Þrír í enska hópnum voru í Nice: „Það var sjokk“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2024 15:30 Arnór Ingvi (t.v.) verður í hópnum í kvöld. Hann fagnaði vel, líkt og aðrir, í Nice 2016. Getty Þrír standa eftir úr leikmannahópi enska landsliðsins frá frægu tapi liðsins fyrir Íslandi í Nice á EM 2016. Aðrir muna vel eftir tapinu. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Þetta fræga tap Englands, sem gjarnan var líkt við tap fyrir Coventry, enda íbúafjöldi svipaður í ensku borginni á við Ísland, er einnig á meðal fræknari sigra Íslands. Ef ekki sá fræknasti. Harry Kane, landsliðsfyrirliði Englands, spilaði leikinn sem markaði endalok stjóratíðar Roy Hodgson með enska liðið. Kyle Walker spilaði leikinn sömuleiðis og þá var John Stones allan tímann á varamannabekknum. Þetta eru einu þrír leikmenn enska liðsins sem eru á leið á EM í Þýskalandi í sumar. Southgate man vel til þess að hafa horft á leikinn í Nice og átt erfitt kvöld.Vísir/Ívar „Þetta var erfitt kvöld fyrir enskan fótbolta,“ sagði Southgate í samtali við Stöð 2 Sport í gærkvöld um leikinn 2016. „Það var sjokk,“ sagði Declan Rice, leikmaður enska liðsins, en báðir muna til þess að hafa séð martröð Englands í Nice. Miklar breytingar hafa orðið frá því að Gareth Southgate tók við liðinu af Hodgson í kjölfar þessa taps. Þá hefur Southgate einnig tekið óvæntar og umdeildar ákvarðanir í liðsvali fyrir komandi mót. Raheem Sterling var í leikmannahópnum í Nice og hefur síðan tekið þátt á HM 2018 og 2022 auk EM 2020, en hann var ekki einu sinni í 32 manna æfingahóp Englands fyrir komandi Evrópumót. James Maddison og Jack Grealish heltust úr lestinni í gær og eru ekki í 26 manna hópnum sem heldur til Þýskalands. Líkt og hjá Englendingum eru þrír Íslendingar í leikmannahópnum fyrir leik kvöldsins á Wembley. Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason spiluðu leikinn og Sverrir Ingi Ingason sat á varamannabekknum í Nice. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur í opinni dagskrá beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 18:45 Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31 Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Þetta fræga tap Englands, sem gjarnan var líkt við tap fyrir Coventry, enda íbúafjöldi svipaður í ensku borginni á við Ísland, er einnig á meðal fræknari sigra Íslands. Ef ekki sá fræknasti. Harry Kane, landsliðsfyrirliði Englands, spilaði leikinn sem markaði endalok stjóratíðar Roy Hodgson með enska liðið. Kyle Walker spilaði leikinn sömuleiðis og þá var John Stones allan tímann á varamannabekknum. Þetta eru einu þrír leikmenn enska liðsins sem eru á leið á EM í Þýskalandi í sumar. Southgate man vel til þess að hafa horft á leikinn í Nice og átt erfitt kvöld.Vísir/Ívar „Þetta var erfitt kvöld fyrir enskan fótbolta,“ sagði Southgate í samtali við Stöð 2 Sport í gærkvöld um leikinn 2016. „Það var sjokk,“ sagði Declan Rice, leikmaður enska liðsins, en báðir muna til þess að hafa séð martröð Englands í Nice. Miklar breytingar hafa orðið frá því að Gareth Southgate tók við liðinu af Hodgson í kjölfar þessa taps. Þá hefur Southgate einnig tekið óvæntar og umdeildar ákvarðanir í liðsvali fyrir komandi mót. Raheem Sterling var í leikmannahópnum í Nice og hefur síðan tekið þátt á HM 2018 og 2022 auk EM 2020, en hann var ekki einu sinni í 32 manna æfingahóp Englands fyrir komandi Evrópumót. James Maddison og Jack Grealish heltust úr lestinni í gær og eru ekki í 26 manna hópnum sem heldur til Þýskalands. Líkt og hjá Englendingum eru þrír Íslendingar í leikmannahópnum fyrir leik kvöldsins á Wembley. Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason spiluðu leikinn og Sverrir Ingi Ingason sat á varamannabekknum í Nice. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur í opinni dagskrá beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 18:45 Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31 Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira
„Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 18:45
Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31