Undanfarin tvö tímabil hefur Hilmar leikið með Baskets Munster í þýsku B-deildinni. Í vetur var hann með 10,3 stig, 2,1 frákast og 3,0 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Hilmar er uppalinn hjá Haukum en lék með Breiðabliki áður en hann fór til Þýskalands. Þar lék hann undir stjórn föður síns, eins og hann mun gera í Keflavík á næsta tímabili.
Hilmar, sem er 24 ára bakvörður, þekkir ágætlega til hjá Keflavík en hann lék með liðinu tímabilið 2017-18.
„Ég hlakka mikið til að klæðast Keflavíkurbúningnum á nýjan leik. Ég hef bætt leik minn jafnt og þétt undanfarin ár svo vonandi get ég hjálpað Keflavíkurliðinu að gera góða hluti í framtíðinni. Ekki skemmir fyrir að spila aftur undir stjórn pabba og með bróður mínum sem er alltaf að verða betri og betri,“ sagði Hilmar í frétt á samfélagsmiðlum Keflavíkur.