Segir að Play sé og verði áfram með höfuðstöðvar á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. maí 2024 13:34 Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play. Einar Árnason Forstjóri Play vill árétta að flugfélagið sé ekki á förum frá Íslandi. Kjarnastarfsemin sé hér á landi og verði það áfram. Í tengslum við stækkunarfasa félagsins séu hins vegar uppi hugmyndir um að tvær til þrjár flugvélar verði staðsettar í öðru landi. Í gær birtist viðtal við Einar Örn Ólafsson, forstjóra Play, í flugfréttamiðlinum Flightglobal þar sem fram komu ýmsar hugmyndir um framtíð félagsins í tengslum við stækkun flugflotans. Einari finnst þó ýmislegt hafa misfarist í túlkun blaðamannsins og sumt tekið of bókstaflega. „Það sem ég segi við hann er að við höfum gefið það út að við ætlum að tvöfalda flugflotann okkar á næstu fjórum til fimm árum og fara með þetta upp í átján til tuttugu vélar, og okkur finnst ekkert ótrúlegt - þó engin ákvörðun hafi verið tekin um slíkt - að tvær til þrjár þeirra verði staðsettar annars staðar en á Íslandi og fljúgi þá frekar til Íslands frekar en frá Íslandi. Við erum nú þegar með nokkur flug daglega, að jafnaði, til Spánar og til hinna ýmsu staða; Barcelona, Madrid, Alicante, Tenerife, Malaga, Mallorca, þetta er út um allt. Við erum þegar með nokkur flug á dag til Spánar og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að við snúum þessu við og fljúgum frekar frá Spáni til Íslands.“ Ýmsir kostir geti verið fólgnir í því að hafa tvær til þrjár flugvélar á Spáni. „Þetta myndi þá hugsanlega þýða að við værum þá að fljúga frá þessum stöðum líka til annarra staða í Evrópu heldur en til Íslands en ennþá eru þetta nú bara svona fabúleringar um hvert vöxturinn gæti leitt okkur. Þetta hefði auðvitað ekki áhrif á þá starfsemi sem fer fram á Íslandi því auðvitað myndu vélar sem eru staðsettar á Spáni ekki fljúga milli Íslands og Kaupmannahafnar eða Íslands og Bandaríkjanna, þannig að þetta hefur ekki áhrif á þá starfsemi sem fer fram hér. Hún mun eftir sem áður vaxa en hluti af vexti félagsins kann að fara fram með þeim hætti að við staðsetjum vélar utan Íslands.“ Félagið sé íslenskt og verði með sínar höfuðstöðvar hér. „Kjarni félagsins er að fljúga með ferðamenn til og frá Íslandi og reyndar yfir Atlantshafið með viðkomu á Íslandi. Það er kjarninn í starfseminni og þessu verður ekki sinnt öðruvísi en með því að aðalstarfsemin verði á Íslandi.“ Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Forstjóri Play íhugar að fljúga frekar til Íslands en frá Forstjóri Play hefur velt upp möguleikanum á því að koma á fót heimavelli annars staðar en á Íslandi, til dæmis á Spáni. Þannig væri hægt að fljúga frá Spáni til Íslands með spænska áhöfn. 15. maí 2024 18:00 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Í gær birtist viðtal við Einar Örn Ólafsson, forstjóra Play, í flugfréttamiðlinum Flightglobal þar sem fram komu ýmsar hugmyndir um framtíð félagsins í tengslum við stækkun flugflotans. Einari finnst þó ýmislegt hafa misfarist í túlkun blaðamannsins og sumt tekið of bókstaflega. „Það sem ég segi við hann er að við höfum gefið það út að við ætlum að tvöfalda flugflotann okkar á næstu fjórum til fimm árum og fara með þetta upp í átján til tuttugu vélar, og okkur finnst ekkert ótrúlegt - þó engin ákvörðun hafi verið tekin um slíkt - að tvær til þrjár þeirra verði staðsettar annars staðar en á Íslandi og fljúgi þá frekar til Íslands frekar en frá Íslandi. Við erum nú þegar með nokkur flug daglega, að jafnaði, til Spánar og til hinna ýmsu staða; Barcelona, Madrid, Alicante, Tenerife, Malaga, Mallorca, þetta er út um allt. Við erum þegar með nokkur flug á dag til Spánar og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að við snúum þessu við og fljúgum frekar frá Spáni til Íslands.“ Ýmsir kostir geti verið fólgnir í því að hafa tvær til þrjár flugvélar á Spáni. „Þetta myndi þá hugsanlega þýða að við værum þá að fljúga frá þessum stöðum líka til annarra staða í Evrópu heldur en til Íslands en ennþá eru þetta nú bara svona fabúleringar um hvert vöxturinn gæti leitt okkur. Þetta hefði auðvitað ekki áhrif á þá starfsemi sem fer fram á Íslandi því auðvitað myndu vélar sem eru staðsettar á Spáni ekki fljúga milli Íslands og Kaupmannahafnar eða Íslands og Bandaríkjanna, þannig að þetta hefur ekki áhrif á þá starfsemi sem fer fram hér. Hún mun eftir sem áður vaxa en hluti af vexti félagsins kann að fara fram með þeim hætti að við staðsetjum vélar utan Íslands.“ Félagið sé íslenskt og verði með sínar höfuðstöðvar hér. „Kjarni félagsins er að fljúga með ferðamenn til og frá Íslandi og reyndar yfir Atlantshafið með viðkomu á Íslandi. Það er kjarninn í starfseminni og þessu verður ekki sinnt öðruvísi en með því að aðalstarfsemin verði á Íslandi.“
Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Forstjóri Play íhugar að fljúga frekar til Íslands en frá Forstjóri Play hefur velt upp möguleikanum á því að koma á fót heimavelli annars staðar en á Íslandi, til dæmis á Spáni. Þannig væri hægt að fljúga frá Spáni til Íslands með spænska áhöfn. 15. maí 2024 18:00 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Forstjóri Play íhugar að fljúga frekar til Íslands en frá Forstjóri Play hefur velt upp möguleikanum á því að koma á fót heimavelli annars staðar en á Íslandi, til dæmis á Spáni. Þannig væri hægt að fljúga frá Spáni til Íslands með spænska áhöfn. 15. maí 2024 18:00