Bubbi hrærður: Trúir því að Níu líf muni á endanum vakna að nýju Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2024 07:01 Bubbi á sviði í Borgarleikhúsinu. Hann hefur mætt á svo gott sem allar og mætir á þá síðustu í kvöld. Grímur Bjarnason Bubbi Morthens tónlistarmaður segist ætla að taka á því í ræktinni í dag áður en hann skellir sér upp í Borgarleikhús í kvöld til að vera viðstaddur 250. og síðustu sýninguna af söngleiknum Níu líf um ævi hans og störf. Hann segist án orða, eftir sitji yndislegar minningar og segist Bubbi trúa því að sýningin verði endurvakin. „Mig skortir orð. Í alvörunni. Maður þarf einhvern tíma til að ná utan um þetta. En fegurðin í þessu eru auðvitað allar þessar minningar, þessi gleði sem við höfum upplifað með öllu þessu fólki sem hefur komið og átt með okkur þessa stund. Þannig að þegar uppi er staðið þá er þetta einhverskonar ævintýri sem á sér ekki hliðstæðu eins og Brynhildur leikhússtjóri sagði, once in a blue moon,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Bubbi hefur birt baksviðs-speglasjálfsmyndir fyrir hverja einustu sýningu síðan fyrsta sýningin fór fram árið 2020. Í tilefni af síðustu sýningunni sem fram fer í kvöld hefur Borgarleikhúsið tekið þær saman í myndbandinu hér fyrir neðan. Bubbi missti einungis af einni sýningu, það var vegna veirunnar skæðu sem setti einmitt strik í reikninginn um skeið stuttu eftir að Níu líf var frumsýnd árið 2020, fyrir fjórum árum síðan. Sýningin hefur fyrir löngu slegið met sem aðsóknarmesta sýningin í sögu landsins. Klippa: Bubbi baksviðs á yfir tvöhundruð sýningum Níu lífa Minningarnar og vináttan stendur upp úr Bubbi segist vera vel stemmdur fyrir deginum í dag. Í kvöld verður hann viðstaddur síðustu sýninguna en hann segist ætla að taka deginum eins og venjulega. Mæta í ræktina, boxa, sippa og lyfta. Taka gufubað. Ekki flókið eins og Bubbi lýsir því, enda kvöldið í kvöld líf og fjör. „Þetta er náttúrulega algjörlega ótrúlegt,“ segir Bubbi um vegferð Níu lífa í Borgarleikhúsinu síðustu fjögur ár. „Og ég er nú bara þannig stemmdur að ég spái því að þessi sýning muni vakna úr dvala aftur. Ég spái því að einn daginn fari hún í gang aftur en fram að því þá er þetta búið að vera magnað ferðalag,“ segir Bubbi hlæjandi, hress og kátur og bersýnilega snortinn. „Að kynnast öllum þessum leikurum, sjá hvílík fagmennska er í gangi hjá þessu fólki. Það hefur verið makalaust að fylgjast með þessum hópi og forréttindi að fá að kynnast þessu fólki. Hljómsveitin er líka mergjuð og starfsfólkið! Þetta eru fjögur ár, þrjú ár í leikhúsinu meira eða minna, allar helgar og ég verð að segja það að bæði er ég búinn að eignast mikið af vinum og félögum og minningum,“ segir Bubbi. „Já ég held að þetta verði skringilegt, að vakna ekki einn daginn og hugsa: „Jæja það eru sýningar um helgina.“ Þetta er eitthvað sem ég sá ekki fyrir. Ég sá ekki fyrir að þetta yrði stærsta söng-leiksýning Íslandssögunnar. Að 120, 130 þúsund manns myndi sjá þetta,“ segir Bubbi enn hlæjandi og viðurkennir að það séu alvöru tilfinningar í spilunum í aðdraganda kvöldsins. Leikhús Tónlist Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
„Mig skortir orð. Í alvörunni. Maður þarf einhvern tíma til að ná utan um þetta. En fegurðin í þessu eru auðvitað allar þessar minningar, þessi gleði sem við höfum upplifað með öllu þessu fólki sem hefur komið og átt með okkur þessa stund. Þannig að þegar uppi er staðið þá er þetta einhverskonar ævintýri sem á sér ekki hliðstæðu eins og Brynhildur leikhússtjóri sagði, once in a blue moon,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Bubbi hefur birt baksviðs-speglasjálfsmyndir fyrir hverja einustu sýningu síðan fyrsta sýningin fór fram árið 2020. Í tilefni af síðustu sýningunni sem fram fer í kvöld hefur Borgarleikhúsið tekið þær saman í myndbandinu hér fyrir neðan. Bubbi missti einungis af einni sýningu, það var vegna veirunnar skæðu sem setti einmitt strik í reikninginn um skeið stuttu eftir að Níu líf var frumsýnd árið 2020, fyrir fjórum árum síðan. Sýningin hefur fyrir löngu slegið met sem aðsóknarmesta sýningin í sögu landsins. Klippa: Bubbi baksviðs á yfir tvöhundruð sýningum Níu lífa Minningarnar og vináttan stendur upp úr Bubbi segist vera vel stemmdur fyrir deginum í dag. Í kvöld verður hann viðstaddur síðustu sýninguna en hann segist ætla að taka deginum eins og venjulega. Mæta í ræktina, boxa, sippa og lyfta. Taka gufubað. Ekki flókið eins og Bubbi lýsir því, enda kvöldið í kvöld líf og fjör. „Þetta er náttúrulega algjörlega ótrúlegt,“ segir Bubbi um vegferð Níu lífa í Borgarleikhúsinu síðustu fjögur ár. „Og ég er nú bara þannig stemmdur að ég spái því að þessi sýning muni vakna úr dvala aftur. Ég spái því að einn daginn fari hún í gang aftur en fram að því þá er þetta búið að vera magnað ferðalag,“ segir Bubbi hlæjandi, hress og kátur og bersýnilega snortinn. „Að kynnast öllum þessum leikurum, sjá hvílík fagmennska er í gangi hjá þessu fólki. Það hefur verið makalaust að fylgjast með þessum hópi og forréttindi að fá að kynnast þessu fólki. Hljómsveitin er líka mergjuð og starfsfólkið! Þetta eru fjögur ár, þrjú ár í leikhúsinu meira eða minna, allar helgar og ég verð að segja það að bæði er ég búinn að eignast mikið af vinum og félögum og minningum,“ segir Bubbi. „Já ég held að þetta verði skringilegt, að vakna ekki einn daginn og hugsa: „Jæja það eru sýningar um helgina.“ Þetta er eitthvað sem ég sá ekki fyrir. Ég sá ekki fyrir að þetta yrði stærsta söng-leiksýning Íslandssögunnar. Að 120, 130 þúsund manns myndi sjá þetta,“ segir Bubbi enn hlæjandi og viðurkennir að það séu alvöru tilfinningar í spilunum í aðdraganda kvöldsins.
Leikhús Tónlist Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira