Myndaveisla: Ekkert gefið eftir í forsetafögnuði ísdrottningarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. maí 2024 20:37 Glæsilegur hópur frambjóðenda. Frá hægri: Steinunn Ólína, Halla Hrund, Helga Þóris, Ástþór Magnússon, Ásdís Rán, Halla Tómas, Katrín Jakobs, Eiríkur ingi og Viktor Trausta. Silla Páls Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi bauð meðframbjóðendum sínum á galakvöld á Iceland Parliament hótelinu í gærkvöldi. Þangað mættu frambjóðendur í sínu fínasta pússi og stemningin var vægast sagt hátíðleg. Athygli vakti í vikunni þegar Ásdís sagði að um ræddi glæsilegasta forsetafögnuð landsins. Þar myndu frambjóðendur koma saman og skála fyrir framboðunum. Strangar reglur yrðu um klæðaburð líkt og þekkist á galakvöldum erlendis og kæmu frambjóðendur til með að ganga rauðan dregil í anda Hollywood. Kvöldinu var einungis ætlað frambjóðendum, fjölskyldum þeirra og einstaka boðsgestum. Allir frambjóðendurnir að Jóni Gnarr, Arnari Þór Jónssyni og Baldri Þórhallssyni undanskildum létu sjá sig. Jón og Baldur voru báðir á ferð um landsbyggðina í gær en Felix Bergsson eiginmaður Baldurs hljóp í skarð eiginmannsins. Boðið var upp á veigar og léttar veitingar. Frambjóðendur fluttu ræður og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir tók lagið. „Ég er ótrúlega þakklát að fá að tilheyra þessum föngulega hóp og alveg frábært að allir hafi geta séð sér fært að taka tíma úr framboðs prógramminu og mæta á fögnuðinn. Stærsti partur forsetahlutverksins er að sjálfsögðu að vera góður gestgjafi og taka á móti fólki í fínum veislum og hátíðum hérlendis og erlendis, þetta er eitthvað sem ég er vel þjálfuð í svo ég ákvað að nýta það til að sameina hópinn, njóta og hafa gaman þar sem er nú stutt í kosningar,“ er haft eftir Ásdísi Rán í fréttatilkynningu. Myndir frá viðburðinum má sjá hér að neðan. Gestgjafinn sjálfur ávarpaði gesti.Silla Páls Við fengum þá bara!Silla Páls Alvöru gellur!Silla Páls Ástþór James Bond-legur hérna. Silla Páls Skvísur!Silla Páls Felix Bergsson var staðgengill eiginmannsins sem var staddur á Snæfellsnesi. Hér er hann ásamt dóttur sinni og Baldurs, Álfrúnu Perlu Baldursdóttur.Silla Páls Þessir menn eiga þetta sameiginlegt: Þeir eru báðir kvæntir konum sem eru í forsetaframboði og heita Halla.Silla Páls Cowboy!Silla Páls Ástþór Magnússon flutti ræðu. Silla Páls Felix og Eiríkur Ingi brosmildir. Silla Páls Einungis frambjóðendum, fjölskyldum þeirra og einstaka boðsgestum var boðið á fögnuðinn. Silla Páls Halla Hrund og eiginmaðurinn Kristján Freyr Kristjánsson.Silla Páls Steinunn Ólína söng lagið Besame Mucho með glæsibrag. Silla Páls Halla Tómasdóttir og eiginmaðurinn Björn Skúlason.Silla Páls Frambjóðendur völdu sér litríkan klæðnað fyrir tilefnið. Silla Páls Sís!Silla Páls Ástþór og Ásdís brostu sínu breiðasta. Silla Páls Ásdís Rán ásamt Helgu Þórisdóttur og eiginmanninum Theódóri Jóhannssyni. Silla Páls Einhverjir völdu sér glimmerklæðnað, enda mjög viðeigandi fyrir slíkt tilefni. Silla Páls Viktoría, dóttir Ásdísar, lét sig ekki vanta.Silla Páls Glæsileg rósataska Helgu stelur hér senunni. Hvar fær maður svona?Silla Páls Katrín og Felix hátíðleg. Silla Páls TikTok stjarnan Ezzi virðist hafa ratað á gestalistann. Silla Páls Forsetakosningar 2024 Samkvæmislífið Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Athygli vakti í vikunni þegar Ásdís sagði að um ræddi glæsilegasta forsetafögnuð landsins. Þar myndu frambjóðendur koma saman og skála fyrir framboðunum. Strangar reglur yrðu um klæðaburð líkt og þekkist á galakvöldum erlendis og kæmu frambjóðendur til með að ganga rauðan dregil í anda Hollywood. Kvöldinu var einungis ætlað frambjóðendum, fjölskyldum þeirra og einstaka boðsgestum. Allir frambjóðendurnir að Jóni Gnarr, Arnari Þór Jónssyni og Baldri Þórhallssyni undanskildum létu sjá sig. Jón og Baldur voru báðir á ferð um landsbyggðina í gær en Felix Bergsson eiginmaður Baldurs hljóp í skarð eiginmannsins. Boðið var upp á veigar og léttar veitingar. Frambjóðendur fluttu ræður og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir tók lagið. „Ég er ótrúlega þakklát að fá að tilheyra þessum föngulega hóp og alveg frábært að allir hafi geta séð sér fært að taka tíma úr framboðs prógramminu og mæta á fögnuðinn. Stærsti partur forsetahlutverksins er að sjálfsögðu að vera góður gestgjafi og taka á móti fólki í fínum veislum og hátíðum hérlendis og erlendis, þetta er eitthvað sem ég er vel þjálfuð í svo ég ákvað að nýta það til að sameina hópinn, njóta og hafa gaman þar sem er nú stutt í kosningar,“ er haft eftir Ásdísi Rán í fréttatilkynningu. Myndir frá viðburðinum má sjá hér að neðan. Gestgjafinn sjálfur ávarpaði gesti.Silla Páls Við fengum þá bara!Silla Páls Alvöru gellur!Silla Páls Ástþór James Bond-legur hérna. Silla Páls Skvísur!Silla Páls Felix Bergsson var staðgengill eiginmannsins sem var staddur á Snæfellsnesi. Hér er hann ásamt dóttur sinni og Baldurs, Álfrúnu Perlu Baldursdóttur.Silla Páls Þessir menn eiga þetta sameiginlegt: Þeir eru báðir kvæntir konum sem eru í forsetaframboði og heita Halla.Silla Páls Cowboy!Silla Páls Ástþór Magnússon flutti ræðu. Silla Páls Felix og Eiríkur Ingi brosmildir. Silla Páls Einungis frambjóðendum, fjölskyldum þeirra og einstaka boðsgestum var boðið á fögnuðinn. Silla Páls Halla Hrund og eiginmaðurinn Kristján Freyr Kristjánsson.Silla Páls Steinunn Ólína söng lagið Besame Mucho með glæsibrag. Silla Páls Halla Tómasdóttir og eiginmaðurinn Björn Skúlason.Silla Páls Frambjóðendur völdu sér litríkan klæðnað fyrir tilefnið. Silla Páls Sís!Silla Páls Ástþór og Ásdís brostu sínu breiðasta. Silla Páls Ásdís Rán ásamt Helgu Þórisdóttur og eiginmanninum Theódóri Jóhannssyni. Silla Páls Einhverjir völdu sér glimmerklæðnað, enda mjög viðeigandi fyrir slíkt tilefni. Silla Páls Viktoría, dóttir Ásdísar, lét sig ekki vanta.Silla Páls Glæsileg rósataska Helgu stelur hér senunni. Hvar fær maður svona?Silla Páls Katrín og Felix hátíðleg. Silla Páls TikTok stjarnan Ezzi virðist hafa ratað á gestalistann. Silla Páls
Forsetakosningar 2024 Samkvæmislífið Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira