Jóhann tekur við starfinu af Einari Árna Jóhannssyni sem stýrði Hetti með Viðari í þrjú ár. Á síðasta tímabili komst liðið í fyrsta sinn í úrslitakeppnina þar sem það tapaði fyrir Val, 3-1.
Jóhann var aðstoðarþjálfari Grindavíkur á síðasta tímabili. Liðið komst alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn þar sem það tapaði fyrir Val í oddaleik, 3-2.
Höttur hefur leikið í Subway deildinni undanfarin tvö tímabil. Á þarsíðasta tímabili endaði liðið í 9. sæti og komst í undanúrslit bikarkeppninnar og á nýafstöðnu tímabili lentu Héraðsbúar í 8. sæti og komust í úrslitakeppnina eins og áður sagði.
Jóhann hefur þjálfað hjá Grindavík undanfarin ár. Hann lék áður með liðinu og varð Íslandsmeistari með því. Jóhann varð einnig Íslandsmeistari með uppeldisfélaginu Njarðvík.