„Ég virðist ekkert vera að reyna að skora þessa dagana“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2024 16:29 Agla María Albertsdóttir er búin að skora sjö mörk í fyrstu átta leikjum tímabilsins. Vísir/Bára Agla María Albertsdóttir skoraði annað mark Breiðabliks er liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn Þrótti í áttundu umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Blikar tróna því enn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, en framan af leik í dag leit hreint ekki út fyrir að Breiðablik myndi valta yfir gestina. „Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstaklega góður af okkar hálfu. Þetta var kannski smá stress í okkur í fyrri hálfleik, en mér fannst við vera bara yfirburðarlið í seinni hálfleik og ef eitthvað er gátum við skorað fleiri mörk,“ sagði Agla María í leikslok. Þá segir hún það hafa verið mikilvægt að halda fyrri hálfleiknum markalausum miðað við þau færi sem gestirnir fengu. „Klárlega. Þær voru bara sterkari í fyrri hálfleik og fengu nokkur góð færi. En að sama skapi átti Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] líka skot rétt framhjá og þær björguðu á línu frá Andreu [Rut Bjarnadóttur] þannig að þetta var kannski sanngjarnt 0-0. En ég get alveg sagt að við vorum fegnar að fara inn í hálfleikinn með jafna stöðu.“ Eins og áður segir skoraði Agla María annað mark Blika í dag og það var af dýrari gerðinni. Hún skoraði þá beint úr hornspyrnu, en Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, sagði í viðtali eftir leik að hann hafði ekki trú á því að hún hafi verið að reyna að skora. „Ég virðist ekkert vera að reyna að skora þessa dagana,“ sagði Agla létt. „Seinast var það fyrirgjöf og núna úr hornspyrnu. En það er bara að reyna að setja hann nálægt markinu og vona að hann fari inn. Ef hann fer ekki inn þá reynir einhver að skalla hann. Þannig þetta snýst um að setja hann þarna einhversstaðar.“ Þá vildu aðrir meina að markið hennar Öglu hafi verið sjálfsmark þar sem boltinn hafi haft viðkomu í Jelenu Kujundzic á leið sinni í markið. Agla hlustar þó ekki á neitt svoleiðis. „Ég tek að sjálfsögðu þetta mark. Tek ekki annað til greina.“ Að lokum segir hún mikilvægt að liðið haldi áfram á sömu braut. „Við verðum bara að halda áfram að taka einn leik í einu. Við höfum verið að nota hópinn okkar mikið og það eru oft margar breytingar á milli leikja. Ég held að það sé það sem er að skila okkur núna. Við erum með breiðan og stóran hóp og erum að nýta alla leikmenn. Við erum þar af leiðandi að fá ferska fætur inn í hvern og einn leik og ég held að það sé að skila sér,“ sagði Agla að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-Þróttur 3-0 | Toppliðið keyrði yfir botnliðið í seinni hálfleik Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Þróttar í dag. 16. júní 2024 15:51 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Sjá meira
Blikar tróna því enn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, en framan af leik í dag leit hreint ekki út fyrir að Breiðablik myndi valta yfir gestina. „Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstaklega góður af okkar hálfu. Þetta var kannski smá stress í okkur í fyrri hálfleik, en mér fannst við vera bara yfirburðarlið í seinni hálfleik og ef eitthvað er gátum við skorað fleiri mörk,“ sagði Agla María í leikslok. Þá segir hún það hafa verið mikilvægt að halda fyrri hálfleiknum markalausum miðað við þau færi sem gestirnir fengu. „Klárlega. Þær voru bara sterkari í fyrri hálfleik og fengu nokkur góð færi. En að sama skapi átti Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] líka skot rétt framhjá og þær björguðu á línu frá Andreu [Rut Bjarnadóttur] þannig að þetta var kannski sanngjarnt 0-0. En ég get alveg sagt að við vorum fegnar að fara inn í hálfleikinn með jafna stöðu.“ Eins og áður segir skoraði Agla María annað mark Blika í dag og það var af dýrari gerðinni. Hún skoraði þá beint úr hornspyrnu, en Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, sagði í viðtali eftir leik að hann hafði ekki trú á því að hún hafi verið að reyna að skora. „Ég virðist ekkert vera að reyna að skora þessa dagana,“ sagði Agla létt. „Seinast var það fyrirgjöf og núna úr hornspyrnu. En það er bara að reyna að setja hann nálægt markinu og vona að hann fari inn. Ef hann fer ekki inn þá reynir einhver að skalla hann. Þannig þetta snýst um að setja hann þarna einhversstaðar.“ Þá vildu aðrir meina að markið hennar Öglu hafi verið sjálfsmark þar sem boltinn hafi haft viðkomu í Jelenu Kujundzic á leið sinni í markið. Agla hlustar þó ekki á neitt svoleiðis. „Ég tek að sjálfsögðu þetta mark. Tek ekki annað til greina.“ Að lokum segir hún mikilvægt að liðið haldi áfram á sömu braut. „Við verðum bara að halda áfram að taka einn leik í einu. Við höfum verið að nota hópinn okkar mikið og það eru oft margar breytingar á milli leikja. Ég held að það sé það sem er að skila okkur núna. Við erum með breiðan og stóran hóp og erum að nýta alla leikmenn. Við erum þar af leiðandi að fá ferska fætur inn í hvern og einn leik og ég held að það sé að skila sér,“ sagði Agla að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-Þróttur 3-0 | Toppliðið keyrði yfir botnliðið í seinni hálfleik Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Þróttar í dag. 16. júní 2024 15:51 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik-Þróttur 3-0 | Toppliðið keyrði yfir botnliðið í seinni hálfleik Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Þróttar í dag. 16. júní 2024 15:51