„Ætla ekki að gráta þessi úrslit of mikið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2024 22:49 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki í toppslag Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. „Þetta var frekar lokaður leikur og þeir spiluðu maður á mann pressu sem gerði þetta bara erfitt,“ sagði Arnar í leiksok. „Það var erfitt að tengja sendingar og ég held að þrátt fyrir að við höfum haft einhverja yfirburði á boltann þá hafi sendingahlutfallið örugglega verið mjög lágt sem þýðir að fótboltaleg gæði voru ekkert mjög mikil.“ „Hvorugt liðið náði í raun og veru að tengja sendingar. Blikarnir voru mikið í löngum boltum inn fyrir og svo þegar Pálmi fékk boltann í markinu hjá okkur þá var lítið um valmöguleika því þeir voru bara í maður á mann og lokuðu vel á pressuna.“ „Þetta varð svona seinni bolta leikur og þannig kom mark Blikanna. Þeir unnu seinni boltann og Jason svindlaði aðeins á jákvæðan hátt á vinstri kantinum, var bara á undan okkar manni og gerði það vel þegar fyrirgjöfin kom á teiginn. En það var hrikalega ljúft að sjá svo boltann fara inn þegar Gísli skoraði, en heilt yfir var jafntefli kannski bara sanngjörn niðurstaða.“ Hefði viljað skapa meira Þá segist Arnar hafa viljað sjá sína menn skapa sér fleiri færi í leik kvöldsins. „Já, auðvitað. Mér fannst þegar leið á seinni hálfleikinn þeir vera farnir að þreytast verulega. Maður á mann þýðir gríðarleg hlaup fyrir Blikana og mér fannst við fara illa með góðar stöður í þau fáu skipti sem okkur tókst að skapa þær.“ „Við sköpuðum ekki mikið, en ég held að hvorugt liðið hafi skapað mikið. Þetta var bara mjög lokaður leikur. Lokuð skák.“ Arnar segir einnig að vel hafi verið tekið á því, þrátt fyrir að leikurinn hafi kannski boðið upp á minni hasar en áður þegar þessi tvö lið hafa mæst. „Leikmenn tóku vel á því. Það voru nokkur gul spjöld og það var verið að stöðva skyndisóknir og þess háttar. Svo var hasar í lokin þegar við reyndum að sækja sigurinn. Mér fannst ekki eins og Víkingar ættu að vera að koma á þennan völl til að sækja sigur. Þetta átti að vera svona meira control og þeir að opna sig og koma út úr skelinni, en þeir gerðu það bara aldrei. Ég átti von á að þeir myndu pressa okkur meira og þá var lausi maðurinn alltaf markmaðurinn.“ Önnur tíð eftir að Óskar fór Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, var sérfræðingur Stöðvar 2 Sports á leiknum og honum fannst leikmenn liðanna vera fullmiklir vinir á vellinum. Liðin háðu hatramma baráttu þegar Óskar var við stjórnvölin, en Arnar segir að nú séu breyttir tímar. „Það eru breyttir tímar síðan hann fór,“ grínaðist Arnar. „En ég kaupi það alveg, ég held að ég og Dóri [Halldór Árnason, þjálfari Blika] höfum meira að segja faðmast líka. Ég veit ekki hvað var að ske eiginlega.“ „En mér fannst alveg tekist vel á því í leiknum sjálfum. Það voru tæklingar og mönnum langaði virkilega að vinna. En mér fannst meira eins og mönnum langaði að tapa ekki frekar en að vinna. Þetta var einhvernveginn þannig leikur.“ „En að koma á Kópavogsvöll og vera búnir að taka fjögur stig af Breiðabliki, það er bara nokkuð gott. Ég ætla ekki að gráta þessi úrslit of mikið.“ Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30 Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
„Þetta var frekar lokaður leikur og þeir spiluðu maður á mann pressu sem gerði þetta bara erfitt,“ sagði Arnar í leiksok. „Það var erfitt að tengja sendingar og ég held að þrátt fyrir að við höfum haft einhverja yfirburði á boltann þá hafi sendingahlutfallið örugglega verið mjög lágt sem þýðir að fótboltaleg gæði voru ekkert mjög mikil.“ „Hvorugt liðið náði í raun og veru að tengja sendingar. Blikarnir voru mikið í löngum boltum inn fyrir og svo þegar Pálmi fékk boltann í markinu hjá okkur þá var lítið um valmöguleika því þeir voru bara í maður á mann og lokuðu vel á pressuna.“ „Þetta varð svona seinni bolta leikur og þannig kom mark Blikanna. Þeir unnu seinni boltann og Jason svindlaði aðeins á jákvæðan hátt á vinstri kantinum, var bara á undan okkar manni og gerði það vel þegar fyrirgjöfin kom á teiginn. En það var hrikalega ljúft að sjá svo boltann fara inn þegar Gísli skoraði, en heilt yfir var jafntefli kannski bara sanngjörn niðurstaða.“ Hefði viljað skapa meira Þá segist Arnar hafa viljað sjá sína menn skapa sér fleiri færi í leik kvöldsins. „Já, auðvitað. Mér fannst þegar leið á seinni hálfleikinn þeir vera farnir að þreytast verulega. Maður á mann þýðir gríðarleg hlaup fyrir Blikana og mér fannst við fara illa með góðar stöður í þau fáu skipti sem okkur tókst að skapa þær.“ „Við sköpuðum ekki mikið, en ég held að hvorugt liðið hafi skapað mikið. Þetta var bara mjög lokaður leikur. Lokuð skák.“ Arnar segir einnig að vel hafi verið tekið á því, þrátt fyrir að leikurinn hafi kannski boðið upp á minni hasar en áður þegar þessi tvö lið hafa mæst. „Leikmenn tóku vel á því. Það voru nokkur gul spjöld og það var verið að stöðva skyndisóknir og þess háttar. Svo var hasar í lokin þegar við reyndum að sækja sigurinn. Mér fannst ekki eins og Víkingar ættu að vera að koma á þennan völl til að sækja sigur. Þetta átti að vera svona meira control og þeir að opna sig og koma út úr skelinni, en þeir gerðu það bara aldrei. Ég átti von á að þeir myndu pressa okkur meira og þá var lausi maðurinn alltaf markmaðurinn.“ Önnur tíð eftir að Óskar fór Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, var sérfræðingur Stöðvar 2 Sports á leiknum og honum fannst leikmenn liðanna vera fullmiklir vinir á vellinum. Liðin háðu hatramma baráttu þegar Óskar var við stjórnvölin, en Arnar segir að nú séu breyttir tímar. „Það eru breyttir tímar síðan hann fór,“ grínaðist Arnar. „En ég kaupi það alveg, ég held að ég og Dóri [Halldór Árnason, þjálfari Blika] höfum meira að segja faðmast líka. Ég veit ekki hvað var að ske eiginlega.“ „En mér fannst alveg tekist vel á því í leiknum sjálfum. Það voru tæklingar og mönnum langaði virkilega að vinna. En mér fannst meira eins og mönnum langaði að tapa ekki frekar en að vinna. Þetta var einhvernveginn þannig leikur.“ „En að koma á Kópavogsvöll og vera búnir að taka fjögur stig af Breiðabliki, það er bara nokkuð gott. Ég ætla ekki að gráta þessi úrslit of mikið.“
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30 Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti