„Ég virðist ekkert vera að reyna að skora þessa dagana“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2024 16:29 Agla María Albertsdóttir er búin að skora sjö mörk í fyrstu átta leikjum tímabilsins. Vísir/Bára Agla María Albertsdóttir skoraði annað mark Breiðabliks er liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn Þrótti í áttundu umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Blikar tróna því enn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, en framan af leik í dag leit hreint ekki út fyrir að Breiðablik myndi valta yfir gestina. „Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstaklega góður af okkar hálfu. Þetta var kannski smá stress í okkur í fyrri hálfleik, en mér fannst við vera bara yfirburðarlið í seinni hálfleik og ef eitthvað er gátum við skorað fleiri mörk,“ sagði Agla María í leikslok. Þá segir hún það hafa verið mikilvægt að halda fyrri hálfleiknum markalausum miðað við þau færi sem gestirnir fengu. „Klárlega. Þær voru bara sterkari í fyrri hálfleik og fengu nokkur góð færi. En að sama skapi átti Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] líka skot rétt framhjá og þær björguðu á línu frá Andreu [Rut Bjarnadóttur] þannig að þetta var kannski sanngjarnt 0-0. En ég get alveg sagt að við vorum fegnar að fara inn í hálfleikinn með jafna stöðu.“ Eins og áður segir skoraði Agla María annað mark Blika í dag og það var af dýrari gerðinni. Hún skoraði þá beint úr hornspyrnu, en Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, sagði í viðtali eftir leik að hann hafði ekki trú á því að hún hafi verið að reyna að skora. „Ég virðist ekkert vera að reyna að skora þessa dagana,“ sagði Agla létt. „Seinast var það fyrirgjöf og núna úr hornspyrnu. En það er bara að reyna að setja hann nálægt markinu og vona að hann fari inn. Ef hann fer ekki inn þá reynir einhver að skalla hann. Þannig þetta snýst um að setja hann þarna einhversstaðar.“ Þá vildu aðrir meina að markið hennar Öglu hafi verið sjálfsmark þar sem boltinn hafi haft viðkomu í Jelenu Kujundzic á leið sinni í markið. Agla hlustar þó ekki á neitt svoleiðis. „Ég tek að sjálfsögðu þetta mark. Tek ekki annað til greina.“ Að lokum segir hún mikilvægt að liðið haldi áfram á sömu braut. „Við verðum bara að halda áfram að taka einn leik í einu. Við höfum verið að nota hópinn okkar mikið og það eru oft margar breytingar á milli leikja. Ég held að það sé það sem er að skila okkur núna. Við erum með breiðan og stóran hóp og erum að nýta alla leikmenn. Við erum þar af leiðandi að fá ferska fætur inn í hvern og einn leik og ég held að það sé að skila sér,“ sagði Agla að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-Þróttur 3-0 | Toppliðið keyrði yfir botnliðið í seinni hálfleik Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Þróttar í dag. 16. júní 2024 15:51 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
Blikar tróna því enn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, en framan af leik í dag leit hreint ekki út fyrir að Breiðablik myndi valta yfir gestina. „Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstaklega góður af okkar hálfu. Þetta var kannski smá stress í okkur í fyrri hálfleik, en mér fannst við vera bara yfirburðarlið í seinni hálfleik og ef eitthvað er gátum við skorað fleiri mörk,“ sagði Agla María í leikslok. Þá segir hún það hafa verið mikilvægt að halda fyrri hálfleiknum markalausum miðað við þau færi sem gestirnir fengu. „Klárlega. Þær voru bara sterkari í fyrri hálfleik og fengu nokkur góð færi. En að sama skapi átti Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] líka skot rétt framhjá og þær björguðu á línu frá Andreu [Rut Bjarnadóttur] þannig að þetta var kannski sanngjarnt 0-0. En ég get alveg sagt að við vorum fegnar að fara inn í hálfleikinn með jafna stöðu.“ Eins og áður segir skoraði Agla María annað mark Blika í dag og það var af dýrari gerðinni. Hún skoraði þá beint úr hornspyrnu, en Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, sagði í viðtali eftir leik að hann hafði ekki trú á því að hún hafi verið að reyna að skora. „Ég virðist ekkert vera að reyna að skora þessa dagana,“ sagði Agla létt. „Seinast var það fyrirgjöf og núna úr hornspyrnu. En það er bara að reyna að setja hann nálægt markinu og vona að hann fari inn. Ef hann fer ekki inn þá reynir einhver að skalla hann. Þannig þetta snýst um að setja hann þarna einhversstaðar.“ Þá vildu aðrir meina að markið hennar Öglu hafi verið sjálfsmark þar sem boltinn hafi haft viðkomu í Jelenu Kujundzic á leið sinni í markið. Agla hlustar þó ekki á neitt svoleiðis. „Ég tek að sjálfsögðu þetta mark. Tek ekki annað til greina.“ Að lokum segir hún mikilvægt að liðið haldi áfram á sömu braut. „Við verðum bara að halda áfram að taka einn leik í einu. Við höfum verið að nota hópinn okkar mikið og það eru oft margar breytingar á milli leikja. Ég held að það sé það sem er að skila okkur núna. Við erum með breiðan og stóran hóp og erum að nýta alla leikmenn. Við erum þar af leiðandi að fá ferska fætur inn í hvern og einn leik og ég held að það sé að skila sér,“ sagði Agla að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-Þróttur 3-0 | Toppliðið keyrði yfir botnliðið í seinni hálfleik Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Þróttar í dag. 16. júní 2024 15:51 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik-Þróttur 3-0 | Toppliðið keyrði yfir botnliðið í seinni hálfleik Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Þróttar í dag. 16. júní 2024 15:51