Hóta því að lögsækja FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2024 08:11 Gianni Infantino, forseti FIFA, með Aboubacar Sampil, forseta gíneska sambandsins og Erick Thohir forseta indóníska sambandsins. Getty/Aurelien Meunier Alþjóða knattspyrnusambandið hefur bætt enn við þétta leikjadagskrá bestu knattspyrnumanna heims með því að stækka mikið heimsmeistarakeppni félagsliða. FIFA menn virðast hins vegar hafa fundið þolmörkin ef marka má viðbrögðin. Mikið leikjaálag hefur verið lengi vandamál í knattspyrnuheiminum og því ljóst að með því að bæta við fleiri leikjum þá eru hæstráðendur fótboltans að fara í kolranga átt. Samtök atvinnumannadeilda annars vegar og atvinnufótboltamanna, Fifpro, hins vegar hafa nú sent FIFA bréf þar sem alþjóðasambandinu er hótað lögsókn. Í bréfinu kemur fram að mikil andstæða sé gegn fyrirhugaðri nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða sem hefur verið sett á sumarið 2025. FIFA warned of legal action over playing calendarFIFA has been warned of legal action from players and national leagues if it does not backtrack on adding new and bigger competitions to the congested calendar of men's international football.https://t.co/tZzNcssrWV— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 9, 2024 32 félög eiga að taka þátt í henni í stað sjö áður. Í raun verður þetta jafnstór keppni og heimsmeistarakeppni landsliða var. Mótið á að fara fram í júní og júlí á næsta ári. Deildirnar telja sig verða fyrir fjártjóni og leikmenn kvarta að nú sé álagið komið yfir algjör þolmörk. „EF FIFA neitar beiðni okkar um að leysa þetta mál á næsta stjórnarfundi sínum þá verðum við tilneydd til að ráðleggja okkar meðlimum að skoða mögulegar aðgerðir. Einn af þeim kostum er málshöfðun gegn FIFA,“ segir í bréfinu. FIFA heldur því fram að þeir hafi tekið tillit til heilsu leikmanna við skipulagningu keppninnar og að nýja keppnin passi vel inn í alþjóðlega fótboltadagatalið. „Við höfum passað upp á það að það sé nægjanlegur tími á milli úrslitaleiksins og þess tíma þegar margar deildir fara aftur af stað,“ segir meðal annars í yfirlýsingu sambandsins. FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira
Mikið leikjaálag hefur verið lengi vandamál í knattspyrnuheiminum og því ljóst að með því að bæta við fleiri leikjum þá eru hæstráðendur fótboltans að fara í kolranga átt. Samtök atvinnumannadeilda annars vegar og atvinnufótboltamanna, Fifpro, hins vegar hafa nú sent FIFA bréf þar sem alþjóðasambandinu er hótað lögsókn. Í bréfinu kemur fram að mikil andstæða sé gegn fyrirhugaðri nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða sem hefur verið sett á sumarið 2025. FIFA warned of legal action over playing calendarFIFA has been warned of legal action from players and national leagues if it does not backtrack on adding new and bigger competitions to the congested calendar of men's international football.https://t.co/tZzNcssrWV— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 9, 2024 32 félög eiga að taka þátt í henni í stað sjö áður. Í raun verður þetta jafnstór keppni og heimsmeistarakeppni landsliða var. Mótið á að fara fram í júní og júlí á næsta ári. Deildirnar telja sig verða fyrir fjártjóni og leikmenn kvarta að nú sé álagið komið yfir algjör þolmörk. „EF FIFA neitar beiðni okkar um að leysa þetta mál á næsta stjórnarfundi sínum þá verðum við tilneydd til að ráðleggja okkar meðlimum að skoða mögulegar aðgerðir. Einn af þeim kostum er málshöfðun gegn FIFA,“ segir í bréfinu. FIFA heldur því fram að þeir hafi tekið tillit til heilsu leikmanna við skipulagningu keppninnar og að nýja keppnin passi vel inn í alþjóðlega fótboltadagatalið. „Við höfum passað upp á það að það sé nægjanlegur tími á milli úrslitaleiksins og þess tíma þegar margar deildir fara aftur af stað,“ segir meðal annars í yfirlýsingu sambandsins.
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira