UEFA gæti fært United í Sambandsdeildina Valur Páll Eiríksson skrifar 28. maí 2024 17:00 United fékk sæti í Evrópudeildinni með bikarsigri helgarinnar. Michael Regan/Getty Image Yfirmenn hjá Ineos sem fer með stjórn Manchester United eftir kaup Jim Ratcliffe á stórum hluta í félaginu eru þess fullvissir að félagið geti keppt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Nice frá Frakklandi, sem einnig er í eigu Ineos, er í sömu keppni. Reglur UEFA segja til um að tvö lið með sömu stjórn megi ekki taka þátt í sömu keppni á vegum sambandsins. Manchester United vann sér inn keppnisrétt í Evrópudeildinni með sigrinum í ensku bikarkeppninni um helgina og Nice mun taka þátt í sömu keppni vegna lokastöðu sinnar í frönsku deildinni. Ineos, sem er í eigu Jim Ratcliffe, keypti tæplega 28 prósentu hlut í United í vor og fer með stjórn knattspyrnumála hjá félaginu. Ineos hefur átt Nice síðan 2019. Fjöldaeign sömu eignarhaldsfélaga á mismunandi knattspyrnuliðum hefur aukist mjög síðustu ár. Þetta hefur valdið vandræðum varðandi Evrópukeppnir en félögin sem við eiga þurfa þá að sýna UEFA skilmerkilega fram á að þeim sé ekki stýrt af sömu aðilum. Belgíska félagið Union Saint-Gilloise þurfti til að mynda að breyta sínum eigenda strúktúr í fyrra svo liðið mætti spila í Evrópudeildinni ásamt Brighton frá Englandi, en bæði eru í eigu Tony Bloom. Aston Villa frá Englandi og Vitoria Guimaraes lentu í því sama í Sambandsdeildinni síðasta sumar. Þá er útlit fyrir að City Football Group, sem á meirihluta í bæði Manchester City og Girona frá Spáni, muni þurfa að sýna frá á slíkt hið sama í sumar þar sem bæði félög verða í Meistaradeild Evrópu. Félög í eigu City Group Manchester City (England) New York City (Bandaríkin) Melbourne City (Ástralía) Yokohama J Marinos (Japan) Girona (Spánn) Montevideo City Torque (Úrúgvæ) Sichuan Jianiu (Kína) Mumbai City (Indland) Lommel (Belgía) Troyes (Frakkland) Palermo (Ítalía) EC Bahia (Brasilía) Club Bolivar (Bólivía) Ineos mun þurfa að sanna fyrir UEFA í sumar að enga hagsmunaárekstra sé um að ræða milli félaganna tveggja. Ellegar mun Manchester United vera fært niður í Sambandsdeildina. Það er vegna þess að United lenti neðar í ensku úrvalsdeildinni, í 8. sæti, en Nice gerði í þeirri frönsku, í 5. sæti. Við erum meðvituð um stöðu beggja liða og erum í beinum samskiptum við UEFA. Við erum þess fullviss að við finnum leið fram á við þegar kemur að Evrópu á næstu leiktíð, hefur breska ríkisútvarpið, BBC, eftir talsmanni Ineos. Evrópudeild UEFA UEFA Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira
Reglur UEFA segja til um að tvö lið með sömu stjórn megi ekki taka þátt í sömu keppni á vegum sambandsins. Manchester United vann sér inn keppnisrétt í Evrópudeildinni með sigrinum í ensku bikarkeppninni um helgina og Nice mun taka þátt í sömu keppni vegna lokastöðu sinnar í frönsku deildinni. Ineos, sem er í eigu Jim Ratcliffe, keypti tæplega 28 prósentu hlut í United í vor og fer með stjórn knattspyrnumála hjá félaginu. Ineos hefur átt Nice síðan 2019. Fjöldaeign sömu eignarhaldsfélaga á mismunandi knattspyrnuliðum hefur aukist mjög síðustu ár. Þetta hefur valdið vandræðum varðandi Evrópukeppnir en félögin sem við eiga þurfa þá að sýna UEFA skilmerkilega fram á að þeim sé ekki stýrt af sömu aðilum. Belgíska félagið Union Saint-Gilloise þurfti til að mynda að breyta sínum eigenda strúktúr í fyrra svo liðið mætti spila í Evrópudeildinni ásamt Brighton frá Englandi, en bæði eru í eigu Tony Bloom. Aston Villa frá Englandi og Vitoria Guimaraes lentu í því sama í Sambandsdeildinni síðasta sumar. Þá er útlit fyrir að City Football Group, sem á meirihluta í bæði Manchester City og Girona frá Spáni, muni þurfa að sýna frá á slíkt hið sama í sumar þar sem bæði félög verða í Meistaradeild Evrópu. Félög í eigu City Group Manchester City (England) New York City (Bandaríkin) Melbourne City (Ástralía) Yokohama J Marinos (Japan) Girona (Spánn) Montevideo City Torque (Úrúgvæ) Sichuan Jianiu (Kína) Mumbai City (Indland) Lommel (Belgía) Troyes (Frakkland) Palermo (Ítalía) EC Bahia (Brasilía) Club Bolivar (Bólivía) Ineos mun þurfa að sanna fyrir UEFA í sumar að enga hagsmunaárekstra sé um að ræða milli félaganna tveggja. Ellegar mun Manchester United vera fært niður í Sambandsdeildina. Það er vegna þess að United lenti neðar í ensku úrvalsdeildinni, í 8. sæti, en Nice gerði í þeirri frönsku, í 5. sæti. Við erum meðvituð um stöðu beggja liða og erum í beinum samskiptum við UEFA. Við erum þess fullviss að við finnum leið fram á við þegar kemur að Evrópu á næstu leiktíð, hefur breska ríkisútvarpið, BBC, eftir talsmanni Ineos.
Félög í eigu City Group Manchester City (England) New York City (Bandaríkin) Melbourne City (Ástralía) Yokohama J Marinos (Japan) Girona (Spánn) Montevideo City Torque (Úrúgvæ) Sichuan Jianiu (Kína) Mumbai City (Indland) Lommel (Belgía) Troyes (Frakkland) Palermo (Ítalía) EC Bahia (Brasilía) Club Bolivar (Bólivía)
Evrópudeild UEFA UEFA Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira