„Vonandi gerir hann aftur eitthvað svona heimskulegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 11:30 Sigurður Pétursson fagnar sigri Keflavíkur í gær en hann var besti maður vallarins enda frábær bæði sókn og vörn. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Pétursson átti frábæran leik í gær þegar Keflavíkurliðið þurfti svo mikið á honum að halda. Keflavík tryggði sér oddaleik með 89-82 sigri á Grindavík. Sigurður ræddi meðal annars samfélagsmiðlafærslu og rauðrófusafa í viðtalinu eftir leikinn. Subway Körfuboltakvöld valdi Sigurð PlayAir leiksins fyrir framgöngu sína. Hann endaði leikinn með 24 stig, 7 fráköst, 3 stoðsendingar, 2 stolna bolta og 2 varin skot. Sigurður hitti úr 66 prósent skota sinna (10 af 15) og þar af fjórum af fimm skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. „PlayAir leiksins að okkar mati var algjörlega stórkostlegur. Sigurður Pétursson. Þú ert að koma hingað í annað sinn í settið en þessi frammistaða hjá þér í kvöld. Fannstu það fyrir leikinn: Ég verð að stíga upp,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Já, þeir er búnir að vera að segja þetta við mig, Maggi aðstoðarþjálfari (Magnús Þór Gunnarsson) og Jaka (Brodnik). Það gengur ekki að ég sé að skora fjögur stig í leik þegar ég á að koma í staðinn fyrir Remy (Martin),“ sagði Sigurður. „Ég var aðallega að pæla í því að það kom ekki til greina að fara að tapa þessum leik,“ sagði Sigurður. Hann sagði líka frá því að færsla leikmanns Grindavíkur á samfélagsmiðlum hafi kveikt í Keflavíkurliðinu. Instagram færsla Julio „Þeir eru kannski búnir að setja pressu á sig sjálfir. Julio (De Asisse) setti á Instagram story að þeir væru komnir í Finals eða setti mynd af Kobe Bryant í Finals. Ég sá þetta, setti þetta inn í okkar hóp og við vorum ekki að fara að tapa á móti þessu liði,“ sagði Sigurður. „Þetta virkaði alla vega núna fyrir okkur. Vonandi gerir hann aftur eitthvað svona heimskulegt fyrir næsta leik,“ sagði Sigurður. Ég var líka orðinn smá stressaður „Þetta var orðið dálítið tæpt undir lokin en við erum með góða ‚closera' eins og Jaka og Igor (Maric). Ískaldir og setja niður þrista. Ég var líka orðinn smá stressaður,“ sagði Sigurður um lokakaflann þegar Grindavíkingar komu til baka. Remy Martin hefur ekkert spilað með Keflavíkurliðinu síðan í leik eitt en er Keflavíkurliðið búið að finna réttu leiðina til að spila án hans? Betra varnarlið án Remy „Það voru alls konar gæjar að stíga upp fyrir Remy sem var aðalskorarinn okkar. Án hans þá erum við stærri varnarlega og spilum betri vörn. Við lítum bara á björtu hliðarnar,“ sagði Sigurður. Sigurður var á fullu allan leikinn en er hann ekki þreyttur eftir svona leik? „Jú, ég er með svona létta heilaþoku núna en ég las mér til fyrir leikinn og prófaði að drekka rauðrófusafa. Ég vil meina það að hann hafi gefið mér aukakraft undir lokin,“ sagði Sigurður. „Kristinn Marinósson, gamall liðsfélagi minn, drakk alltaf eina rauðrófusafaflösku á hverjum degi. Ég stal þessu frá honum,“ sagði Sigurður. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Sigurður Pétursson Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld valdi Sigurð PlayAir leiksins fyrir framgöngu sína. Hann endaði leikinn með 24 stig, 7 fráköst, 3 stoðsendingar, 2 stolna bolta og 2 varin skot. Sigurður hitti úr 66 prósent skota sinna (10 af 15) og þar af fjórum af fimm skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. „PlayAir leiksins að okkar mati var algjörlega stórkostlegur. Sigurður Pétursson. Þú ert að koma hingað í annað sinn í settið en þessi frammistaða hjá þér í kvöld. Fannstu það fyrir leikinn: Ég verð að stíga upp,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Já, þeir er búnir að vera að segja þetta við mig, Maggi aðstoðarþjálfari (Magnús Þór Gunnarsson) og Jaka (Brodnik). Það gengur ekki að ég sé að skora fjögur stig í leik þegar ég á að koma í staðinn fyrir Remy (Martin),“ sagði Sigurður. „Ég var aðallega að pæla í því að það kom ekki til greina að fara að tapa þessum leik,“ sagði Sigurður. Hann sagði líka frá því að færsla leikmanns Grindavíkur á samfélagsmiðlum hafi kveikt í Keflavíkurliðinu. Instagram færsla Julio „Þeir eru kannski búnir að setja pressu á sig sjálfir. Julio (De Asisse) setti á Instagram story að þeir væru komnir í Finals eða setti mynd af Kobe Bryant í Finals. Ég sá þetta, setti þetta inn í okkar hóp og við vorum ekki að fara að tapa á móti þessu liði,“ sagði Sigurður. „Þetta virkaði alla vega núna fyrir okkur. Vonandi gerir hann aftur eitthvað svona heimskulegt fyrir næsta leik,“ sagði Sigurður. Ég var líka orðinn smá stressaður „Þetta var orðið dálítið tæpt undir lokin en við erum með góða ‚closera' eins og Jaka og Igor (Maric). Ískaldir og setja niður þrista. Ég var líka orðinn smá stressaður,“ sagði Sigurður um lokakaflann þegar Grindavíkingar komu til baka. Remy Martin hefur ekkert spilað með Keflavíkurliðinu síðan í leik eitt en er Keflavíkurliðið búið að finna réttu leiðina til að spila án hans? Betra varnarlið án Remy „Það voru alls konar gæjar að stíga upp fyrir Remy sem var aðalskorarinn okkar. Án hans þá erum við stærri varnarlega og spilum betri vörn. Við lítum bara á björtu hliðarnar,“ sagði Sigurður. Sigurður var á fullu allan leikinn en er hann ekki þreyttur eftir svona leik? „Jú, ég er með svona létta heilaþoku núna en ég las mér til fyrir leikinn og prófaði að drekka rauðrófusafa. Ég vil meina það að hann hafi gefið mér aukakraft undir lokin,“ sagði Sigurður. „Kristinn Marinósson, gamall liðsfélagi minn, drakk alltaf eina rauðrófusafaflösku á hverjum degi. Ég stal þessu frá honum,“ sagði Sigurður. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Sigurður Pétursson
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira