Tæpar þrjár vikur eru síðan Binni ferðaðist til Köben með vinkonu sinni Karen Líf. Lífið lék við vinina í borginni fyrir utan hið óheppilega atvik á lestarstöðinni. Binni fékk þar banana, vatn, súkkulaði og kaffi frá góðu fólki á lestarstöðinni og sagðist við tilefnið mjög þakklátur.
Bassi endurlék senuna frá því í maí upp á punkt og prik á Instagram. Með tösku undir höfði, banana og vatnsflösku í höfði. Svo sagði hann nákvæmlega það sama og Binni.
„Shoutout á fólkið sem gaf mér banana, vatn, súkkulaði og kaffi. Góð byrjun á ferðinni,“ skrifar Bassi. Hann er í för í borginni með vinkonu sinni Alexöndru Sævars.