Gekk í tvo tíma að flugvellinum til að komast hjá leigubílagjaldi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2024 19:35 „Þetta verður góð saga við matarborðið einn daginn,“ skrifar Macey Jane undir myndskeiðið. TikTok Ástralskur ferðalangur sem heimsótti Ísland nýlega vekur athygli á því að engar almenningssamgöngur ganga frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli á næturnar og þar af leiðandi hafi hún ákveðið að ganga á flugvöllinn, þar sem hún átti bókað morgunflug, í stað þess að borga fyrir leigubíl. Ferðalangurinn Macey Jane birti myndband á TikTok sem The Independant vakti athygli á. Í myndbandinu sést hún ganga eftir Vesturgötu í Reykjanesbæ, klædd í úlpu og húfu og með ferðatösku í eftirdragi. „Þegar engar almenningssamgöngur ganga að flugvellinum á Íslandi klukkan fimm að morgni og leigubíll kostar tvö hundruð evrur [tæplega þrjátíu þúsund krónur] þannig að þú gengur í tvo og hálfan klukkutíma að flugvellinum með ferðatöskuna þína,“ stendur í myndatexta. @therealmaceyjane This will be a good dinner table story one day #iceland #backpacking ♬ Pedro - Jaxomy & Agatino Romero & Raffaella Carrà Líklega hefur Macey gengið að flugvellinum frá Reykjanesbæ, en þar sést hún ganga í myndbandinu. Miðað við að hún hafi gengið í tvo og hálfan klukkutíma er útilokað að hún hafi gengið frá höfuðborgarsvæðinu vegna þess að samkvæmt Google maps tæki meira en tíu klukkustundir að ganga frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar. Þess fyrir utan aka rútur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar á klukkutíma fresti allar nætur. Í öðru myndbandi útskýrir hún ákvörðun sína nánar, þar sést hún aftur ganga um Reykjanesbæ. „Klukkan er hálf fimm á Íslandi og almenningssamgöngur ganga ekki fyrr en klukkan átta, þannig að ég er að ganga á flugvöllinn.“ Hún segist sjá flugvélar taka á loft og lenda í fjarlægð og hún ætli að ganga í þá átt. Í lok myndbandsins er hún komin á bílastæðið fyrir utan flugvöllinn, sigri hrósandi. @therealmaceyjane Replying to @Traveltomtom Me talking to myself to pass the time hahaha #iceland #backpacking #travelstory ♬ original sound - MACEY JANE⭐️ Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira
Ferðalangurinn Macey Jane birti myndband á TikTok sem The Independant vakti athygli á. Í myndbandinu sést hún ganga eftir Vesturgötu í Reykjanesbæ, klædd í úlpu og húfu og með ferðatösku í eftirdragi. „Þegar engar almenningssamgöngur ganga að flugvellinum á Íslandi klukkan fimm að morgni og leigubíll kostar tvö hundruð evrur [tæplega þrjátíu þúsund krónur] þannig að þú gengur í tvo og hálfan klukkutíma að flugvellinum með ferðatöskuna þína,“ stendur í myndatexta. @therealmaceyjane This will be a good dinner table story one day #iceland #backpacking ♬ Pedro - Jaxomy & Agatino Romero & Raffaella Carrà Líklega hefur Macey gengið að flugvellinum frá Reykjanesbæ, en þar sést hún ganga í myndbandinu. Miðað við að hún hafi gengið í tvo og hálfan klukkutíma er útilokað að hún hafi gengið frá höfuðborgarsvæðinu vegna þess að samkvæmt Google maps tæki meira en tíu klukkustundir að ganga frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar. Þess fyrir utan aka rútur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar á klukkutíma fresti allar nætur. Í öðru myndbandi útskýrir hún ákvörðun sína nánar, þar sést hún aftur ganga um Reykjanesbæ. „Klukkan er hálf fimm á Íslandi og almenningssamgöngur ganga ekki fyrr en klukkan átta, þannig að ég er að ganga á flugvöllinn.“ Hún segist sjá flugvélar taka á loft og lenda í fjarlægð og hún ætli að ganga í þá átt. Í lok myndbandsins er hún komin á bílastæðið fyrir utan flugvöllinn, sigri hrósandi. @therealmaceyjane Replying to @Traveltomtom Me talking to myself to pass the time hahaha #iceland #backpacking #travelstory ♬ original sound - MACEY JANE⭐️
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira