig“ Þetta var ekki í fyrsta sinn sem að stuðningsmenn ÍBV kasta klósettpappír inn á völlinn í upphafi leiks, því það gerðu þeir að minnsta kosti einnig á Ásvöllum í leik við Hauka í 8-liða úrslitum. Í þeim leik áttu Haukar fyrstu sóknina, og var leikurinn því alveg nýhafinn þegar klósettpappírnum var kastað. Stuðningsmenn ÍBV eiga í góðu sambandi við leikmenn og hafa ósjaldan fagnað með þeim síðustu ár, enda liðið ríkjandi Íslandsmeistari.vísir/Hulda Margrét Eyjamönnum var ekki refsað fyrir þetta og eftir leikinn við Hauka sagði þjálfari ÍBV, Magnús Stefánsson, að hafa mætti gaman af uppátækinu: „Þetta var engin vanvirðing og það var enginn sem meiddi sig og enginn sem var særður eftir þetta. Eftir á getum við hlegið að þessu og gerir þetta ekki gott sjónvarp ennþá betra? Haukar skutu líka einhverju inn á í seinni hálfleik og það þurfti að sópa og þetta er alveg fyndið. Það má hafa gaman af þessu á meðan það er ekki verið að kasta hlutum í fólk,“ sagði Magnús, ánægður með þann frábæra stuðning sem Eyjamenn fengu almennt í úrslitakeppninni. „Að fólk skuli mæta eldsnemma í Herjólf til þess að fara á einn handboltaleik er ótrúlegt og þvílíkt styrkleikamerki fyrir okkur og þetta sýnir hvað við eigum gott fólk sem er tilbúið að leggja þetta á sig og menn finna fyrir ábyrgð og verða að vera með góða sýningu. Þetta eru áhorfendurnir okkar og við erum bara leikararnir. Það er ekki annað hægt en að hrífast með og hafa gaman,“ sagði Magnús eftir leikinn við Hauka. Eyjamenn slógu út Hauka og áttu í hörkueinvígi við FH en töpuðu að lokum í oddaleik og eru því farnir í sumarfrí. FH spilar hins vegar til úrslita við sigurliðið úr einvígi Aftureldingar og Vals.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Sjá meira