Hóta því að lögsækja FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2024 08:11 Gianni Infantino, forseti FIFA, með Aboubacar Sampil, forseta gíneska sambandsins og Erick Thohir forseta indóníska sambandsins. Getty/Aurelien Meunier Alþjóða knattspyrnusambandið hefur bætt enn við þétta leikjadagskrá bestu knattspyrnumanna heims með því að stækka mikið heimsmeistarakeppni félagsliða. FIFA menn virðast hins vegar hafa fundið þolmörkin ef marka má viðbrögðin. Mikið leikjaálag hefur verið lengi vandamál í knattspyrnuheiminum og því ljóst að með því að bæta við fleiri leikjum þá eru hæstráðendur fótboltans að fara í kolranga átt. Samtök atvinnumannadeilda annars vegar og atvinnufótboltamanna, Fifpro, hins vegar hafa nú sent FIFA bréf þar sem alþjóðasambandinu er hótað lögsókn. Í bréfinu kemur fram að mikil andstæða sé gegn fyrirhugaðri nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða sem hefur verið sett á sumarið 2025. FIFA warned of legal action over playing calendarFIFA has been warned of legal action from players and national leagues if it does not backtrack on adding new and bigger competitions to the congested calendar of men's international football.https://t.co/tZzNcssrWV— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 9, 2024 32 félög eiga að taka þátt í henni í stað sjö áður. Í raun verður þetta jafnstór keppni og heimsmeistarakeppni landsliða var. Mótið á að fara fram í júní og júlí á næsta ári. Deildirnar telja sig verða fyrir fjártjóni og leikmenn kvarta að nú sé álagið komið yfir algjör þolmörk. „EF FIFA neitar beiðni okkar um að leysa þetta mál á næsta stjórnarfundi sínum þá verðum við tilneydd til að ráðleggja okkar meðlimum að skoða mögulegar aðgerðir. Einn af þeim kostum er málshöfðun gegn FIFA,“ segir í bréfinu. FIFA heldur því fram að þeir hafi tekið tillit til heilsu leikmanna við skipulagningu keppninnar og að nýja keppnin passi vel inn í alþjóðlega fótboltadagatalið. „Við höfum passað upp á það að það sé nægjanlegur tími á milli úrslitaleiksins og þess tíma þegar margar deildir fara aftur af stað,“ segir meðal annars í yfirlýsingu sambandsins. FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira
Mikið leikjaálag hefur verið lengi vandamál í knattspyrnuheiminum og því ljóst að með því að bæta við fleiri leikjum þá eru hæstráðendur fótboltans að fara í kolranga átt. Samtök atvinnumannadeilda annars vegar og atvinnufótboltamanna, Fifpro, hins vegar hafa nú sent FIFA bréf þar sem alþjóðasambandinu er hótað lögsókn. Í bréfinu kemur fram að mikil andstæða sé gegn fyrirhugaðri nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða sem hefur verið sett á sumarið 2025. FIFA warned of legal action over playing calendarFIFA has been warned of legal action from players and national leagues if it does not backtrack on adding new and bigger competitions to the congested calendar of men's international football.https://t.co/tZzNcssrWV— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 9, 2024 32 félög eiga að taka þátt í henni í stað sjö áður. Í raun verður þetta jafnstór keppni og heimsmeistarakeppni landsliða var. Mótið á að fara fram í júní og júlí á næsta ári. Deildirnar telja sig verða fyrir fjártjóni og leikmenn kvarta að nú sé álagið komið yfir algjör þolmörk. „EF FIFA neitar beiðni okkar um að leysa þetta mál á næsta stjórnarfundi sínum þá verðum við tilneydd til að ráðleggja okkar meðlimum að skoða mögulegar aðgerðir. Einn af þeim kostum er málshöfðun gegn FIFA,“ segir í bréfinu. FIFA heldur því fram að þeir hafi tekið tillit til heilsu leikmanna við skipulagningu keppninnar og að nýja keppnin passi vel inn í alþjóðlega fótboltadagatalið. „Við höfum passað upp á það að það sé nægjanlegur tími á milli úrslitaleiksins og þess tíma þegar margar deildir fara aftur af stað,“ segir meðal annars í yfirlýsingu sambandsins.
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira