Því er haldið fram að Paquetá hafi „með beinum hætti reynt að hafa áhrif á framvindu og niðurstöðu eftirfarandi leikja með því að viljandi sækjast eftir spjaldi frá dómaranum í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmálamarkaði“ eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins.
Leikir West Ham sem um ræðir eru:
- Gegn Leicester City, 12. nóvember 2022
- Gegn Aston Villa, 12. mars 2023
- Gegn Leeds United, 21. maí 2023
- Gegn AFC Bournemouth, 12. ágúst 2023
Þá er Paquetá sömuleiðis ákærður í tveimur liðum fyrir brot á FA reglum F2 og F3, vegna ósamvinnufýsni við rannsókn málsins.
Rannsókn málsins hófst þegar óvenjulegur fjöldi veðmála barst frá Brasilíu, þar sem veðjað var á að Paquetá fengi gult spjald í leiknum gegn Aston Villa, sem hann og gerði fyrir þessar tvær glæfralegu tæklingar á 70. mínútu.
Paqueta you silly sausage. He was desperate for it. 🤣 https://t.co/ywa5sc2b14 pic.twitter.com/yR221aoUoH
— Jay (@JayVtid) May 23, 2024
Paquetá hefur til 3. júní að svara þessum ásökunum. Enska knattspyrnusambandið mun ekki veita frekari upplýsingar þar til málinu lýkur.
Paquetá gaf út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum eftir að ákæran barst. Þar kvaðst hann hafa veitt knattspyrnusambandinu alla sína aðstoð við rannsókn málsins og því komi ákæran honum verulega á óvart. Hann muni berjast af öllum mætti við að hreinsa nafn sitt.
— Lucas Paquetá (@LucasPaqueta97) May 23, 2024