Kosningalag: Örþrifaráð eða snilldarútspil? Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. maí 2024 19:09 Frambjóðendur freista þess að vinna hug og hjörtu kjósenda með kosningalagi. vísir Frambjóðendur reyna hvað þeir geta til að vekja athygli á sér í aðdraganda kosninga, þegar baráttan fer að harðna. Ein leiðin er að gefa út lag. Tvö slík komu út í síðastliðinni viku en fleiri hafa komið út í gegnum tíðina, með mis góðum árangri. Sum eru ódauðleg en önnur hefðu kannski betur átt að haldast ósamin. Jón Gnarr verður að teljast konungur kosningalaganna. Lag Besta flokksins sem Jón leiddi í borgarstjórnarkosningum árið 2010, „Við erum best“, sló rækilega í gegn í aðdraganda kosninga. „Vil ég bjarta framtíð með Besta flokknum, eða tortíma Reykjavík?“ spurði Jón í laginu og lofaði allskonar fyrir aumingja. Hann sigraði kosningarnar, náði sex mönnum inn í borgarstjórn með tæplega 35 prósent fylgi. Fjórum árum síðar fór sami hópur fyrir laginu „Eru til í Reykjavík“, þá undir formerkjum Bjartrar framtíðar, en Jón hafði sagt skilið við borgarmálin. Björt framtíð fékk fimmtán prósent fylgi og náði tveimur mönnum inn í borgarstjórn. Jón greip í mikrafóninn á ný í vikunni og gaf út glænýtt kosningalag, „Gefum honum von“ með aðstoð góðra vina, svo sem Sigurjóns Kjartanssonar, Ellenar Kristjánsdóttur, Emmsjé Gauta og Króla. „Í Vesturbænum býr miðaldra maður, sem fer á Bessastaði ef hann gæti,“ segir Jón sem biður kjósendur um að gefa sér von. 134 þúsund manns hafa séð lagið á Facebook og 117 þúsund manns á Instagram. Jón Gnarr er hins vegar ekki eini frambjóðandinn sem hefur gefið út lag í kosningabaráttunni. Ástþór Magnússon gaf sömuleiðis út lag í vikunni, sem ber nafnið „Kjósið frið“. Ástþór er margreyndur í kosningabaráttu en kosningalag er nýtt útspil hjá honum. Í samtali við fréttastofu segir Ástþór að lagið hafi borist honum frá vinahópi í Espigerði, en höfundur lagsins væri Jóhann Sigurður. Árið 2012 gáfu einarðir stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur, sem þá stóð í harðri kosningabaráttu við sitjandi forseta Ólaf Ragnar Grímsson, út kosningalagið „Sameinumst“. „Búum til framtíð bjarta, með Þóru í huga og hjarta,“ sungu stuðningsmennirnir. Þóra hlaut 33 prósent atkvæða en laut í lægra haldi fyrir Ólafi Ragnari sem fékk 52 prósent atkvæða. Fleiri stjórnmálaflokkar hafa nýtt sér þetta verkfæri í kosningabaráttu. Má þar nefna Alþýðuflokkinn sem gaf út lagið „18 rauðar rósir“ árið 1987: Samfylkingin gaf sömuleiðis út kosningalag árið 2007, þar sem félagarnir Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall syngja saman um dásemdir Samfylkingarinnar, við lag Simon og Garfunkel, Ms. Robinson. Lagið er að vísu horfið af Youtube en sýnishorn af laginu má nálgast á hljóssafni Landsbókasafns Íslands. Sjálfstæðismenn á Ísafirði gerðu gott mót í sveitarstjórnarkosningum árið 2006, hlutu 42 prósent atkvæða. Mögulega gerði kosningalagið útslagið í baráttunni: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=oLCi1LEDoJE">watch on YouTube</a> Loks má nefna hið sígilda lag Framsóknarflokksins, Framsóknarsamba: Forsetakosningar 2024 Tónlist Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Ísafjarðarbær Grín og gaman Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Jón Gnarr verður að teljast konungur kosningalaganna. Lag Besta flokksins sem Jón leiddi í borgarstjórnarkosningum árið 2010, „Við erum best“, sló rækilega í gegn í aðdraganda kosninga. „Vil ég bjarta framtíð með Besta flokknum, eða tortíma Reykjavík?“ spurði Jón í laginu og lofaði allskonar fyrir aumingja. Hann sigraði kosningarnar, náði sex mönnum inn í borgarstjórn með tæplega 35 prósent fylgi. Fjórum árum síðar fór sami hópur fyrir laginu „Eru til í Reykjavík“, þá undir formerkjum Bjartrar framtíðar, en Jón hafði sagt skilið við borgarmálin. Björt framtíð fékk fimmtán prósent fylgi og náði tveimur mönnum inn í borgarstjórn. Jón greip í mikrafóninn á ný í vikunni og gaf út glænýtt kosningalag, „Gefum honum von“ með aðstoð góðra vina, svo sem Sigurjóns Kjartanssonar, Ellenar Kristjánsdóttur, Emmsjé Gauta og Króla. „Í Vesturbænum býr miðaldra maður, sem fer á Bessastaði ef hann gæti,“ segir Jón sem biður kjósendur um að gefa sér von. 134 þúsund manns hafa séð lagið á Facebook og 117 þúsund manns á Instagram. Jón Gnarr er hins vegar ekki eini frambjóðandinn sem hefur gefið út lag í kosningabaráttunni. Ástþór Magnússon gaf sömuleiðis út lag í vikunni, sem ber nafnið „Kjósið frið“. Ástþór er margreyndur í kosningabaráttu en kosningalag er nýtt útspil hjá honum. Í samtali við fréttastofu segir Ástþór að lagið hafi borist honum frá vinahópi í Espigerði, en höfundur lagsins væri Jóhann Sigurður. Árið 2012 gáfu einarðir stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur, sem þá stóð í harðri kosningabaráttu við sitjandi forseta Ólaf Ragnar Grímsson, út kosningalagið „Sameinumst“. „Búum til framtíð bjarta, með Þóru í huga og hjarta,“ sungu stuðningsmennirnir. Þóra hlaut 33 prósent atkvæða en laut í lægra haldi fyrir Ólafi Ragnari sem fékk 52 prósent atkvæða. Fleiri stjórnmálaflokkar hafa nýtt sér þetta verkfæri í kosningabaráttu. Má þar nefna Alþýðuflokkinn sem gaf út lagið „18 rauðar rósir“ árið 1987: Samfylkingin gaf sömuleiðis út kosningalag árið 2007, þar sem félagarnir Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall syngja saman um dásemdir Samfylkingarinnar, við lag Simon og Garfunkel, Ms. Robinson. Lagið er að vísu horfið af Youtube en sýnishorn af laginu má nálgast á hljóssafni Landsbókasafns Íslands. Sjálfstæðismenn á Ísafirði gerðu gott mót í sveitarstjórnarkosningum árið 2006, hlutu 42 prósent atkvæða. Mögulega gerði kosningalagið útslagið í baráttunni: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=oLCi1LEDoJE">watch on YouTube</a> Loks má nefna hið sígilda lag Framsóknarflokksins, Framsóknarsamba:
Forsetakosningar 2024 Tónlist Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Ísafjarðarbær Grín og gaman Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira