Sorg í Lundúnum og öllum fullkomlega sama um Ísland Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júní 2024 17:43 Southgate og Rice sátu fyrir svörum á blaðamannafundi nú síðdegis á æfingasvæði Tottenham. Getty Spennan er iðulega mikil fyrir leikjum Íslands við stórþjóðir og leikur morgundagsins við England á Wembley er þar ekki undantekning. Hjá Tjöllunum er staðan allt önnur. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi í dag leikmannahópinn fyrir komandi Evrópumót. Töluvert hafði verið um leka fyrr í dag. Þess efnis að hinn og þessi færi ekki með liðinu til Þýskalands. Frestur til að kynna lokahópinn rennur út á morgun og upprunalega átti að kynna hópinn þá. Síðdegis í dag barst tölvupóstur frá enska knattspyrnusambandinu þar sem greint var frá því að endanlegur leikmannahópur fyrir komandi stórmót yrði kynntur klukkan hálf sex á staðartíma, hálftíma fyrir fyrirhugaðan blaðamannafund Southgate á æfingasvæði Tottenham þar sem enska liðið hefur æft síðustu daga. Declan Rice var til viðtals í dag.Vísir/Ívar Ekkert annað hefur komist að á sjónvarpsstöðum líkt og Sky Sports í allan dag. Enskir kollegar telja upp þennan og hinn sem datt út úr hópnum. James Maddison var fyrstur, svo Jack Grealish, svo Harry Maguire og síðan hefur lokahópurinn verið kynntur og fleiri fylgdu. Sorgin mikil hjá þessum félögum. „Vonsvikinn er ekki nógu sterkt orð,“ sagði Maddison á samfélagsmiðlum. Það er ekki að sjá á enskum fjölmiðlum að liðið eigi leik fyrir höndum á morgun. Enda var ekki minnst einu orði á Ísland á tæplega hálftíma löngum blaðamannafundinum sem haldinn var nú síðdegis. Southgate sömuleiðis.Vísir/Ívar Southgate náðist í stutt viðtal hjá Stöð 2 Sport fyrir blaðamannafundinn og segir daga sem þessa án efa þá erfiðustu í starfi. Declan Rice, leikmaður enska liðsins, sagði sömuleiðis í viðtali við Stöð 2 Sport að dagurinn hafi verið strembinn og sorglegt að sjá á eftir góðum vinum. Það eru því fæstir að spá í leik morgundagsins hér í Lundúnum en sá fer svo sannarlega fram. Þrátt fyrir brotthvarf nokkurra öflugra leikmanna er ljóst að gríðarsterkt lið Englands mætir til leiks og vilja menn eflaust sýna 90 þúsund Englendingum góða frammistöðu áður en haldið verður til Þýskalands. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 á morgun. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi í dag leikmannahópinn fyrir komandi Evrópumót. Töluvert hafði verið um leka fyrr í dag. Þess efnis að hinn og þessi færi ekki með liðinu til Þýskalands. Frestur til að kynna lokahópinn rennur út á morgun og upprunalega átti að kynna hópinn þá. Síðdegis í dag barst tölvupóstur frá enska knattspyrnusambandinu þar sem greint var frá því að endanlegur leikmannahópur fyrir komandi stórmót yrði kynntur klukkan hálf sex á staðartíma, hálftíma fyrir fyrirhugaðan blaðamannafund Southgate á æfingasvæði Tottenham þar sem enska liðið hefur æft síðustu daga. Declan Rice var til viðtals í dag.Vísir/Ívar Ekkert annað hefur komist að á sjónvarpsstöðum líkt og Sky Sports í allan dag. Enskir kollegar telja upp þennan og hinn sem datt út úr hópnum. James Maddison var fyrstur, svo Jack Grealish, svo Harry Maguire og síðan hefur lokahópurinn verið kynntur og fleiri fylgdu. Sorgin mikil hjá þessum félögum. „Vonsvikinn er ekki nógu sterkt orð,“ sagði Maddison á samfélagsmiðlum. Það er ekki að sjá á enskum fjölmiðlum að liðið eigi leik fyrir höndum á morgun. Enda var ekki minnst einu orði á Ísland á tæplega hálftíma löngum blaðamannafundinum sem haldinn var nú síðdegis. Southgate sömuleiðis.Vísir/Ívar Southgate náðist í stutt viðtal hjá Stöð 2 Sport fyrir blaðamannafundinn og segir daga sem þessa án efa þá erfiðustu í starfi. Declan Rice, leikmaður enska liðsins, sagði sömuleiðis í viðtali við Stöð 2 Sport að dagurinn hafi verið strembinn og sorglegt að sjá á eftir góðum vinum. Það eru því fæstir að spá í leik morgundagsins hér í Lundúnum en sá fer svo sannarlega fram. Þrátt fyrir brotthvarf nokkurra öflugra leikmanna er ljóst að gríðarsterkt lið Englands mætir til leiks og vilja menn eflaust sýna 90 þúsund Englendingum góða frammistöðu áður en haldið verður til Þýskalands. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 á morgun. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sjá meira
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport