„Hættiði að senda mér pening“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 09:02 Hassan Sunny tapaði leiknum en sá samt til þess að Kínverjar komust áfram. Getty/Yong Teck Lim Landsliðsmarkvörður Singapúr þurfti að biðja stuðningsmenn kínverska landsliðsins sérstaklega um það að hætta að senda sér pening. Ástæðan fyrir öllum peningasendingunum frá Kína var frammistaða Hassan Sunny í leik á móti Tælandi í undankeppni HM. Frammistaða Sunny í leik Singapúr og Taílands sá nefnilega til þess að Taíland komst ekki upp fyrir Kína á markatölu í baráttu um sæti í næstu umferð undankeppnni HM 2026. WATCH: Chinese football fans and livestreamers at Hassan Sunny’s food stall in Tampines after the veteran goalkeeper became an overnight celebrity for his heroics against Thailand that helped to keep China’s 2026 World Cup hopes alive https://t.co/9v9DidKY9I(Video: CNA/Davina… pic.twitter.com/hWeY8jZgVl— CNA (@ChannelNewsAsia) June 12, 2024 Suður Kórea vann riðilinn með yfirburðum en Kína og Taíland enduðu með jafnmörg stig og sömu markatölu. Þar sem að Taíland skoraði bara þrisvar sinnum hjá Hassan Sunny þá voru báðar þjóðir með markatöluna 9-9. Innbyrðis viðureignir réðu því úrslitum og Kína hafði þar betur og fór því áfram í þriðju umferðina. Sunny er fertugur og varði alls ellefu skot í þessum leik. Hetjudáðir hans fóru á flug á kínverskum samfélagsmiðlum sem og upplýsingar um götubitafyrirtæki hans og eiginkonunnar. Stuðningsmenn kínverska landsliðsins vildu þakka fyrir sig og fóru að senda þeim hjónum pening í gegnum netið. S'pore goalkeeper Hassan Sunny swarmed by China football fans while on holiday there https://t.co/3mcwCYlaSM pic.twitter.com/lT8waV2FAU— Mothership (@MothershipSG) June 17, 2024 „Naut ég þess um tíma? Ég hugsaði, allt í lagi það er peningur að koma á reikninginn. Svo fór ég að hugsa: Hvenær stoppar þetta eiginlega? Er þetta löglegt? Ég held að við verðum að stoppa þetta,“ skrifaði Hassan Sunny á samfélagsmiðla sína. „Ég kann virkilega að meta stuðning ykkar undanfarna daga sem hefur sýnt mér ástríðu kínverska stuðningsmanna. QR-kóðinn hefur gengið á milli manna á netinu og sumir hafa nýtt sér það og búið til falska aðganga. Ég biðla nú til ykkar að sýna skynsemi. Hættiði að senda mér pening,“ skrifaði Sunny. Kínverskir stuðningsmenn fjölmenntu líka til hans og konunnar og fengu sér götubita. Hann fékk líka frábæra dóma og stökk upp í efsta sætið yfir besta veitingastaðinn á svæðinu á kínversku matarappi. Kínverjar gerðu allt í sínu valdi til að þakka Sunny fyrir allar vörslurnar. Kínverjar hafa ekki komist á HM karla í fótbolta síðan árið 2002. Það er óhætt að segja að það séu margir sem dreymir nú um það að biðin endi loksins í þessari undankeppni HM. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) HM 2026 í fótbolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Sjá meira
Ástæðan fyrir öllum peningasendingunum frá Kína var frammistaða Hassan Sunny í leik á móti Tælandi í undankeppni HM. Frammistaða Sunny í leik Singapúr og Taílands sá nefnilega til þess að Taíland komst ekki upp fyrir Kína á markatölu í baráttu um sæti í næstu umferð undankeppnni HM 2026. WATCH: Chinese football fans and livestreamers at Hassan Sunny’s food stall in Tampines after the veteran goalkeeper became an overnight celebrity for his heroics against Thailand that helped to keep China’s 2026 World Cup hopes alive https://t.co/9v9DidKY9I(Video: CNA/Davina… pic.twitter.com/hWeY8jZgVl— CNA (@ChannelNewsAsia) June 12, 2024 Suður Kórea vann riðilinn með yfirburðum en Kína og Taíland enduðu með jafnmörg stig og sömu markatölu. Þar sem að Taíland skoraði bara þrisvar sinnum hjá Hassan Sunny þá voru báðar þjóðir með markatöluna 9-9. Innbyrðis viðureignir réðu því úrslitum og Kína hafði þar betur og fór því áfram í þriðju umferðina. Sunny er fertugur og varði alls ellefu skot í þessum leik. Hetjudáðir hans fóru á flug á kínverskum samfélagsmiðlum sem og upplýsingar um götubitafyrirtæki hans og eiginkonunnar. Stuðningsmenn kínverska landsliðsins vildu þakka fyrir sig og fóru að senda þeim hjónum pening í gegnum netið. S'pore goalkeeper Hassan Sunny swarmed by China football fans while on holiday there https://t.co/3mcwCYlaSM pic.twitter.com/lT8waV2FAU— Mothership (@MothershipSG) June 17, 2024 „Naut ég þess um tíma? Ég hugsaði, allt í lagi það er peningur að koma á reikninginn. Svo fór ég að hugsa: Hvenær stoppar þetta eiginlega? Er þetta löglegt? Ég held að við verðum að stoppa þetta,“ skrifaði Hassan Sunny á samfélagsmiðla sína. „Ég kann virkilega að meta stuðning ykkar undanfarna daga sem hefur sýnt mér ástríðu kínverska stuðningsmanna. QR-kóðinn hefur gengið á milli manna á netinu og sumir hafa nýtt sér það og búið til falska aðganga. Ég biðla nú til ykkar að sýna skynsemi. Hættiði að senda mér pening,“ skrifaði Sunny. Kínverskir stuðningsmenn fjölmenntu líka til hans og konunnar og fengu sér götubita. Hann fékk líka frábæra dóma og stökk upp í efsta sætið yfir besta veitingastaðinn á svæðinu á kínversku matarappi. Kínverjar gerðu allt í sínu valdi til að þakka Sunny fyrir allar vörslurnar. Kínverjar hafa ekki komist á HM karla í fótbolta síðan árið 2002. Það er óhætt að segja að það séu margir sem dreymir nú um það að biðin endi loksins í þessari undankeppni HM. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti