Myndaveisla: Níu líf of stórkostleg fyrir eftirsjá Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. júní 2024 13:00 Bubbi Morthens og Aron Steinn Ásbjarnarson á lokasýningu Níu lífa síðastliðið laugardagskvöld. Owen Fiene Þakið ætlaði að rifna af salnum þegar leikarar Níu lífa hneigðu sig í síðasta skipti á lokasýningunni síðastliðið laugardagskvöld eftir hvorki meira né minna en 250 sýningar. Er um að ræða einhverja farsælustu sýningu í sögu Borgarleikhússins og var þessum tímamótum svo fagnað með pomp og prakt. Allt að 130 þúsund manns heimsótt sýninguna Í fréttatilkynningu frá Borgarleikhúsinu segir: „Lokasýning Níu lífa, sem var jafnframt sýning númer 250, fór fram á Stóra sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi fyrir fullum sal. Níu líf var frumsýnd í mars 2020 og hefur verið uppselt á nánast hverja einustu sýningu allar götur síðan. Mörg úr leikhópnum kveðja nú einstakt tímabil, þar á meðal Hlynur Atli en hann hefur farið með hlutverk litla Bubba allt frá upphafi æfinga fyrir fimm árum, sem er næstum hálf ævi tólf ára leikarans. Leikhópurinn kvaddist því með gleði- og sorgartárum eftir sýninguna í gærkvöldi. Vinsældir sýningarinnar eiga sér enga hliðstæðu hér á landi og hefur hún slegið öll aðsóknarmet. Níu líf hefur hrifið leikhúsgesti á öllum aldri og eru margir sem koma aftur og aftur.“ Ef lagður er saman áhorfendafjöldi á hverri sýningu síðustu fjögur ár má gefa sér að 130.000 manns séu búin að sitja í salnum og upplifa þessa merkilegu sögu. „Þakklæti, gleði og húrra fyrir okkur“ „Það er einstakt að fá að segja sögu sem snertir áhorfendur af öllum kynslóðum - það er stórt. Það eru áhorfendur og ástin til þeirra sem hefur gefið manni drifkraftinn til að segja þessa sögu aftur og aftur,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir. Hún hlaut tvær Grímur fyrir hlutverk sitt, sem leikkona ársins í aðalhlutverki og sem söngvari ársins fyrir hlutverk sitt sem Egó Bubbi. Nú taka við ný ævintýri hjá leikurum og aðstandendum, þar á meðal Ólafi Agli Egilssyni, höfundi og leikstjóra sýningarinnar, en hann er með nýtt og spennandi verkefni í bígerð, sem tilkynnt verður um fljótlega. „Það getur ekki verið eftirsjá eftir einhverju sem er svona stórkostlegt. Það er bara þakklæti og gleði og húrra fyrir okkur,“ segir Bubbi Morthens um kveðjustundina. Ólafur Egill Egilsson bætir við: „Það er ljúfsárt að kveðja 9líf eftir næstum fjögur ár. Fyrst og fremst er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna með frábæru listafólki og starfsfólki Borgarleikhússins, fyrir frábærar viðtökur áhorfenda og fyrir hugrekki Bubba sem lagði til sögu sína, allar sínar hæðir og lægðir og dró ekkert undan. Níu líf varð meira en leiksýning, meira en aðsóknarmet, meira en Bubbi sjálfur, þó stór sé. Það veit ég af öllum samtölunum, símtölunum, og skilaboðunum sem ég hef fengið síðustu 4 árin, þar sem fólk vill tjá sig, þakka fyrir sig, segja mér sína sögu, segja mér frá sársauka sínum, segja mér að það hafi nú aldrei verið sérstakur Bubba aðdáandi, en... Það eru forréttindi að hafa fengið að taka þátt í því að umbreyta myrkri í ljós, umbreyta skugga sem fylgdi litlum dreng í hálfa öld í sól að morgni. Sól sem aldrei sest, af því hún skín í hjarta okkar allra ef við bara leyfum henni það sól, kærleika, æðruleysis og vonar.“ Hér má sjá vel valdar myndir frá kvöldinu: Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri og María Kristmanns.Owen Fiene Einar Þorsteinsson, Guðni Th. Jóhannesson, Brynhildur Guðjónsdóttir og Milla Ósk Magnúsdóttir.Owen Fiene Hatarinn Einar Stefánsson skálaði.Owen Fiene Rakel Björk Björnsdóttir og Viktoría Sigurðardóttir.Owen Fiene Katrín Gústavsdóttir og vinir.Owen Fiene Móeiður Helgadóttir og Egill Ingibergsson.Owen Fiene Sigríður Soffía, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Rakel Björk Björnsdóttir og Viktoría Sigurðardóttir.Owen Fiene Leikkonan Unnur Birna Bachman og stílistinn Kristjana Sæunn Ólafsdóttir.Owen Fiene Borgarstjórahjónin Einar Þorsteinsson og Milla Ósk Magnúsdóttir.Owen Fiene Brynhildur Guðjónsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson forseti.Owen Fiene Brynhildur Guðjóns og Milla Ósk brostu sínu breiðasta.Owen Fiene Ólafur Egilsson með tölu fyrir veislugesti eftir sýningu.Owen Fiene Glæsiparið Kristín Eysteinsdóttir og Signý Scheving Þórarinsdóttir.Owen Fiene Hljómsveitin faðmast eftir sýningu.Owen Fiene Förðunarfræðingurinn Úlfar Viktor Björnsson í flottum félagsskap.Owen Fiene Guðni Th. með Magnúsi og Óttari, leikurum úr Níu lífum.Owen Fiene Leikarahópurinn hneigir sig í síðasta skipti.Owen Fiene Bubbi ávarpar gesti að sýningu lokinni.Owen Fiene Tilfinningaþrungin stund í lok sýningar sem uppskar standandi lófaklapp.Owen Fiene Brynhildur Guðjónsdóttir og Magnús Þór Þorbergsson.Owen Fiene Hjónin Einar Bárðarson og Áslaug Thelma ásamt Einari Birgi syni þeirra. Til gamans má geta þess að fjölskyldan fór á lokasýninguna vegna þess að eldri systir Einars Birgis, Klara Þorbjörg, var að sýna. Hún er búin að vera í sýningunni frá upphafi ásamt kórsystrum sínum í Stúlknakór Reykjavíkur og Árórum. Þær skiptu sýningunum á milli sín sökum aldurs en hún byrjaði í þessu 13 ára og er orðin 18 ára í dag. Owen Fiene Ilmur Stefánsdóttir og vinkona.Owen Fiene Brynja Björnsdóttir og Jón Egill Hjartarson.Owen Fiene Einlæg stund eftir sýningu og líklega létt spennufall hjá leikurunum Hirti Jóhanni Jónssyni og Elínu Sif Hall.Owen Fiene Halldóra Geirharðsdóttir og Ólafur Egilsson fara yfir málin!Owen Fiene Björn Stefánsson og Guðmundur Óskar.Owen Fiene Guðmundur Óskar Guðmundsson, Esther Talía Casey og Katrín Mist.Owen Fiene Hjörtur Jóhann Jónsson á fallegri stundu eftir sýningu.Owen Fiene Ólafur Egill Egilsson og Binni ljósmyndari.Owen Fiene Magnúr Þór Þorbergsson og Elmar Þórarinsson.Owen Fiene Guðni Th. og Halldóra Geirharðs á spjalli.Owen Fiene Bubbi Morthens og Aron Steinn Ásbjarnarson.Owen Fiene Flottur hópur!Owen Fiene Kórinn í gulum peysum og góðu stuði.Owen Fiene Mæðginin Þorvaldur Sigurbjörg Helgason og Ragnheiður Lárusdóttir mættu í sínu fínasta pússi.Owen Fiene Menning Leikhús Samkvæmislífið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Allt að 130 þúsund manns heimsótt sýninguna Í fréttatilkynningu frá Borgarleikhúsinu segir: „Lokasýning Níu lífa, sem var jafnframt sýning númer 250, fór fram á Stóra sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi fyrir fullum sal. Níu líf var frumsýnd í mars 2020 og hefur verið uppselt á nánast hverja einustu sýningu allar götur síðan. Mörg úr leikhópnum kveðja nú einstakt tímabil, þar á meðal Hlynur Atli en hann hefur farið með hlutverk litla Bubba allt frá upphafi æfinga fyrir fimm árum, sem er næstum hálf ævi tólf ára leikarans. Leikhópurinn kvaddist því með gleði- og sorgartárum eftir sýninguna í gærkvöldi. Vinsældir sýningarinnar eiga sér enga hliðstæðu hér á landi og hefur hún slegið öll aðsóknarmet. Níu líf hefur hrifið leikhúsgesti á öllum aldri og eru margir sem koma aftur og aftur.“ Ef lagður er saman áhorfendafjöldi á hverri sýningu síðustu fjögur ár má gefa sér að 130.000 manns séu búin að sitja í salnum og upplifa þessa merkilegu sögu. „Þakklæti, gleði og húrra fyrir okkur“ „Það er einstakt að fá að segja sögu sem snertir áhorfendur af öllum kynslóðum - það er stórt. Það eru áhorfendur og ástin til þeirra sem hefur gefið manni drifkraftinn til að segja þessa sögu aftur og aftur,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir. Hún hlaut tvær Grímur fyrir hlutverk sitt, sem leikkona ársins í aðalhlutverki og sem söngvari ársins fyrir hlutverk sitt sem Egó Bubbi. Nú taka við ný ævintýri hjá leikurum og aðstandendum, þar á meðal Ólafi Agli Egilssyni, höfundi og leikstjóra sýningarinnar, en hann er með nýtt og spennandi verkefni í bígerð, sem tilkynnt verður um fljótlega. „Það getur ekki verið eftirsjá eftir einhverju sem er svona stórkostlegt. Það er bara þakklæti og gleði og húrra fyrir okkur,“ segir Bubbi Morthens um kveðjustundina. Ólafur Egill Egilsson bætir við: „Það er ljúfsárt að kveðja 9líf eftir næstum fjögur ár. Fyrst og fremst er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna með frábæru listafólki og starfsfólki Borgarleikhússins, fyrir frábærar viðtökur áhorfenda og fyrir hugrekki Bubba sem lagði til sögu sína, allar sínar hæðir og lægðir og dró ekkert undan. Níu líf varð meira en leiksýning, meira en aðsóknarmet, meira en Bubbi sjálfur, þó stór sé. Það veit ég af öllum samtölunum, símtölunum, og skilaboðunum sem ég hef fengið síðustu 4 árin, þar sem fólk vill tjá sig, þakka fyrir sig, segja mér sína sögu, segja mér frá sársauka sínum, segja mér að það hafi nú aldrei verið sérstakur Bubba aðdáandi, en... Það eru forréttindi að hafa fengið að taka þátt í því að umbreyta myrkri í ljós, umbreyta skugga sem fylgdi litlum dreng í hálfa öld í sól að morgni. Sól sem aldrei sest, af því hún skín í hjarta okkar allra ef við bara leyfum henni það sól, kærleika, æðruleysis og vonar.“ Hér má sjá vel valdar myndir frá kvöldinu: Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri og María Kristmanns.Owen Fiene Einar Þorsteinsson, Guðni Th. Jóhannesson, Brynhildur Guðjónsdóttir og Milla Ósk Magnúsdóttir.Owen Fiene Hatarinn Einar Stefánsson skálaði.Owen Fiene Rakel Björk Björnsdóttir og Viktoría Sigurðardóttir.Owen Fiene Katrín Gústavsdóttir og vinir.Owen Fiene Móeiður Helgadóttir og Egill Ingibergsson.Owen Fiene Sigríður Soffía, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Rakel Björk Björnsdóttir og Viktoría Sigurðardóttir.Owen Fiene Leikkonan Unnur Birna Bachman og stílistinn Kristjana Sæunn Ólafsdóttir.Owen Fiene Borgarstjórahjónin Einar Þorsteinsson og Milla Ósk Magnúsdóttir.Owen Fiene Brynhildur Guðjónsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson forseti.Owen Fiene Brynhildur Guðjóns og Milla Ósk brostu sínu breiðasta.Owen Fiene Ólafur Egilsson með tölu fyrir veislugesti eftir sýningu.Owen Fiene Glæsiparið Kristín Eysteinsdóttir og Signý Scheving Þórarinsdóttir.Owen Fiene Hljómsveitin faðmast eftir sýningu.Owen Fiene Förðunarfræðingurinn Úlfar Viktor Björnsson í flottum félagsskap.Owen Fiene Guðni Th. með Magnúsi og Óttari, leikurum úr Níu lífum.Owen Fiene Leikarahópurinn hneigir sig í síðasta skipti.Owen Fiene Bubbi ávarpar gesti að sýningu lokinni.Owen Fiene Tilfinningaþrungin stund í lok sýningar sem uppskar standandi lófaklapp.Owen Fiene Brynhildur Guðjónsdóttir og Magnús Þór Þorbergsson.Owen Fiene Hjónin Einar Bárðarson og Áslaug Thelma ásamt Einari Birgi syni þeirra. Til gamans má geta þess að fjölskyldan fór á lokasýninguna vegna þess að eldri systir Einars Birgis, Klara Þorbjörg, var að sýna. Hún er búin að vera í sýningunni frá upphafi ásamt kórsystrum sínum í Stúlknakór Reykjavíkur og Árórum. Þær skiptu sýningunum á milli sín sökum aldurs en hún byrjaði í þessu 13 ára og er orðin 18 ára í dag. Owen Fiene Ilmur Stefánsdóttir og vinkona.Owen Fiene Brynja Björnsdóttir og Jón Egill Hjartarson.Owen Fiene Einlæg stund eftir sýningu og líklega létt spennufall hjá leikurunum Hirti Jóhanni Jónssyni og Elínu Sif Hall.Owen Fiene Halldóra Geirharðsdóttir og Ólafur Egilsson fara yfir málin!Owen Fiene Björn Stefánsson og Guðmundur Óskar.Owen Fiene Guðmundur Óskar Guðmundsson, Esther Talía Casey og Katrín Mist.Owen Fiene Hjörtur Jóhann Jónsson á fallegri stundu eftir sýningu.Owen Fiene Ólafur Egill Egilsson og Binni ljósmyndari.Owen Fiene Magnúr Þór Þorbergsson og Elmar Þórarinsson.Owen Fiene Guðni Th. og Halldóra Geirharðs á spjalli.Owen Fiene Bubbi Morthens og Aron Steinn Ásbjarnarson.Owen Fiene Flottur hópur!Owen Fiene Kórinn í gulum peysum og góðu stuði.Owen Fiene Mæðginin Þorvaldur Sigurbjörg Helgason og Ragnheiður Lárusdóttir mættu í sínu fínasta pússi.Owen Fiene
Menning Leikhús Samkvæmislífið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira