Hvaða frambjóðandi er bestur í að flaka fisk? Bjarki Sigurðsson skrifar 28. maí 2024 22:51 Flökunarmeistarinn kenndi frambjóðendum hvernig á að flaka fisk. Vísir/Einar Forsetaframbjóðendur kepptu í dag í greinum tengdum sjómennsku. Þar flökuðu þeir fisk, svöruðu spurningum og fleira og stóðu sig með einstaka prýði að sögn forstjóra Brim. Keppnin var haldin við höfuðstöðvar Brims á Granda í tilefni af því að Sjómannadagurinn er um helgina. Frambjóðendurnir voru misundirbúnir fyrir leika, flestir höfðu aldrei flakað fisk á ævinni líkt og var eitt af verkefnunum. „Ég ætla bara að gera mitt besta í þessu eins og öllu öðru. Ég hef unnið í fiski en flökunarvélin sá um fyrsta hlutann af verkinu,“ sagði Halla Tómasdóttir áður en keppnin hófst. Frambjóðendurnir ásamt stjórnendum keppninnar.Vísir/Einar „Ég vildi helst óska þess að ég væri frekar með lambalæri fyrir framan mig og ég fengi það verkefni að úrbeina lærið,“ sagði sveitastrákurinn Baldur Þórhallsson. „Ég vona að það verði hægt að borða hann á eftir, eftir aðfarirnar,“ sagði Steinunn Ólína. Klippa: Forsetaefni flökuðu fisk Sigurvegarinn úr Eyjum Flökunin gekk vel og skiluðu allir keppendur frá sér flaki sem flökunarmeistarinn gaf einkunn. Og þegar frambjóðendurnir voru búnir að flaka fiskinn var kominn að því að hnýta pelastikk. Eftir að hafa svarað nokkrum spurningum og hnýtt einn hnút var komið að því að krýna sigurvegara, sem í þetta sinn var Arnar Þór Jónsson. „Mig dreymir um það að komast í einhverja verklega vinnu núna, eftir þessa þeytivindu kosningabaráttunnar. Fá að vinna með höndunum í nokkra mánuði. Það væri draumur,“ sagði Arnar Þór eftir sigurinn. Arnar Þór Jónsson með verðlaunin, bók um siglingasögu Sjómannadagsráðs eftir Ásgeir Jakobsson.Vísir/Einar Guðmundur í Brim var ánægður með frammistöðu keppenda. „Mér fannst þau öll standa sig vel og maður þorir ekki að gera upp á milli þeirra. Maður sá að það voru efnilegir handflakarar þarna,“ sagði Guðmundur. Gætu fengið vinnu hjá Brim Þú myndir kannski ráða einhverja þeirra í vinnu ef þeir komast ekki inn á Bessastaði? „Já, ég hugsa að þeir myndu sóma sig vel hérna. Það væri gott fyrir okkur.“ Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brims.Vísir/Einar Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs Reykjavíkur, tók í sama streng. „Handflökun er frekar snúin list að tileinka sér. Ég er afleitur handflakari til að mynda en það kom mér á óvart að þetta vafðist ekki fyrir einum einasta frambjóðanda og þeir voru mjög sterkir í þessum þrautum,“ sagði Aríel. Forsetakosningar 2024 Sjómannadagurinn Hafið Brim Reykjavík Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Keppnin var haldin við höfuðstöðvar Brims á Granda í tilefni af því að Sjómannadagurinn er um helgina. Frambjóðendurnir voru misundirbúnir fyrir leika, flestir höfðu aldrei flakað fisk á ævinni líkt og var eitt af verkefnunum. „Ég ætla bara að gera mitt besta í þessu eins og öllu öðru. Ég hef unnið í fiski en flökunarvélin sá um fyrsta hlutann af verkinu,“ sagði Halla Tómasdóttir áður en keppnin hófst. Frambjóðendurnir ásamt stjórnendum keppninnar.Vísir/Einar „Ég vildi helst óska þess að ég væri frekar með lambalæri fyrir framan mig og ég fengi það verkefni að úrbeina lærið,“ sagði sveitastrákurinn Baldur Þórhallsson. „Ég vona að það verði hægt að borða hann á eftir, eftir aðfarirnar,“ sagði Steinunn Ólína. Klippa: Forsetaefni flökuðu fisk Sigurvegarinn úr Eyjum Flökunin gekk vel og skiluðu allir keppendur frá sér flaki sem flökunarmeistarinn gaf einkunn. Og þegar frambjóðendurnir voru búnir að flaka fiskinn var kominn að því að hnýta pelastikk. Eftir að hafa svarað nokkrum spurningum og hnýtt einn hnút var komið að því að krýna sigurvegara, sem í þetta sinn var Arnar Þór Jónsson. „Mig dreymir um það að komast í einhverja verklega vinnu núna, eftir þessa þeytivindu kosningabaráttunnar. Fá að vinna með höndunum í nokkra mánuði. Það væri draumur,“ sagði Arnar Þór eftir sigurinn. Arnar Þór Jónsson með verðlaunin, bók um siglingasögu Sjómannadagsráðs eftir Ásgeir Jakobsson.Vísir/Einar Guðmundur í Brim var ánægður með frammistöðu keppenda. „Mér fannst þau öll standa sig vel og maður þorir ekki að gera upp á milli þeirra. Maður sá að það voru efnilegir handflakarar þarna,“ sagði Guðmundur. Gætu fengið vinnu hjá Brim Þú myndir kannski ráða einhverja þeirra í vinnu ef þeir komast ekki inn á Bessastaði? „Já, ég hugsa að þeir myndu sóma sig vel hérna. Það væri gott fyrir okkur.“ Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brims.Vísir/Einar Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs Reykjavíkur, tók í sama streng. „Handflökun er frekar snúin list að tileinka sér. Ég er afleitur handflakari til að mynda en það kom mér á óvart að þetta vafðist ekki fyrir einum einasta frambjóðanda og þeir voru mjög sterkir í þessum þrautum,“ sagði Aríel.
Forsetakosningar 2024 Sjómannadagurinn Hafið Brim Reykjavík Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira