Óskar verði sjálfur að svara fyrir ákvörðun sína Aron Guðmundsson skrifar 10. maí 2024 09:11 Óskar Hrafn Þorvaldsson er ekki lengur þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Vísir/Hulda Margrét Christoffer Falkeid, formaður FK Haugesund, vildi lítið tjá sig sig um óvænt brotthvarf Óskars Hrafns Þorvaldssonar úr þjálfarastöðu félagsins. Óskar Hrafn verði að svara fyrir ákvörðun sína sjálfur. Félagið þurfi nú að vinna úr þessari stöðu. Óskar Hrafn Þorvaldsson er hættur sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Frá þessu greindi félagið í yfirlýsingu nú í morgunsárið. Óskar var ráðinn þjálfari Haugesund í október á síðasta ári og stýrði hann liðinu í alls sjö leikjum. Félagið hefur nú leit að nýjum þjálfara en Óskar skilur við liðið í 13. sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Aðspurður hvaða ástæðu Óskar Hrafn hefði gefið upp í tengslum við þessa ákvörðun sína vildi Christoffer ekki tjá sig um það. „Hann verður að svara fyrir það sjálfur. Hann sagði upp störfum,“ segir Christoffer í samtali við TV 2. „Hann á einnig rétt á því að svara þessu, eða ekki,“ segir Christoffer en rétt er að geta þess að Óskar Hrafn vildi ekki tjá sig um brotthvarf sitt í samtali við Vísi þegar að eftir því var leitað. „Hann sagði upp störfum í gær og við gengum á hann varðandi ástæðuna fyrir þeirri ákvörðun og hvert hann væri viss. Við vildum ganga úr skugga um að þetta væri ákvörðun sem hann væri að taka að vel ígrunduðu máli. Við þurfum bara að sætta okkur við ákvörðun hans,“ sagði Christoffer í samtali við TV2. Ákvörðun hans kom hins vegar forráðamönnum FK Haugesund í opna skjöldu. „Þetta er synd. Óskar var með þriggja ára samning hjá okkur. Í ljósi þess er þetta klárlega ekki ákjósanlegt. Þetta eru þriðju þjálfarabreytingarnar hjá okkur síðan í september á síðasta ári. Leit FK Haugesund að nýjum þjálfara er nú þegar hafin en þar til að arftaki Óskars Hrafns er fundinn munu aðstoðarþjálfararnir Sancheev Manoharan, Paul André Farstad og Kamil Rylka stýra liðinu. Norski boltinn Tengdar fréttir Óskar Hrafn hættur hjá Haugesund Óskar Hrafn Þorvaldsson er hættur sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu nú í morgunsárið. 10. maí 2024 07:49 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson er hættur sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Frá þessu greindi félagið í yfirlýsingu nú í morgunsárið. Óskar var ráðinn þjálfari Haugesund í október á síðasta ári og stýrði hann liðinu í alls sjö leikjum. Félagið hefur nú leit að nýjum þjálfara en Óskar skilur við liðið í 13. sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Aðspurður hvaða ástæðu Óskar Hrafn hefði gefið upp í tengslum við þessa ákvörðun sína vildi Christoffer ekki tjá sig um það. „Hann verður að svara fyrir það sjálfur. Hann sagði upp störfum,“ segir Christoffer í samtali við TV 2. „Hann á einnig rétt á því að svara þessu, eða ekki,“ segir Christoffer en rétt er að geta þess að Óskar Hrafn vildi ekki tjá sig um brotthvarf sitt í samtali við Vísi þegar að eftir því var leitað. „Hann sagði upp störfum í gær og við gengum á hann varðandi ástæðuna fyrir þeirri ákvörðun og hvert hann væri viss. Við vildum ganga úr skugga um að þetta væri ákvörðun sem hann væri að taka að vel ígrunduðu máli. Við þurfum bara að sætta okkur við ákvörðun hans,“ sagði Christoffer í samtali við TV2. Ákvörðun hans kom hins vegar forráðamönnum FK Haugesund í opna skjöldu. „Þetta er synd. Óskar var með þriggja ára samning hjá okkur. Í ljósi þess er þetta klárlega ekki ákjósanlegt. Þetta eru þriðju þjálfarabreytingarnar hjá okkur síðan í september á síðasta ári. Leit FK Haugesund að nýjum þjálfara er nú þegar hafin en þar til að arftaki Óskars Hrafns er fundinn munu aðstoðarþjálfararnir Sancheev Manoharan, Paul André Farstad og Kamil Rylka stýra liðinu.
Norski boltinn Tengdar fréttir Óskar Hrafn hættur hjá Haugesund Óskar Hrafn Þorvaldsson er hættur sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu nú í morgunsárið. 10. maí 2024 07:49 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira
Óskar Hrafn hættur hjá Haugesund Óskar Hrafn Þorvaldsson er hættur sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu nú í morgunsárið. 10. maí 2024 07:49