ChatGPT og endurbætt Siri væntanlegar nýjungar Apple Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2024 23:51 Cook sagði tæki frá framleiðendanum munu ná nýjum hæðum með breytingunum. EPA Tæknirisinn Apple hefur kynnt til leiks nýja gervigreindartækni sem verður aðgengileg í tækjum framleiðandans, að nafni Apple Intelligence. Tæknin felur meðal annars í sér talsverða yfirhalningu á talgervlinum Siri og greiðan aðgang notenda að gervigreindartækninni ChatGPT. Tim Cook framkvæmdastjóri Apple kynnti breytingarnar á ráðstefnu fyrirtækisins í dag. Í breytingunum felst samstarf Apple við gervigreindarrisann OpenAI, en í því felst greiður aðgangur iPhone- og Mac-notenda að ChatGPT. Cook hét því að með Apple Intelligence fái talandi aðstoðarkonan Siri, sem flestum er orðin kunnug, yfirhalningu og henni gæddir enn fleiri eiginleikar en hún hefur nú þegar. Hún komi til að mynda til með að geta svarað skilaboðum og tölvupósti, auk þess sem hún á að geta skrifað tölvupóst fyrir notendur og breytt tóninum í röddinni sinni í samræmi við aðstæður. Fram kom á kynningunni að með þessari nýju gervigreindartækni Apple gefist notendum færi á að stýra tækjum sínum með einfaldari hætti. Innan tíðar verði notendum boðið að uppfæra stýrikerfið í Apple-vörunum sínum og uppfærslan feli í sér innleiðingu Apple Intelligence tækninnar. Stefnt er á að prufukeyra stýrikerfið í haust. Elon Musk eigandi Tesla og X, áður Twitter, gagnrýndi innleiðinguna á miðlinum sínum. Hann hótaði meðal annars að banna notkun iPhone-síma hjá fyrirtækjum sínum vegna gagnaöryggis. „Apple veit ekkert hvað er í gangi þegar þeir gefa OpenAI öll þín gögn,“ sagði hann á X. „Þau eru að svíkja ykkur.“ Reuters fjallaði ítarlega um málið. Apple Gervigreind Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tim Cook framkvæmdastjóri Apple kynnti breytingarnar á ráðstefnu fyrirtækisins í dag. Í breytingunum felst samstarf Apple við gervigreindarrisann OpenAI, en í því felst greiður aðgangur iPhone- og Mac-notenda að ChatGPT. Cook hét því að með Apple Intelligence fái talandi aðstoðarkonan Siri, sem flestum er orðin kunnug, yfirhalningu og henni gæddir enn fleiri eiginleikar en hún hefur nú þegar. Hún komi til að mynda til með að geta svarað skilaboðum og tölvupósti, auk þess sem hún á að geta skrifað tölvupóst fyrir notendur og breytt tóninum í röddinni sinni í samræmi við aðstæður. Fram kom á kynningunni að með þessari nýju gervigreindartækni Apple gefist notendum færi á að stýra tækjum sínum með einfaldari hætti. Innan tíðar verði notendum boðið að uppfæra stýrikerfið í Apple-vörunum sínum og uppfærslan feli í sér innleiðingu Apple Intelligence tækninnar. Stefnt er á að prufukeyra stýrikerfið í haust. Elon Musk eigandi Tesla og X, áður Twitter, gagnrýndi innleiðinguna á miðlinum sínum. Hann hótaði meðal annars að banna notkun iPhone-síma hjá fyrirtækjum sínum vegna gagnaöryggis. „Apple veit ekkert hvað er í gangi þegar þeir gefa OpenAI öll þín gögn,“ sagði hann á X. „Þau eru að svíkja ykkur.“ Reuters fjallaði ítarlega um málið.
Apple Gervigreind Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira